Steinunn og geislar lífsins Sigurður Árni Þórðarson skrifar 24. nóvember 2011 00:01 Við Landakotskirkju er skúlptur Steinunnar Þórarinsdóttur. Einn veturinn gekk ég daglega framhjá honum og vitjaði móður minnar, sem lá banaleguna á Landakotsspítala. Ég horfði jafnan á styttuna, sem er konumynd, hreifst af þokka hennar, mjúkum línum og þeirri auðmýkt og lotningu sem hún miðlar. Oft var ég áhyggjufullur þegar ég fór hjá,en þessi einfaldi en agaði minnisvarði um nunnuþjónustu Sankti Jósepssystra miðlaði mér trúartrausti og óttaleysi. Glerkross sker ryðgaðan málminn. Fyrst sá ég að krossinn náði frá hjartastað og upp á andlit. Síðar tók ég eftir að kross var líka á bakinu. Krossarnir minntu mig á signinguna, sem elskandi mömmur og pabbar hafa merkt börn sín með – að framan og aftan. Minnti mig á að við mannfólkið erum krossuð á bak og brjóst, sama hvað við erum frosin og lemstruð. Einn morguninn þegar áhyggjumyrkrið var hvað dimmast gekk ég mót sól og að Steinunnarskúlptúrnum. Þá varð ég fyrir undri. Sólargeisli skein í gegnum krossinn á styttubakinu og út um krossinn á brjóststykkinu. Allur krossinn lýstist upp og glerið magnaði ljómann. Rústrauð mannsmyndin varð sem yfirjarðnesk vera, sem tók í sig himinljósið. Brjóstið opnaðist og miðlaði birtunni áfram í mynd krossins. Þetta varð mér sýn, sem ég túlkaði í krafti trúar. Verkið heitir Köllun og við erum öll kölluð til lífs og hins guðlega. Steinunn Þórarinsdóttir hefur gert marga skúlptúra. Einn er í Kópavogskirkju, tveir í miðbænum, einn við Sandgerði og annar við Bjarnastaðavör á Seltjarnarnesi. Það er viðburður í menningarlífinu að sýning hennar verður opnuð í Vídalínskirkju næsta sunnudag. Kirkjur eru öllum opnar og sýning Steinunnar líka. Til hamingju Garðbæingar. Augnalaus mannlíki Steinunnar eru einkennilega ávirk. Þau eru ekki einstaklingar, heldur fremur efnislegar „hugmyndir“ um fólk. Þau eru sem frosin en fjalla samt um mennska möguleika og læsingar, vanda og vonir. Mannlíkin eru tákn um afdrif og möguleika. Merking verka Steinunnar leitar inn á við. Enginn gengur að undrinu að vild, þegar fólk er í stuði og ætlast til að ná sambandi. Konumyndin við Landakot geislar aðeins á ákveðnum tíma og við ákveðnar aðstæður. Best er að koma með opnum huga og íhygli. Þá opnast verkin og undur lífsins verður ljóst, í málmi, gifsi og gleri. List Steinunnar Þórarinsdóttur er fyrir lífið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun
Við Landakotskirkju er skúlptur Steinunnar Þórarinsdóttur. Einn veturinn gekk ég daglega framhjá honum og vitjaði móður minnar, sem lá banaleguna á Landakotsspítala. Ég horfði jafnan á styttuna, sem er konumynd, hreifst af þokka hennar, mjúkum línum og þeirri auðmýkt og lotningu sem hún miðlar. Oft var ég áhyggjufullur þegar ég fór hjá,en þessi einfaldi en agaði minnisvarði um nunnuþjónustu Sankti Jósepssystra miðlaði mér trúartrausti og óttaleysi. Glerkross sker ryðgaðan málminn. Fyrst sá ég að krossinn náði frá hjartastað og upp á andlit. Síðar tók ég eftir að kross var líka á bakinu. Krossarnir minntu mig á signinguna, sem elskandi mömmur og pabbar hafa merkt börn sín með – að framan og aftan. Minnti mig á að við mannfólkið erum krossuð á bak og brjóst, sama hvað við erum frosin og lemstruð. Einn morguninn þegar áhyggjumyrkrið var hvað dimmast gekk ég mót sól og að Steinunnarskúlptúrnum. Þá varð ég fyrir undri. Sólargeisli skein í gegnum krossinn á styttubakinu og út um krossinn á brjóststykkinu. Allur krossinn lýstist upp og glerið magnaði ljómann. Rústrauð mannsmyndin varð sem yfirjarðnesk vera, sem tók í sig himinljósið. Brjóstið opnaðist og miðlaði birtunni áfram í mynd krossins. Þetta varð mér sýn, sem ég túlkaði í krafti trúar. Verkið heitir Köllun og við erum öll kölluð til lífs og hins guðlega. Steinunn Þórarinsdóttir hefur gert marga skúlptúra. Einn er í Kópavogskirkju, tveir í miðbænum, einn við Sandgerði og annar við Bjarnastaðavör á Seltjarnarnesi. Það er viðburður í menningarlífinu að sýning hennar verður opnuð í Vídalínskirkju næsta sunnudag. Kirkjur eru öllum opnar og sýning Steinunnar líka. Til hamingju Garðbæingar. Augnalaus mannlíki Steinunnar eru einkennilega ávirk. Þau eru ekki einstaklingar, heldur fremur efnislegar „hugmyndir“ um fólk. Þau eru sem frosin en fjalla samt um mennska möguleika og læsingar, vanda og vonir. Mannlíkin eru tákn um afdrif og möguleika. Merking verka Steinunnar leitar inn á við. Enginn gengur að undrinu að vild, þegar fólk er í stuði og ætlast til að ná sambandi. Konumyndin við Landakot geislar aðeins á ákveðnum tíma og við ákveðnar aðstæður. Best er að koma með opnum huga og íhygli. Þá opnast verkin og undur lífsins verður ljóst, í málmi, gifsi og gleri. List Steinunnar Þórarinsdóttur er fyrir lífið.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun