Auglýsingar tískurisa þykja ekki börnum sæmandi 25. nóvember 2011 16:15 Auglýsing fyrir Marc Jacobs. Þessi stelling Dakota Fanning þykir ekki barni sæmandi, en leikkonan er 17 ára gömul. Bresku samtökin Advertising Standards Authority hafa bannað auglýsingar frá tískumerkjunum Marc Jacobs og Miu Miu. Ástæðan er að þær þykja ekki börnum sæmandi, en leikkonurnar Dakota Fanning og Hailee Steinfeld eru í aðalhlutverkum á myndunum. Auglýsing Marc Jacobs sýnir leikkonuna ungu Dakota Fanning í bleikum kjól haldandi á risavöxnu ilmvatnsglasi milli fótanna. ASA-samtökin vilja meina að Fanning líti út fyrir að vera yngri en hún er á myndinni, en Fanning verður 18 ára í byrjun næsta árs, og að stellingin sé kynferðisleg. Myndin hefur því verið fjarlægð úr öllum miðlum í Bretlandi. Það er greinilega vinsælt hjá tískuhúsunum að nota ungar leikkonur í auglýsingar, en fatamerkið Miu Miu notar ungstirnið Hailee Steinfeld í nýjustu herferð sinni.Auglýsing fyrir Miu Miu. Bresku samtökin Advertising Standards Authority vilja meina að Steinfeld sé stofnað í hættu á þessari mynd.Ein myndin sýnir Steinfeld sitjandi á lestarteinum klædda í kjól og háa hæla frá merkinu. ASA-samtökin komust að þeirri niðurstöðu að á auglýsingunni væri verið að stofna barni í hættu en leikkonan verður 15 ára gömul í næsta mánuði. Tískuhúsið Prada, eigandi Miu Miu, hefur svarað fyrir sig og segir leikkonuna ekki vera í hættu þar sem hún sé ekki hlekkjuð við brautarteinana. Dæmi hver fyrir sig en myndirnar hafa báðar verið teknar úr umferð að sinni. Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Bresku samtökin Advertising Standards Authority hafa bannað auglýsingar frá tískumerkjunum Marc Jacobs og Miu Miu. Ástæðan er að þær þykja ekki börnum sæmandi, en leikkonurnar Dakota Fanning og Hailee Steinfeld eru í aðalhlutverkum á myndunum. Auglýsing Marc Jacobs sýnir leikkonuna ungu Dakota Fanning í bleikum kjól haldandi á risavöxnu ilmvatnsglasi milli fótanna. ASA-samtökin vilja meina að Fanning líti út fyrir að vera yngri en hún er á myndinni, en Fanning verður 18 ára í byrjun næsta árs, og að stellingin sé kynferðisleg. Myndin hefur því verið fjarlægð úr öllum miðlum í Bretlandi. Það er greinilega vinsælt hjá tískuhúsunum að nota ungar leikkonur í auglýsingar, en fatamerkið Miu Miu notar ungstirnið Hailee Steinfeld í nýjustu herferð sinni.Auglýsing fyrir Miu Miu. Bresku samtökin Advertising Standards Authority vilja meina að Steinfeld sé stofnað í hættu á þessari mynd.Ein myndin sýnir Steinfeld sitjandi á lestarteinum klædda í kjól og háa hæla frá merkinu. ASA-samtökin komust að þeirri niðurstöðu að á auglýsingunni væri verið að stofna barni í hættu en leikkonan verður 15 ára gömul í næsta mánuði. Tískuhúsið Prada, eigandi Miu Miu, hefur svarað fyrir sig og segir leikkonuna ekki vera í hættu þar sem hún sé ekki hlekkjuð við brautarteinana. Dæmi hver fyrir sig en myndirnar hafa báðar verið teknar úr umferð að sinni.
Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira