Auglýsingar tískurisa þykja ekki börnum sæmandi 25. nóvember 2011 16:15 Auglýsing fyrir Marc Jacobs. Þessi stelling Dakota Fanning þykir ekki barni sæmandi, en leikkonan er 17 ára gömul. Bresku samtökin Advertising Standards Authority hafa bannað auglýsingar frá tískumerkjunum Marc Jacobs og Miu Miu. Ástæðan er að þær þykja ekki börnum sæmandi, en leikkonurnar Dakota Fanning og Hailee Steinfeld eru í aðalhlutverkum á myndunum. Auglýsing Marc Jacobs sýnir leikkonuna ungu Dakota Fanning í bleikum kjól haldandi á risavöxnu ilmvatnsglasi milli fótanna. ASA-samtökin vilja meina að Fanning líti út fyrir að vera yngri en hún er á myndinni, en Fanning verður 18 ára í byrjun næsta árs, og að stellingin sé kynferðisleg. Myndin hefur því verið fjarlægð úr öllum miðlum í Bretlandi. Það er greinilega vinsælt hjá tískuhúsunum að nota ungar leikkonur í auglýsingar, en fatamerkið Miu Miu notar ungstirnið Hailee Steinfeld í nýjustu herferð sinni.Auglýsing fyrir Miu Miu. Bresku samtökin Advertising Standards Authority vilja meina að Steinfeld sé stofnað í hættu á þessari mynd.Ein myndin sýnir Steinfeld sitjandi á lestarteinum klædda í kjól og háa hæla frá merkinu. ASA-samtökin komust að þeirri niðurstöðu að á auglýsingunni væri verið að stofna barni í hættu en leikkonan verður 15 ára gömul í næsta mánuði. Tískuhúsið Prada, eigandi Miu Miu, hefur svarað fyrir sig og segir leikkonuna ekki vera í hættu þar sem hún sé ekki hlekkjuð við brautarteinana. Dæmi hver fyrir sig en myndirnar hafa báðar verið teknar úr umferð að sinni. Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Bresku samtökin Advertising Standards Authority hafa bannað auglýsingar frá tískumerkjunum Marc Jacobs og Miu Miu. Ástæðan er að þær þykja ekki börnum sæmandi, en leikkonurnar Dakota Fanning og Hailee Steinfeld eru í aðalhlutverkum á myndunum. Auglýsing Marc Jacobs sýnir leikkonuna ungu Dakota Fanning í bleikum kjól haldandi á risavöxnu ilmvatnsglasi milli fótanna. ASA-samtökin vilja meina að Fanning líti út fyrir að vera yngri en hún er á myndinni, en Fanning verður 18 ára í byrjun næsta árs, og að stellingin sé kynferðisleg. Myndin hefur því verið fjarlægð úr öllum miðlum í Bretlandi. Það er greinilega vinsælt hjá tískuhúsunum að nota ungar leikkonur í auglýsingar, en fatamerkið Miu Miu notar ungstirnið Hailee Steinfeld í nýjustu herferð sinni.Auglýsing fyrir Miu Miu. Bresku samtökin Advertising Standards Authority vilja meina að Steinfeld sé stofnað í hættu á þessari mynd.Ein myndin sýnir Steinfeld sitjandi á lestarteinum klædda í kjól og háa hæla frá merkinu. ASA-samtökin komust að þeirri niðurstöðu að á auglýsingunni væri verið að stofna barni í hættu en leikkonan verður 15 ára gömul í næsta mánuði. Tískuhúsið Prada, eigandi Miu Miu, hefur svarað fyrir sig og segir leikkonuna ekki vera í hættu þar sem hún sé ekki hlekkjuð við brautarteinana. Dæmi hver fyrir sig en myndirnar hafa báðar verið teknar úr umferð að sinni.
Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira