Sesar A fagnar afmæli íslensku rappplötunnar 26. nóvember 2011 15:45 Sesar A verður grjótharður á Faktorý í kvöld. Mynd/Vilhelm „Íslenskt rapp í dag er á allt öðrum stað en fyrir tíu árum," segir Sesar A, sem fagnar því að tíu ár eru liðin frá útgáfu fyrstu sólóplötu hans, Storminum á eftir logninu, sem var jafnframt fyrsta platan þar sem eingöngu var rappað á íslensku. Í kjölfar plötunnar fylgdi bylgja af íslenskum rappplötum og íslenskan varð ráðandi tungumál í hip-hopsenu landsins. „Ég áttaði mig á því í kringum 1995 að íslenska var það mál sem ég gat rappað best á, en það þótti ekkert spennandi þá. Þá talaði fólk um að ekki væri hægt að flæða á íslensku og hló kannski svolítið að því." Sesar segir að þegar rappað sé á móðurmálinu fari fólk að leggja við hlustir, þar af leiðandi þurfi textasmiðirnir að vanda sig meira og gæðin aukist. „Íslenskt rapp hefur löngu sannað sig, og það á mikið erindi. Á Íslandi er náttúrulega þessi merkilega og ævaforna munnlega geymd af bragarháttum og ég lít í raun á íslenskt rapp sem nýjustu viðbótina við bragarhefðina," segir Sesar, sem talar um rapp sem rappþulu og leggur mikið upp úr nýyrðasmíð í textagerð sinni. Tónleikarnir verða með veglegasta móti og mun Sesar A flytja sólóplöturnar sínar þrjár og njóta við það aðstoðar Blaz Roca, Úlfur úlfur, DJ Kocoon og margra fleiri. Með aðgöngumiða fylgir niðurhal af Storminum á eftir logninu og eintak af nýrri plötu Sesars. Tónleikarnir eru á efri hæð Faktorý í kvöld og húsið verður opnað klukkan 22. -bb Tónlist Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Íslenskt rapp í dag er á allt öðrum stað en fyrir tíu árum," segir Sesar A, sem fagnar því að tíu ár eru liðin frá útgáfu fyrstu sólóplötu hans, Storminum á eftir logninu, sem var jafnframt fyrsta platan þar sem eingöngu var rappað á íslensku. Í kjölfar plötunnar fylgdi bylgja af íslenskum rappplötum og íslenskan varð ráðandi tungumál í hip-hopsenu landsins. „Ég áttaði mig á því í kringum 1995 að íslenska var það mál sem ég gat rappað best á, en það þótti ekkert spennandi þá. Þá talaði fólk um að ekki væri hægt að flæða á íslensku og hló kannski svolítið að því." Sesar segir að þegar rappað sé á móðurmálinu fari fólk að leggja við hlustir, þar af leiðandi þurfi textasmiðirnir að vanda sig meira og gæðin aukist. „Íslenskt rapp hefur löngu sannað sig, og það á mikið erindi. Á Íslandi er náttúrulega þessi merkilega og ævaforna munnlega geymd af bragarháttum og ég lít í raun á íslenskt rapp sem nýjustu viðbótina við bragarhefðina," segir Sesar, sem talar um rapp sem rappþulu og leggur mikið upp úr nýyrðasmíð í textagerð sinni. Tónleikarnir verða með veglegasta móti og mun Sesar A flytja sólóplöturnar sínar þrjár og njóta við það aðstoðar Blaz Roca, Úlfur úlfur, DJ Kocoon og margra fleiri. Með aðgöngumiða fylgir niðurhal af Storminum á eftir logninu og eintak af nýrri plötu Sesars. Tónleikarnir eru á efri hæð Faktorý í kvöld og húsið verður opnað klukkan 22. -bb
Tónlist Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp