Regína Ósk mætir aftur í Eurovision - Syngur stuðlag Maríu Bjarkar 26. nóvember 2011 17:00 Regína Ósk vann íslensku forkeppnina árið 2008 með laginu This Is My Life. „Þetta er svona ekta stuðlag sem fær alla til að vilja dansa og dilla sér,“ segir María Björk Sverrisdóttir lagahöfundur um framlag sitt í forkeppni Eurovision í ár. Lag Maríu Bjarkar ber titilinn Hjartað brennur og er samið í samstarfi við sænsku lagahöfundana Marcus Frenell og Fredrik Randquist. Það er engin önnur en söngkonan Regína Ósk Óskarsdóttir sem flytur lagið, en María Björk segir að söngkonan hafi verið hennar fyrsti kostur frá byrjun. „Regína Ósk smellpassar við lagið enda æðisleg söngkona og þrautþjálfuð á sviði,“ segir María Björk, en báðar eru þær með Eurovision-reynslu á bakinu og leggur María Björk áherslu á að það sé mjög mikilvægt í svona keppni að vera með reynslu. Regína Ósk vann árið 2008 með laginu This Is My Life sem hún flutti ásamt söngvaranum Friðriki Ómari, en saman skipa þau hljómsveitina Eurobandið. Árið eftir fór María Björk til Moskvu með söngkonunni Jóhönnu Guðrúnu, sem flutti lagið Is It True og lenti í öðru sæti í aðalkeppninni. „Þetta er svo skemmtilegt og er að taka þátt í keppninni til að hafa gaman.“ María Björk hefur verið dyggur samstarfsmaður Jóhönnu Guðrúnar gegnum tíðina, en Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að NRK fjallaði um flutning söngkonunnar ungu til Noregs. Í viðtali við vefsíðu NRK sagði Jóhanna Guðrún að vel kæmi til greina að keppa fyrir hönd Noregs í Eurovision. „Mér finnst það bara gaman og spennandi tækifæri fyrir hana,“ segir María Björk, en í ár eru það alls fimmtán lög sem keppa í forkeppni Eurovision sem verður á dagskrá RÚV í byrjun næsta árs. -áp Tónlist Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Þetta er svona ekta stuðlag sem fær alla til að vilja dansa og dilla sér,“ segir María Björk Sverrisdóttir lagahöfundur um framlag sitt í forkeppni Eurovision í ár. Lag Maríu Bjarkar ber titilinn Hjartað brennur og er samið í samstarfi við sænsku lagahöfundana Marcus Frenell og Fredrik Randquist. Það er engin önnur en söngkonan Regína Ósk Óskarsdóttir sem flytur lagið, en María Björk segir að söngkonan hafi verið hennar fyrsti kostur frá byrjun. „Regína Ósk smellpassar við lagið enda æðisleg söngkona og þrautþjálfuð á sviði,“ segir María Björk, en báðar eru þær með Eurovision-reynslu á bakinu og leggur María Björk áherslu á að það sé mjög mikilvægt í svona keppni að vera með reynslu. Regína Ósk vann árið 2008 með laginu This Is My Life sem hún flutti ásamt söngvaranum Friðriki Ómari, en saman skipa þau hljómsveitina Eurobandið. Árið eftir fór María Björk til Moskvu með söngkonunni Jóhönnu Guðrúnu, sem flutti lagið Is It True og lenti í öðru sæti í aðalkeppninni. „Þetta er svo skemmtilegt og er að taka þátt í keppninni til að hafa gaman.“ María Björk hefur verið dyggur samstarfsmaður Jóhönnu Guðrúnar gegnum tíðina, en Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að NRK fjallaði um flutning söngkonunnar ungu til Noregs. Í viðtali við vefsíðu NRK sagði Jóhanna Guðrún að vel kæmi til greina að keppa fyrir hönd Noregs í Eurovision. „Mér finnst það bara gaman og spennandi tækifæri fyrir hana,“ segir María Björk, en í ár eru það alls fimmtán lög sem keppa í forkeppni Eurovision sem verður á dagskrá RÚV í byrjun næsta árs. -áp
Tónlist Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira