Aðventa fyrir prinsessur 13. desember 2011 15:00 Áslaug Snorradóttir. Flettið myndasafninu með því að smella á myndirnar. „Prinsessusnittur og prinsessutertur kalla ég þessa eftirrétti og þeir eru mjög einfaldir og fallegir," segir Áslaug Snorradóttir ljósmyndari um frumlegar og ægifagrar útfærslur á jólalegum sætindum. Hún snarar þeim fram eins og hennar er von og vísa, með litagleðina í fyrirrúmi, fyrir jólablað Fréttablaðsins. Prinsessusnitturnar svokölluðu eru hálfgert ávaxtafondú að sögn Áslaugar. Vatnsmelónur eru skornar niður í bita og þær bornar fram með bræddu dökku súkkulaði og þeyttum rjóma. Þá er sykruðum jarðarberjalakkrísreimum stungið með tannstönglum ofan á melónubitana. „Lyktin af þessu er unaðsleg. Prinsessutertan sem ég kalla svo er síðan í miklu uppáhaldi og ég fæ mér hana alltaf þegar ég fer til Svíþjóðar. Þessa keypti ég í IKEA, en það hentar mér mjög vel að geta gert eitthvað fljótlegt og kippt svona með og skreytt. Og þær eru ekki síðri iðnaðarbakaðar." Prinsessukökurnar skreytti Áslaug með síðustu fjólunum úr garðinum og stakk mjóum afmæliskertum í þær. „Þá getur maður óskað sér á hverjum degi, það er fátt betra en það. Þessar prinsessutertur voru annars upprunalega gerðar fyrir sænsku prinsessurnar þrjár, Margarethu, Märthu og Astrid, af húsmæðrakennaranum þeirra. Tertan samanstendur af svamptertubotni, vanillukremi, hindberjum og rjóma og svo er marsípanhjúpur yfir öllu saman. Þær eru að vísu yfirleitt grænar en þessar ljósbleiku eru mjög fallegar."Eftirréttur aðventunnar hjá Áslaugu samanstendur af vatnsmelónum, bræddu súkkulaði, jarðarberjalakkrís og bleikum prinsessutertum.Þótt Áslaug sé oftast ósammála því að „minna sé meira" og notist frekar við frasann „meira er meira" segist hún líka vel geta dottið í það að halda boð í mun dempaðri litatónum. „Einu sinni útbjó ég til dæmis smávegis samkomu í dröppuðum tónum og annað sem var bara í svörtum og hvítum litum. Þetta fer eftir því hvernig manni sjálfum líður hvað maður gerir þótt litirnir verði oftar ofan á í mínu tilfelli. Þetta er eins og með allt annað í lífinu, stundum er ég hreinræktuð A-manneskja og stundum hreinræktuð B," segir hin lífsglaða Áslaug. -jma Jólafréttir Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Gyðingakökur Jól Frá ljósanna hásal Jól Baksýnisspegillinn Jól Íslenskir jólaveinar frá Kína Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Borgardætur - Þorláksmessa Jól Steiktar rjúpubringur á kremuðu grænkáli með bláberjum og gráðosti Jól Gekk ég yfir sjó og land Jól Nótur fyrir píanó Jól
„Prinsessusnittur og prinsessutertur kalla ég þessa eftirrétti og þeir eru mjög einfaldir og fallegir," segir Áslaug Snorradóttir ljósmyndari um frumlegar og ægifagrar útfærslur á jólalegum sætindum. Hún snarar þeim fram eins og hennar er von og vísa, með litagleðina í fyrirrúmi, fyrir jólablað Fréttablaðsins. Prinsessusnitturnar svokölluðu eru hálfgert ávaxtafondú að sögn Áslaugar. Vatnsmelónur eru skornar niður í bita og þær bornar fram með bræddu dökku súkkulaði og þeyttum rjóma. Þá er sykruðum jarðarberjalakkrísreimum stungið með tannstönglum ofan á melónubitana. „Lyktin af þessu er unaðsleg. Prinsessutertan sem ég kalla svo er síðan í miklu uppáhaldi og ég fæ mér hana alltaf þegar ég fer til Svíþjóðar. Þessa keypti ég í IKEA, en það hentar mér mjög vel að geta gert eitthvað fljótlegt og kippt svona með og skreytt. Og þær eru ekki síðri iðnaðarbakaðar." Prinsessukökurnar skreytti Áslaug með síðustu fjólunum úr garðinum og stakk mjóum afmæliskertum í þær. „Þá getur maður óskað sér á hverjum degi, það er fátt betra en það. Þessar prinsessutertur voru annars upprunalega gerðar fyrir sænsku prinsessurnar þrjár, Margarethu, Märthu og Astrid, af húsmæðrakennaranum þeirra. Tertan samanstendur af svamptertubotni, vanillukremi, hindberjum og rjóma og svo er marsípanhjúpur yfir öllu saman. Þær eru að vísu yfirleitt grænar en þessar ljósbleiku eru mjög fallegar."Eftirréttur aðventunnar hjá Áslaugu samanstendur af vatnsmelónum, bræddu súkkulaði, jarðarberjalakkrís og bleikum prinsessutertum.Þótt Áslaug sé oftast ósammála því að „minna sé meira" og notist frekar við frasann „meira er meira" segist hún líka vel geta dottið í það að halda boð í mun dempaðri litatónum. „Einu sinni útbjó ég til dæmis smávegis samkomu í dröppuðum tónum og annað sem var bara í svörtum og hvítum litum. Þetta fer eftir því hvernig manni sjálfum líður hvað maður gerir þótt litirnir verði oftar ofan á í mínu tilfelli. Þetta er eins og með allt annað í lífinu, stundum er ég hreinræktuð A-manneskja og stundum hreinræktuð B," segir hin lífsglaða Áslaug. -jma
Jólafréttir Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Gyðingakökur Jól Frá ljósanna hásal Jól Baksýnisspegillinn Jól Íslenskir jólaveinar frá Kína Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Borgardætur - Þorláksmessa Jól Steiktar rjúpubringur á kremuðu grænkáli með bláberjum og gráðosti Jól Gekk ég yfir sjó og land Jól Nótur fyrir píanó Jól