Allt dottið í dúnalogn 14. desember 2011 20:00 Sófalúr eftir gott jólakvöld. Aðdragandi jólanna er annasamur og spennan eykst dag frá degi. Hámarkinu er náð á aðfangadagskvöld og þegar pakkarnir hafa verið opnaðir dettur oft allt í dúnalogn.Göngutúr Ef veðrið er stillt og gott er tilvalið að fjölskyldan dúði sig vel og fari saman út að ganga í kvöldkyrrðinni. Í borg og bæ er gaman að skoða jólaljósin í gluggum og í sveitinni má njóta kyrrðarinnar sem alls staðar er þetta kvöld.Geymd ánægja Það gæti verið sniðugt að allir geymdu að opna eina gjöf þar til síðar um kvöldið. Þær gjafir væru svo opnaðar þegar þið kæmuð inn úr göngutúrnum.Húslestur Ef margar bækur koma upp úr pökkunum gæti verið gaman að lesa upphátt úr einhverjum þeirra fyrir fjölskylduna. Það gæti líka verið gaman að búa til hefð fyrir aðfangadagskvöld næstu ára að velja einhverja ákveðna sögu sem alltaf yrði lesin eftir pakkana.Þakkarsímtöl Hringdu í vini og ættingja og þakkaðu fyrir gjafir og kort. Hringdu líka til útlanda þó það kosti nokkrar krónur, það er gott að heyra í fjarstöddum ástvinum á jólum.Miðnæturmessa Gerið ykkur ferð í kirkjugarðinn og heimsækið leiði ástvina á aðfangadagskvöld. Farið svo í miðnæturmessu.Samsöngur Syngið saman nokkur jólalög í stofunni eftir að allar gjafirnar hafa verið opnaðar. Langflestum þykir gaman að sameinast í söng þó að ekki haldi allir lagi. Verið búin að undirbúa lítið sönghefti með einföldum jólalögum.Skemmtisögur Setjist niður og rifjið upp skemmtilegar uppákomur síðustu jóla. Ótrúlegustu sögur geta komið upp sem aðrir voru búnir að gleyma, til dæmis þegar pakkinn frá frænku lenti óvart í ísskápnum því pabbi hélt að í honum væri kaka.Jólakveðjur Hellið upp á kaffi og tínið til smákökur á borðið og fáið ykkur aftur sæti. Opnið svo jólakortin og lesið upphátt kveðjurnar sem í þeim standa og rifjið upp skemmtilegar samverustundir sem þið hafið átt með þeim sem sendir kveðjuna.Sófalúr Vinnudagur margra er ansi langur í desember og þreytan læðist að þegar pakkarnir hafa verið opnaðir, líka að þeim minnstu sem voru hvað spenntust. Þá má alveg kveikja á sjónvarpinu eða skella mynd í tækið, hreiðra svo um sig í sófanum og dotta. Jólafréttir Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Gyðingakökur Jól Frá ljósanna hásal Jól Baksýnisspegillinn Jól Íslenskir jólaveinar frá Kína Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Borgardætur - Þorláksmessa Jól Steiktar rjúpubringur á kremuðu grænkáli með bláberjum og gráðosti Jól Gekk ég yfir sjó og land Jól Nótur fyrir píanó Jól
Aðdragandi jólanna er annasamur og spennan eykst dag frá degi. Hámarkinu er náð á aðfangadagskvöld og þegar pakkarnir hafa verið opnaðir dettur oft allt í dúnalogn.Göngutúr Ef veðrið er stillt og gott er tilvalið að fjölskyldan dúði sig vel og fari saman út að ganga í kvöldkyrrðinni. Í borg og bæ er gaman að skoða jólaljósin í gluggum og í sveitinni má njóta kyrrðarinnar sem alls staðar er þetta kvöld.Geymd ánægja Það gæti verið sniðugt að allir geymdu að opna eina gjöf þar til síðar um kvöldið. Þær gjafir væru svo opnaðar þegar þið kæmuð inn úr göngutúrnum.Húslestur Ef margar bækur koma upp úr pökkunum gæti verið gaman að lesa upphátt úr einhverjum þeirra fyrir fjölskylduna. Það gæti líka verið gaman að búa til hefð fyrir aðfangadagskvöld næstu ára að velja einhverja ákveðna sögu sem alltaf yrði lesin eftir pakkana.Þakkarsímtöl Hringdu í vini og ættingja og þakkaðu fyrir gjafir og kort. Hringdu líka til útlanda þó það kosti nokkrar krónur, það er gott að heyra í fjarstöddum ástvinum á jólum.Miðnæturmessa Gerið ykkur ferð í kirkjugarðinn og heimsækið leiði ástvina á aðfangadagskvöld. Farið svo í miðnæturmessu.Samsöngur Syngið saman nokkur jólalög í stofunni eftir að allar gjafirnar hafa verið opnaðar. Langflestum þykir gaman að sameinast í söng þó að ekki haldi allir lagi. Verið búin að undirbúa lítið sönghefti með einföldum jólalögum.Skemmtisögur Setjist niður og rifjið upp skemmtilegar uppákomur síðustu jóla. Ótrúlegustu sögur geta komið upp sem aðrir voru búnir að gleyma, til dæmis þegar pakkinn frá frænku lenti óvart í ísskápnum því pabbi hélt að í honum væri kaka.Jólakveðjur Hellið upp á kaffi og tínið til smákökur á borðið og fáið ykkur aftur sæti. Opnið svo jólakortin og lesið upphátt kveðjurnar sem í þeim standa og rifjið upp skemmtilegar samverustundir sem þið hafið átt með þeim sem sendir kveðjuna.Sófalúr Vinnudagur margra er ansi langur í desember og þreytan læðist að þegar pakkarnir hafa verið opnaðir, líka að þeim minnstu sem voru hvað spenntust. Þá má alveg kveikja á sjónvarpinu eða skella mynd í tækið, hreiðra svo um sig í sófanum og dotta.
Jólafréttir Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Gyðingakökur Jól Frá ljósanna hásal Jól Baksýnisspegillinn Jól Íslenskir jólaveinar frá Kína Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Borgardætur - Þorláksmessa Jól Steiktar rjúpubringur á kremuðu grænkáli með bláberjum og gráðosti Jól Gekk ég yfir sjó og land Jól Nótur fyrir píanó Jól