Meiri áhersla á byggðamál 29. nóvember 2011 04:30 Frumvarpsdrög starfshóps Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að fiskveiðistjórnunarlögum hafa sætt gagnrýni fyrir verklag ráðherra, en ekki er að sjá efnislegar grundvallarbreytingar frá „Stóra kvótafrumvarpinu“ sem lagt var fram síðasta vor. Þó eru þættir tengdir byggðasjónarmiðum fyrirferðarmeiri í nýju drögunum. Stóra kvótafrumvarpið fékk óblíðar viðtökur eftir að það var lagt fram í vor, þar sem hagsmunaaðilar eins og sjómenn, útgerðarmenn og aðilar vinnumarkaðarins lýstu yfir efasemdum um ágæti þeirra breytinga sem þar komu fram. Þá töldu hagfræðingar sem gerðu úttekt á frumvarpinu, sýnt að hagræn áhrif þess gætu orðið neikvæð á margan hátt. Var því svarað til, meðal annars af þáverandi formanni sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, að einnig ætti að horfa til byggðasjónarmiða í lögum um fiskveiðistjórnunarkerfið. Hugmyndir starfshóps Jóns Bjarnasonar, sem settar voru á vef sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis á laugardag, eru einmitt frábrugðnar fyrra frumvarpi að því leyti að byggðasjónarmiðum er gert hærra undir höfði. Helstu málin sem deilt var á í fyrra frumvarpinu lutu að nýtingartíma, veiðigjaldi, takmörkunum á heildaraflahlutdeild og framsali. Auk þess var sett út á hversu mikill hluti aflaheimilda var settur í svokallaða potta, ráðherra til ráðstöfunar. Ekki er að sjá að nýju hugmyndirnar taki stór skref til að svara gagnrýninni. Nýtingartíminn er þó rýmkaður frá því sem áður var. Drögin gera ráð fyrir 20 ára nýtingartíma, en hann er mögulegt að framlengja um 15 ár. Í frumvarpinu í vor var hins vegar gert ráð fyrir 15 ára nýtingartíma og möguleika á átta ára framlengingu. Einnig sætti gagnrýni fyrirhuguð ráðstöfun á aflaheimildum færu þær umfram ákveðið mark. Færu heimildir í þorski til dæmis upp fyrir 160 þúsund tonn, færi um helmingur af aukaheimildum í pottakerfi, en í drögunum að þessu sinni er miðað við 202 þúsund tonn. Sú aukning átti að hluta til að fara í strandveiðar, en einnig til ráðstöfunar til aðgerða í byggðamálum og loks í leigu á markaði. Nýju drögin slá hins vegar út strandveiðiákvæðið og skipta heimildum jafnt niður milli byggðamála og í útleigu. Þá gera drögin ráð fyrir að sveitarfélögin fái í sinn hlut 40% af innheimtum veiðigjöldum, en frumvarpið gerði ráð fyrir 30%. Spurningunni um veiðigjald er þó ekki svarað, en á meðan frumvarpið gerði ráð fyrir 19% gjaldi á framlegð fyrirtækja, segir í athugasemdum með nýju drögunum að þar sem ráðuneytin vinni að heildarútfærslu á skattlagningu á sjávarútveginn sé ekki tímabært að ákveða gjald að sinni. Ein helsta breytingin felst mögulega í stofnum kvótaþings Fiskistofu sem mun hafa yfirsjón með kaupum og leigu á kvóta, en nokkrar undanþágur verða þó á því. Miðað við viðbrögð samherja Jóns í ríkisstjórn er ekki að sjá að þessi drög verði undirstaða að endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu, en það gefur þó innsýn í stefnu ráðherra að byggðasjónarmið verði veigamikil, muni hann koma að því ferli yfirhöfuð. Fréttir Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Frumvarpsdrög starfshóps Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að fiskveiðistjórnunarlögum hafa sætt gagnrýni fyrir verklag ráðherra, en ekki er að sjá efnislegar grundvallarbreytingar frá „Stóra kvótafrumvarpinu“ sem lagt var fram síðasta vor. Þó eru þættir tengdir byggðasjónarmiðum fyrirferðarmeiri í nýju drögunum. Stóra kvótafrumvarpið fékk óblíðar viðtökur eftir að það var lagt fram í vor, þar sem hagsmunaaðilar eins og sjómenn, útgerðarmenn og aðilar vinnumarkaðarins lýstu yfir efasemdum um ágæti þeirra breytinga sem þar komu fram. Þá töldu hagfræðingar sem gerðu úttekt á frumvarpinu, sýnt að hagræn áhrif þess gætu orðið neikvæð á margan hátt. Var því svarað til, meðal annars af þáverandi formanni sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, að einnig ætti að horfa til byggðasjónarmiða í lögum um fiskveiðistjórnunarkerfið. Hugmyndir starfshóps Jóns Bjarnasonar, sem settar voru á vef sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis á laugardag, eru einmitt frábrugðnar fyrra frumvarpi að því leyti að byggðasjónarmiðum er gert hærra undir höfði. Helstu málin sem deilt var á í fyrra frumvarpinu lutu að nýtingartíma, veiðigjaldi, takmörkunum á heildaraflahlutdeild og framsali. Auk þess var sett út á hversu mikill hluti aflaheimilda var settur í svokallaða potta, ráðherra til ráðstöfunar. Ekki er að sjá að nýju hugmyndirnar taki stór skref til að svara gagnrýninni. Nýtingartíminn er þó rýmkaður frá því sem áður var. Drögin gera ráð fyrir 20 ára nýtingartíma, en hann er mögulegt að framlengja um 15 ár. Í frumvarpinu í vor var hins vegar gert ráð fyrir 15 ára nýtingartíma og möguleika á átta ára framlengingu. Einnig sætti gagnrýni fyrirhuguð ráðstöfun á aflaheimildum færu þær umfram ákveðið mark. Færu heimildir í þorski til dæmis upp fyrir 160 þúsund tonn, færi um helmingur af aukaheimildum í pottakerfi, en í drögunum að þessu sinni er miðað við 202 þúsund tonn. Sú aukning átti að hluta til að fara í strandveiðar, en einnig til ráðstöfunar til aðgerða í byggðamálum og loks í leigu á markaði. Nýju drögin slá hins vegar út strandveiðiákvæðið og skipta heimildum jafnt niður milli byggðamála og í útleigu. Þá gera drögin ráð fyrir að sveitarfélögin fái í sinn hlut 40% af innheimtum veiðigjöldum, en frumvarpið gerði ráð fyrir 30%. Spurningunni um veiðigjald er þó ekki svarað, en á meðan frumvarpið gerði ráð fyrir 19% gjaldi á framlegð fyrirtækja, segir í athugasemdum með nýju drögunum að þar sem ráðuneytin vinni að heildarútfærslu á skattlagningu á sjávarútveginn sé ekki tímabært að ákveða gjald að sinni. Ein helsta breytingin felst mögulega í stofnum kvótaþings Fiskistofu sem mun hafa yfirsjón með kaupum og leigu á kvóta, en nokkrar undanþágur verða þó á því. Miðað við viðbrögð samherja Jóns í ríkisstjórn er ekki að sjá að þessi drög verði undirstaða að endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu, en það gefur þó innsýn í stefnu ráðherra að byggðasjónarmið verði veigamikil, muni hann koma að því ferli yfirhöfuð.
Fréttir Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira