Telja líðan nemenda í Gerðaskóla ólíðandi 29. nóvember 2011 08:00 Gerðaskóli Óvenjumargir nemendur í Gerðaskóla telja sig verða fyrir einelti oftar en tvisvar til þrisvar í mánuði.Mynd/víkurfréttir Fulltrúar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu ætla að gera ítarlega úttekt á starfsemi Gerðaskóla í Garði. Var þetta ákveðið eftir að svör bárust frá bæjarstjóra, skólanefnd og skólaráði í Garði við fyrirspurn ráðuneytisins í september síðastliðnum. Úttektin er gerð að ósk heimamanna í Garði. Þeir þættir sem kannaðir verða eru líðan nemenda og einelti, skólabragur, námsárangur nemenda í lestri, samstarf skólans við foreldra og fleira, að því er fram kemur í bréfi ráðuneytisins til Ásmundar Friðrikssonar, bæjarstjóra í Garði. Ásmundur segir bæjarstjórnina sérstaklega hafa óskað eftir stjórnsýsluúttekt á störfum skólans. Því var þessi ákvörðun tekin og samþykki menntamálaráðuneytisins kom í kjölfarið. „Það má alltaf gera gott betra," segir Ásmundur. „Það er vilji allra til þess að þessi úttekt verði gerð." Einelti í Gerðaskóla hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu. Fram hafa komið frásagnir foreldra sem hafa þurft að taka börnin sín úr skólanum sökum eineltis og afskiptaleysis skólastjórnenda. Í skoðanakönnun meðal nemenda skólans sem gerð var fyrr á þessu ári kom fram að 13,3 prósent nemenda segjast verða fyrir einelti oftar en tvisvar til þrisvar sinnum í mánuði. Það er um helmingi hærra hlutfall en meðaltal á landsvísu. Fram hefur komið að meirihluti skólanefndar Gerðaskóla telji eineltismál og líðan nemenda með öllu óviðunandi. Pétur Brynjarsson, skólastjóri í Gerðaskóla, segir að mikið hafi áunnist í eineltismálum innan skólans að undanförnu. Olweusar-könnunin, sem leiddi í ljós 13,3 prósent hlutfall nemenda sem verða fyrir einelti, hafi verið gerð fyrir nær ári, en önnur könnun sem gerð var í september meðal starfsmanna skólans hafi sýnt fram á mun lægra hlutfall þolenda, eða um 4,1 prósent. „Við tókum reyndar aðeins aðra nálgun þá," segir Pétur. „Fyrri könnunin var nafnlaus en sú síðari fór fram í samtali með kennara, foreldra og nemanda." Spurður hvort hann hafi tölu á því hversu margir nemendur hafi hætt í skólanum sökum eineltis á síðustu árum, segist Pétur ekki hafa þá tölu. Hann segir þó að slíkt hafi gerst. „Hér er unnið vel og markvisst að þessum málaflokki og ég fagna því að ráðuneytið ætli að gera hér ítarlega úttekt," segir Pétur. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
Fulltrúar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu ætla að gera ítarlega úttekt á starfsemi Gerðaskóla í Garði. Var þetta ákveðið eftir að svör bárust frá bæjarstjóra, skólanefnd og skólaráði í Garði við fyrirspurn ráðuneytisins í september síðastliðnum. Úttektin er gerð að ósk heimamanna í Garði. Þeir þættir sem kannaðir verða eru líðan nemenda og einelti, skólabragur, námsárangur nemenda í lestri, samstarf skólans við foreldra og fleira, að því er fram kemur í bréfi ráðuneytisins til Ásmundar Friðrikssonar, bæjarstjóra í Garði. Ásmundur segir bæjarstjórnina sérstaklega hafa óskað eftir stjórnsýsluúttekt á störfum skólans. Því var þessi ákvörðun tekin og samþykki menntamálaráðuneytisins kom í kjölfarið. „Það má alltaf gera gott betra," segir Ásmundur. „Það er vilji allra til þess að þessi úttekt verði gerð." Einelti í Gerðaskóla hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu. Fram hafa komið frásagnir foreldra sem hafa þurft að taka börnin sín úr skólanum sökum eineltis og afskiptaleysis skólastjórnenda. Í skoðanakönnun meðal nemenda skólans sem gerð var fyrr á þessu ári kom fram að 13,3 prósent nemenda segjast verða fyrir einelti oftar en tvisvar til þrisvar sinnum í mánuði. Það er um helmingi hærra hlutfall en meðaltal á landsvísu. Fram hefur komið að meirihluti skólanefndar Gerðaskóla telji eineltismál og líðan nemenda með öllu óviðunandi. Pétur Brynjarsson, skólastjóri í Gerðaskóla, segir að mikið hafi áunnist í eineltismálum innan skólans að undanförnu. Olweusar-könnunin, sem leiddi í ljós 13,3 prósent hlutfall nemenda sem verða fyrir einelti, hafi verið gerð fyrir nær ári, en önnur könnun sem gerð var í september meðal starfsmanna skólans hafi sýnt fram á mun lægra hlutfall þolenda, eða um 4,1 prósent. „Við tókum reyndar aðeins aðra nálgun þá," segir Pétur. „Fyrri könnunin var nafnlaus en sú síðari fór fram í samtali með kennara, foreldra og nemanda." Spurður hvort hann hafi tölu á því hversu margir nemendur hafi hætt í skólanum sökum eineltis á síðustu árum, segist Pétur ekki hafa þá tölu. Hann segir þó að slíkt hafi gerst. „Hér er unnið vel og markvisst að þessum málaflokki og ég fagna því að ráðuneytið ætli að gera hér ítarlega úttekt," segir Pétur. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira