Matís vill ekki styrk ESB vegna ráðherra 29. nóvember 2011 06:30 Óvissa um viðskiptalegar forsendur og pólitísk afstaða sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra varð til þess að stjórn Matvælarannsókna Íslands (Matís) ákvað síðastliðinn föstudag að hætta við að sækja um 300 milljóna króna styrk til Evrópusambandsins (ESB). „Þetta er ákveðin krísa sem við lentum í,“ segir Friðrik Friðriksson, stjórnarformaður Matís, sem er opinbert hlutafélag. Hann segir forstjóra fyrirtækisins hafa ákveðið að sækja um styrkinn án þess að bera málið undir stjórnina. Nú hafi vinnulagi verið breytt þannig að bera þurfi svo risavaxnar styrkumsóknir undir stjórnina. Um svokallaðan IPA-styrk er að ræða, en þeir standa til boða þjóðum sem eiga í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Fyrir styrkinn átti að kaupa tæki til að mæla skordýraeitur og önnur efni í matvælum með það að markmiði að uppfylla skilyrði matvælalöggjafar ESB eins og Alþingi samþykkti í fyrravor. Friðrik segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið rétt að sækja um styrkinn. Hann segir að viðskiptalegar forsendur fyrir því að koma sér upp þeim tækjabúnaði sem átti að kaupa og starfsfólki til að nýta hann hafi ekki verið til staðar. Ætlunin var að rukka Matvælastofnun og aðra fyrir rannsóknir með nýja tækjabúnaðinum, en stofnunin ber ábyrgð á að skilyrði matvælalöggjafarinnar séu uppfyllt. Friðrik segir að of mikil óvissa hafi verið um tekjur til að hættandi væri á að kaupa tækin. Þá hafi verið líkur á að Matís þyrfti að borga tekjuskatt af styrknum. Nú er ljóst að Matvælastofnun verður að leita til rannsóknarstofa utan landsteinanna til að sinna þessum rannsóknum. Friðrik segir að pólitísk afstaða Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafi ráðið miklu um að umsóknin hafi verið dregin til baka. Hann segir Jón ekki hafa gert neitt til að hafa sjálfur áhrif á ákvörðun stjórnarinnar, en horfa verði til þess að Jón fari með hlut ríkisins í Matís og því skipti hans afstaða miklu. „Það er alltaf þannig í stórum álitamálum að menn verða að leggja eyrun við jörðina og hlusta eftir því hvort starfsemin sé í samræmi við það sem eigandinn reiknar með,“ segir Friðrik. „Það þurfti ekki sérstaka tilskipun [...] við þurftum bara að horfa á pólitískar aðstæður.“ brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Óvissa um viðskiptalegar forsendur og pólitísk afstaða sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra varð til þess að stjórn Matvælarannsókna Íslands (Matís) ákvað síðastliðinn föstudag að hætta við að sækja um 300 milljóna króna styrk til Evrópusambandsins (ESB). „Þetta er ákveðin krísa sem við lentum í,“ segir Friðrik Friðriksson, stjórnarformaður Matís, sem er opinbert hlutafélag. Hann segir forstjóra fyrirtækisins hafa ákveðið að sækja um styrkinn án þess að bera málið undir stjórnina. Nú hafi vinnulagi verið breytt þannig að bera þurfi svo risavaxnar styrkumsóknir undir stjórnina. Um svokallaðan IPA-styrk er að ræða, en þeir standa til boða þjóðum sem eiga í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Fyrir styrkinn átti að kaupa tæki til að mæla skordýraeitur og önnur efni í matvælum með það að markmiði að uppfylla skilyrði matvælalöggjafar ESB eins og Alþingi samþykkti í fyrravor. Friðrik segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið rétt að sækja um styrkinn. Hann segir að viðskiptalegar forsendur fyrir því að koma sér upp þeim tækjabúnaði sem átti að kaupa og starfsfólki til að nýta hann hafi ekki verið til staðar. Ætlunin var að rukka Matvælastofnun og aðra fyrir rannsóknir með nýja tækjabúnaðinum, en stofnunin ber ábyrgð á að skilyrði matvælalöggjafarinnar séu uppfyllt. Friðrik segir að of mikil óvissa hafi verið um tekjur til að hættandi væri á að kaupa tækin. Þá hafi verið líkur á að Matís þyrfti að borga tekjuskatt af styrknum. Nú er ljóst að Matvælastofnun verður að leita til rannsóknarstofa utan landsteinanna til að sinna þessum rannsóknum. Friðrik segir að pólitísk afstaða Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafi ráðið miklu um að umsóknin hafi verið dregin til baka. Hann segir Jón ekki hafa gert neitt til að hafa sjálfur áhrif á ákvörðun stjórnarinnar, en horfa verði til þess að Jón fari með hlut ríkisins í Matís og því skipti hans afstaða miklu. „Það er alltaf þannig í stórum álitamálum að menn verða að leggja eyrun við jörðina og hlusta eftir því hvort starfsemin sé í samræmi við það sem eigandinn reiknar með,“ segir Friðrik. „Það þurfti ekki sérstaka tilskipun [...] við þurftum bara að horfa á pólitískar aðstæður.“ brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira