Leikkonan Angelina Jolie segist aldrei munu geta staðið jafnfætis móður sinni í uppeldishlutverkinu. Jolie, sem á sex börn með leikaranum Brad Pitt, var alin upp af Marcheline Bertrand sem var heimavinnandi húsmóðir og lést árið 2007.
„Ég mun aldrei verða jafn góð móðir og hún var. Ég mun reyna mitt besta, en mér mun aldrei takast það,“ sagði Jolie í samtali við 60 mínútur.
„Hún var örlát og ástrík kona og hún var betri en ég er,“ sagði leikkonan klökk.
Ekki jafn góð mamma
