Vill draga úr niðurskurði um 4 milljarða 30. nóvember 2011 05:45 ÖGMUNDUR JÓNASSON Breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar gera ráð fyrir að skorið verði minna niður, sem nemur 4,1 milljarði króna, miðað við fjárlög 2011. Tekjuáætlun frumvarpsins hefur verið lækkuð um 35 milljónir króna. Meirihlutinn leggur til að lánveitingar til hlutafélaga um vegaframkvæmdir verði lækkaðar um 1,6 milljarða króna, í ljósi nýrrar áætlunar um lánsþörf. Þá verði heimild til ríkisábyrgðar á lántökum Landsvirkjunar hækkuð um 10 milljarða. Lánin sem um ræðir verða til að mæta auknum fjárfestingum og auðvelda endurfjármögnun eldri skulda félagsins, gefist hagstæð tækifæri til þess. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar, kynnti breytingatillögurnar. Meðal einstakra breytinga sem hún tíndi til má nefna eflingu eigin fjár orkusjóðs um 100 milljónir og Byggðastofnunar um allt að 2 milljarða. Þá lækkar sparnaðarkrafa á Landspítalann um 140 milljónir. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir vinnu þingsins hafa snúist um að laga fjármálafrumvarpið frá því sem fyrst kom fram. Frumvarpið hafi batnað hvað varðar velferðarþáttinn. „Barátta og þrýstingur þeirra sem vilja standa vörð um velferðarþjónustuna hefur skilað sér inn í frumvarpið, á því liggur enginn vafi. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að það aðhald og niðurskurður sem hefur átt sér stað undanfarin ár segi til sín. Við erum hins vegar að vona að það fari að sjá til sólar að nýju." Umræður stóðu um fjárlögin fram á nótt í gær. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu ýmislegt í frumvarpinu og tíndu meðal annars til aukin útgjöld til aðstoðarmanna ráðherra og það að bæta útgjöldum við listamannalaun á meðan verið væri að loka deildum heilbrigðisstofnana.- kóp Fréttir Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Ráðherra braut ekki lög Innlent Fleiri fréttir Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Sjá meira
Breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar gera ráð fyrir að skorið verði minna niður, sem nemur 4,1 milljarði króna, miðað við fjárlög 2011. Tekjuáætlun frumvarpsins hefur verið lækkuð um 35 milljónir króna. Meirihlutinn leggur til að lánveitingar til hlutafélaga um vegaframkvæmdir verði lækkaðar um 1,6 milljarða króna, í ljósi nýrrar áætlunar um lánsþörf. Þá verði heimild til ríkisábyrgðar á lántökum Landsvirkjunar hækkuð um 10 milljarða. Lánin sem um ræðir verða til að mæta auknum fjárfestingum og auðvelda endurfjármögnun eldri skulda félagsins, gefist hagstæð tækifæri til þess. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar, kynnti breytingatillögurnar. Meðal einstakra breytinga sem hún tíndi til má nefna eflingu eigin fjár orkusjóðs um 100 milljónir og Byggðastofnunar um allt að 2 milljarða. Þá lækkar sparnaðarkrafa á Landspítalann um 140 milljónir. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir vinnu þingsins hafa snúist um að laga fjármálafrumvarpið frá því sem fyrst kom fram. Frumvarpið hafi batnað hvað varðar velferðarþáttinn. „Barátta og þrýstingur þeirra sem vilja standa vörð um velferðarþjónustuna hefur skilað sér inn í frumvarpið, á því liggur enginn vafi. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að það aðhald og niðurskurður sem hefur átt sér stað undanfarin ár segi til sín. Við erum hins vegar að vona að það fari að sjá til sólar að nýju." Umræður stóðu um fjárlögin fram á nótt í gær. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu ýmislegt í frumvarpinu og tíndu meðal annars til aukin útgjöld til aðstoðarmanna ráðherra og það að bæta útgjöldum við listamannalaun á meðan verið væri að loka deildum heilbrigðisstofnana.- kóp
Fréttir Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Ráðherra braut ekki lög Innlent Fleiri fréttir Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Sjá meira