Vill draga úr niðurskurði um 4 milljarða 30. nóvember 2011 05:45 ÖGMUNDUR JÓNASSON Breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar gera ráð fyrir að skorið verði minna niður, sem nemur 4,1 milljarði króna, miðað við fjárlög 2011. Tekjuáætlun frumvarpsins hefur verið lækkuð um 35 milljónir króna. Meirihlutinn leggur til að lánveitingar til hlutafélaga um vegaframkvæmdir verði lækkaðar um 1,6 milljarða króna, í ljósi nýrrar áætlunar um lánsþörf. Þá verði heimild til ríkisábyrgðar á lántökum Landsvirkjunar hækkuð um 10 milljarða. Lánin sem um ræðir verða til að mæta auknum fjárfestingum og auðvelda endurfjármögnun eldri skulda félagsins, gefist hagstæð tækifæri til þess. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar, kynnti breytingatillögurnar. Meðal einstakra breytinga sem hún tíndi til má nefna eflingu eigin fjár orkusjóðs um 100 milljónir og Byggðastofnunar um allt að 2 milljarða. Þá lækkar sparnaðarkrafa á Landspítalann um 140 milljónir. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir vinnu þingsins hafa snúist um að laga fjármálafrumvarpið frá því sem fyrst kom fram. Frumvarpið hafi batnað hvað varðar velferðarþáttinn. „Barátta og þrýstingur þeirra sem vilja standa vörð um velferðarþjónustuna hefur skilað sér inn í frumvarpið, á því liggur enginn vafi. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að það aðhald og niðurskurður sem hefur átt sér stað undanfarin ár segi til sín. Við erum hins vegar að vona að það fari að sjá til sólar að nýju." Umræður stóðu um fjárlögin fram á nótt í gær. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu ýmislegt í frumvarpinu og tíndu meðal annars til aukin útgjöld til aðstoðarmanna ráðherra og það að bæta útgjöldum við listamannalaun á meðan verið væri að loka deildum heilbrigðisstofnana.- kóp Fréttir Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira
Breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar gera ráð fyrir að skorið verði minna niður, sem nemur 4,1 milljarði króna, miðað við fjárlög 2011. Tekjuáætlun frumvarpsins hefur verið lækkuð um 35 milljónir króna. Meirihlutinn leggur til að lánveitingar til hlutafélaga um vegaframkvæmdir verði lækkaðar um 1,6 milljarða króna, í ljósi nýrrar áætlunar um lánsþörf. Þá verði heimild til ríkisábyrgðar á lántökum Landsvirkjunar hækkuð um 10 milljarða. Lánin sem um ræðir verða til að mæta auknum fjárfestingum og auðvelda endurfjármögnun eldri skulda félagsins, gefist hagstæð tækifæri til þess. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar, kynnti breytingatillögurnar. Meðal einstakra breytinga sem hún tíndi til má nefna eflingu eigin fjár orkusjóðs um 100 milljónir og Byggðastofnunar um allt að 2 milljarða. Þá lækkar sparnaðarkrafa á Landspítalann um 140 milljónir. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir vinnu þingsins hafa snúist um að laga fjármálafrumvarpið frá því sem fyrst kom fram. Frumvarpið hafi batnað hvað varðar velferðarþáttinn. „Barátta og þrýstingur þeirra sem vilja standa vörð um velferðarþjónustuna hefur skilað sér inn í frumvarpið, á því liggur enginn vafi. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að það aðhald og niðurskurður sem hefur átt sér stað undanfarin ár segi til sín. Við erum hins vegar að vona að það fari að sjá til sólar að nýju." Umræður stóðu um fjárlögin fram á nótt í gær. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu ýmislegt í frumvarpinu og tíndu meðal annars til aukin útgjöld til aðstoðarmanna ráðherra og það að bæta útgjöldum við listamannalaun á meðan verið væri að loka deildum heilbrigðisstofnana.- kóp
Fréttir Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira