Fá poppara til að kokka og syngja 30. nóvember 2011 13:00 Í hátíðarskapi Samstarfsfólkið á Nýlendugötu blæs til skemmtilegrar tónleikaraðar. Frá vinstri eru Ottó Magnússon, Sigga Heimis, Helga Guðrún Vilmundardóttir, Árný Þórarinsdóttir og Guðmundur Þór Gunnarsson.Fréttablaðið/Anton „Þetta verður á léttu nótunum, lifandi og skemmtilegt,“ segir Guðmundur Þór Gunnarsson, annar eigenda Forréttabarsins, sem var opnaður um miðjan október. Veitingastaðurinn deilir húsnæði með hönnunarmiðstöðinni Netagerðinni á Nýlendugötu, og eigendurnir ákváðu nýlega að taka höndum saman og blása til tónleikaraðar á aðventunni. „Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt saman fyrst við búum þarna saman en erum með svona ólíka starfsemi.“ Fyrstu tónleikarnir eru í kvöld klukkan 20.30 og mun Felix Bergsson ríða á vaðið ásamt Stefáni Magnússyni. Á hverjum miðvikudegi fram að áramótum munu svo ólíkir tónlistarmenn eiga sviðið á Forréttabarnum og leika fyrir gesti staðarins. Það verður þó ekki eina aðkoma listafólksins, sem mun einnig taka að sér að vera gestakokkar á staðnum og velja rétt dagsins. Spurður hvort hann haldi að tónlistarhæfileikarnir tryggi nokkuð góða matreiðslukunnáttu, segir hann það mega liggja á milli hluta. „En þau þurfa nú að hafa einhverja lágmarksþekkingu á matargerð. Það verður allavega ekki boðið upp á bjór og pylsur,“ segir Guðmundur sem er spenntur fyrir samstarfinu. Auk Felix munu Jón Jónsson, Sóley og Jakob Smári Magnússon með Bassajól öll koma fram í hátíðarskapi. Gengið er inn á Forréttabarinn í gegnum Netagerðina þar sem hönnuðir verslunarinnar munu hanna ný piparkökumót í tilefni aðventunnar og bjóða upp á léttar veitingar frá klukkan 19.30 í kvöld. Forréttabarinn og Netagerðin hafa svo fullan hug á að halda samstarfinu áfram eftir áramót og nú þegar eru hafnar samningaviðræður við landsþekkta tónlistarmenn fyrir dagskrána eftir áramót að sögn Guðmundar. „Ég hvet fólk til að fylgjast með okkur, þetta verður rosalega skemmtilegt.“ - bb Fréttir Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
„Þetta verður á léttu nótunum, lifandi og skemmtilegt,“ segir Guðmundur Þór Gunnarsson, annar eigenda Forréttabarsins, sem var opnaður um miðjan október. Veitingastaðurinn deilir húsnæði með hönnunarmiðstöðinni Netagerðinni á Nýlendugötu, og eigendurnir ákváðu nýlega að taka höndum saman og blása til tónleikaraðar á aðventunni. „Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt saman fyrst við búum þarna saman en erum með svona ólíka starfsemi.“ Fyrstu tónleikarnir eru í kvöld klukkan 20.30 og mun Felix Bergsson ríða á vaðið ásamt Stefáni Magnússyni. Á hverjum miðvikudegi fram að áramótum munu svo ólíkir tónlistarmenn eiga sviðið á Forréttabarnum og leika fyrir gesti staðarins. Það verður þó ekki eina aðkoma listafólksins, sem mun einnig taka að sér að vera gestakokkar á staðnum og velja rétt dagsins. Spurður hvort hann haldi að tónlistarhæfileikarnir tryggi nokkuð góða matreiðslukunnáttu, segir hann það mega liggja á milli hluta. „En þau þurfa nú að hafa einhverja lágmarksþekkingu á matargerð. Það verður allavega ekki boðið upp á bjór og pylsur,“ segir Guðmundur sem er spenntur fyrir samstarfinu. Auk Felix munu Jón Jónsson, Sóley og Jakob Smári Magnússon með Bassajól öll koma fram í hátíðarskapi. Gengið er inn á Forréttabarinn í gegnum Netagerðina þar sem hönnuðir verslunarinnar munu hanna ný piparkökumót í tilefni aðventunnar og bjóða upp á léttar veitingar frá klukkan 19.30 í kvöld. Forréttabarinn og Netagerðin hafa svo fullan hug á að halda samstarfinu áfram eftir áramót og nú þegar eru hafnar samningaviðræður við landsþekkta tónlistarmenn fyrir dagskrána eftir áramót að sögn Guðmundar. „Ég hvet fólk til að fylgjast með okkur, þetta verður rosalega skemmtilegt.“ - bb
Fréttir Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira