Dýrt og erfitt en samt frábært 30. nóvember 2011 12:15 ný stuttskífa Hljómsveitin For a Minor Reflection gaf fyrir skömmu út stuttskífuna EP.fréttablaðið/vilhelm Síðrokkbandið For a Minor Reflection gaf fyrir skömmu út stuttskífuna EP sem inniheldur fjögur lög. Af því tilefni verða útgáfutónleikar á Faktorý í kvöld þar sem We Made God og Lockerbie koma einnig fram. EP er þriðja útgáfan frá hljómsveitinni. Áður hafa komið út plöturnar Reistu þig við, sólin er komin á loft og Höldum í átt að óreiðu, sem kom út í fyrra. „Mjög mikið af þessu efni er samið þegar við erum að túra, þegar við erum að dunda okkur í tölvunni. Við ákváðum að gefa út plötu til að eiga auðveldara með að fá gigg úti. Það tók tíu daga þetta ferli og síðan fórum við beint til Kína eftir það,“ segir gítarleikarinn Kjartan Holm. Þar spilaði sveitin á tvennum tónleikum á vegum Sonicbids. For a Minor Reflection hefur verið dugleg að kynna sig erlendis á þessu ári og hefur komið fram á mörgum tónlistarhátíðum, þar á meðal South By Southwest. Einnig hefur hún ferðast til Bandaríkjanna, meginlands Evrópu og Kína, eins og áður sagði. Alls eru tónleikarnir 29 talsins á árinu. „Við tókum skemmtilega hátíð í Sziget í Búdapest sem er með flottari festivölum í Evrópu að mínu mati,“ segir hann. Aðspurður vonast hann til að geta lifað eingöngu af tónlistinni í náinni framtíð. „Þetta er bara svo dýr bissness og erfiður en frábær engu að síður.“ Næsta tónleikaferð verður farin um Evrópu í lok febrúar á næsta ári og því enn fleiri ferðalög fram undan. „Ætli við verðum bara ekki áfram í þessari rútínu sem við erum búnir að vera í,“ segir Kjartan og kvartar ekki. „Þetta venst, maður er svo ungur og hraustur.“ - fb Lífið Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Síðrokkbandið For a Minor Reflection gaf fyrir skömmu út stuttskífuna EP sem inniheldur fjögur lög. Af því tilefni verða útgáfutónleikar á Faktorý í kvöld þar sem We Made God og Lockerbie koma einnig fram. EP er þriðja útgáfan frá hljómsveitinni. Áður hafa komið út plöturnar Reistu þig við, sólin er komin á loft og Höldum í átt að óreiðu, sem kom út í fyrra. „Mjög mikið af þessu efni er samið þegar við erum að túra, þegar við erum að dunda okkur í tölvunni. Við ákváðum að gefa út plötu til að eiga auðveldara með að fá gigg úti. Það tók tíu daga þetta ferli og síðan fórum við beint til Kína eftir það,“ segir gítarleikarinn Kjartan Holm. Þar spilaði sveitin á tvennum tónleikum á vegum Sonicbids. For a Minor Reflection hefur verið dugleg að kynna sig erlendis á þessu ári og hefur komið fram á mörgum tónlistarhátíðum, þar á meðal South By Southwest. Einnig hefur hún ferðast til Bandaríkjanna, meginlands Evrópu og Kína, eins og áður sagði. Alls eru tónleikarnir 29 talsins á árinu. „Við tókum skemmtilega hátíð í Sziget í Búdapest sem er með flottari festivölum í Evrópu að mínu mati,“ segir hann. Aðspurður vonast hann til að geta lifað eingöngu af tónlistinni í náinni framtíð. „Þetta er bara svo dýr bissness og erfiður en frábær engu að síður.“ Næsta tónleikaferð verður farin um Evrópu í lok febrúar á næsta ári og því enn fleiri ferðalög fram undan. „Ætli við verðum bara ekki áfram í þessari rútínu sem við erum búnir að vera í,“ segir Kjartan og kvartar ekki. „Þetta venst, maður er svo ungur og hraustur.“ - fb
Lífið Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp