Öryggisljós á Eiðum gölluð af ásettu ráði 1. desember 2011 08:00 Unnið í Mastrinu Það er ekki heiglum hent að klífa 220 metra hátt mastrið og hanga utan á því til að gera við hin síbilandi leifturljós sem vara eiga flugmenn við mastrinu.Mynd/Páll Þórhallsson „Þegar ljósin eru biluð er þetta eins og að láta blaðaljósmyndara flassa framan í sig fjörutíu sinnum á mínútu í myrkri,“ segir Kristján Benediktsson, verkfræðingur hjá Ríkisútvarpinu, um biluð viðvörunarljós í langbylgjumastri RÚV á Eiðum. Í síðustu viku kvartaði Þórhallur Pálsson á Eiðum undan ljósagangi í mastrinu í bréfi til Ríkisútvarpsins. Styrkleiki og taktur ljósanna væri allur úr lagi genginn og ylli gríðarlegu ónæði á Héraði. Vandamálið kemur iðulega upp í 220 metra háu mastrinu. Kristján segir hvítu blikkljósin á Eiðum hafa verið sett upp að kröfu Flugmálastjórnar og vera þau einu sinnar tegundar á landinu. Ljósin séu frá fyrirtæki í Bandaríkjunum sem sé allsráðandi á markaðnum. „Það er ákveðin hönnunargalli í ljósunum og þau hafa reynst bilunargjörn. Ameríkani sem hjálpaði okkur að læra á ljósin og gera við þau sagði að fyrirtækið hefði takmarkaðan áhuga á því að búa til betri ljós því það væru svo góð viðskipti í kringum viðhaldið,“ segir Kristján. Hann kveðst ekki vita til þess að hægt sé að fá slík ljós fá öðrum. Kristján segir ljósunum ávallt komið í gott stand fyrir veturinn. Það hafi verið gert nú í lok ágúst. Hins vegar hafi slegið niður eldingu í raflínu 23. september og ljósin bilað. Veðurfarið geri ástandið verra og ljósin henti illa hér. „Það er ekki áhlaupaverk að fara upp í 220 metra hátt mastur og gera við ljósin nema það sé logn og þurrt. Þess utan eru fáir viðgerðarmenn sem kunna bæði á rafmagn og rafeindabúnað og eru óhræddir að klifra og hanga utan á mastrinu. En við munum gera okkar ítrasta til að gera við núverandi bilun og vinna að varanlegum úrbótum,“ segir Kristján. Þórhallur Pálsson spyr hvað flugmálayfirvöldum þyki ásættanlegt ástand: „Eru það óstöðug blikkandi ljós sem eru síbilandi, eða einhver önnur lausn?“ Þá bendir Þórhallur á langbylgjusendi á Gufuskálum á Snæfellsnesi. „Það mastur er, eftir því sem ég best veit, næstum tvöfalt hærra en Eiðamastrið. Samt eru þar bara rauð ljós.“ Kristján segir bandaríska framleiðandann nú loks vera að koma með áreiðanlegri ljós. „En þegar ég ætlaði að fara að panta sögðu þeir nei; ljósin eru bara fyrir 60 rið og 110 volt en ekki 220 volt eins og á Íslandi,“ segir verkfræðingur Ríkisútvarpsins, sem enn kveðst leita lausna á málinu. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
„Þegar ljósin eru biluð er þetta eins og að láta blaðaljósmyndara flassa framan í sig fjörutíu sinnum á mínútu í myrkri,“ segir Kristján Benediktsson, verkfræðingur hjá Ríkisútvarpinu, um biluð viðvörunarljós í langbylgjumastri RÚV á Eiðum. Í síðustu viku kvartaði Þórhallur Pálsson á Eiðum undan ljósagangi í mastrinu í bréfi til Ríkisútvarpsins. Styrkleiki og taktur ljósanna væri allur úr lagi genginn og ylli gríðarlegu ónæði á Héraði. Vandamálið kemur iðulega upp í 220 metra háu mastrinu. Kristján segir hvítu blikkljósin á Eiðum hafa verið sett upp að kröfu Flugmálastjórnar og vera þau einu sinnar tegundar á landinu. Ljósin séu frá fyrirtæki í Bandaríkjunum sem sé allsráðandi á markaðnum. „Það er ákveðin hönnunargalli í ljósunum og þau hafa reynst bilunargjörn. Ameríkani sem hjálpaði okkur að læra á ljósin og gera við þau sagði að fyrirtækið hefði takmarkaðan áhuga á því að búa til betri ljós því það væru svo góð viðskipti í kringum viðhaldið,“ segir Kristján. Hann kveðst ekki vita til þess að hægt sé að fá slík ljós fá öðrum. Kristján segir ljósunum ávallt komið í gott stand fyrir veturinn. Það hafi verið gert nú í lok ágúst. Hins vegar hafi slegið niður eldingu í raflínu 23. september og ljósin bilað. Veðurfarið geri ástandið verra og ljósin henti illa hér. „Það er ekki áhlaupaverk að fara upp í 220 metra hátt mastur og gera við ljósin nema það sé logn og þurrt. Þess utan eru fáir viðgerðarmenn sem kunna bæði á rafmagn og rafeindabúnað og eru óhræddir að klifra og hanga utan á mastrinu. En við munum gera okkar ítrasta til að gera við núverandi bilun og vinna að varanlegum úrbótum,“ segir Kristján. Þórhallur Pálsson spyr hvað flugmálayfirvöldum þyki ásættanlegt ástand: „Eru það óstöðug blikkandi ljós sem eru síbilandi, eða einhver önnur lausn?“ Þá bendir Þórhallur á langbylgjusendi á Gufuskálum á Snæfellsnesi. „Það mastur er, eftir því sem ég best veit, næstum tvöfalt hærra en Eiðamastrið. Samt eru þar bara rauð ljós.“ Kristján segir bandaríska framleiðandann nú loks vera að koma með áreiðanlegri ljós. „En þegar ég ætlaði að fara að panta sögðu þeir nei; ljósin eru bara fyrir 60 rið og 110 volt en ekki 220 volt eins og á Íslandi,“ segir verkfræðingur Ríkisútvarpsins, sem enn kveðst leita lausna á málinu. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira