Ást við fyrstu sýn hjá ritstjóra 5. desember 2011 21:00 Ragnheiður rekur sitt eigið fyrirtæki, Umemi og segir Íslendinga eiga glæsilegan hóp vöruhönnuða. Fréttablaðið/Valli „Jú, þetta er frábær auglýsing," segir vöruhönnuðurinn Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir. Fyrir helgi birtist umfjöllun um Not Knot-púða Ragnheiðar á einu af vinsælustu hönnunarbloggum Bandaríkjanna, Design Milk, en daglega sjá á bilinu hálf milljón til tveggja milljóna lesenda efnið sem birtist á síðunni. Það var sjálfur ritstjóri síðunnar sem skrifaði um púðana og sagði það hafa verið ást við fyrstu sýn þegar hún rak aukun í þá. Púðana gerir Ragnheiður úr íslensku einbandi.Skátahnútar voru innblástur Ragnheiðar við hönnun Not Knot-púðanna.„Ég hafði verið að hekla fígúrur með langar lappir og datt í hug að hekla langar lengjur og gera eitthvað úr þeim. Ég endaði með að hnýta þær og fannst útkoman skemmtileg. Ég var í skátunum sem barn og heillaðist alltaf að mismunandi hnútum þannig að mér fannst það spennandi verkefni að rannsaka þetta frekar." Þetta er ekki fyrsta sinn sem hönnun Ragnheiðar hefur vakið aðdáun utan landsteinanna. „Ég hef verið mjög heppin síðan ég byrjaði að hanna og fengið umfjöllun um allan heim, meðal annars í Rússlandi, Kína og Taiwan. Þessir blaðamenn hafa haft samband við mig að fyrra bragði og mér finnst stundum ótrúlegt hvernig þeir fóru að því að finna mig." Öll athygli erlendis frá er af hinu góða að sögn Ragnheiðar, því draumurinn er að koma vörunum á erlendan markað. „Það er eiginlega það eina sem kemur til greina hjá mér núna og næsta ár fer í að koma vörunum mínum í búðir erlendis ásamt því að koma með nýjar vörur." -bb Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Jú, þetta er frábær auglýsing," segir vöruhönnuðurinn Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir. Fyrir helgi birtist umfjöllun um Not Knot-púða Ragnheiðar á einu af vinsælustu hönnunarbloggum Bandaríkjanna, Design Milk, en daglega sjá á bilinu hálf milljón til tveggja milljóna lesenda efnið sem birtist á síðunni. Það var sjálfur ritstjóri síðunnar sem skrifaði um púðana og sagði það hafa verið ást við fyrstu sýn þegar hún rak aukun í þá. Púðana gerir Ragnheiður úr íslensku einbandi.Skátahnútar voru innblástur Ragnheiðar við hönnun Not Knot-púðanna.„Ég hafði verið að hekla fígúrur með langar lappir og datt í hug að hekla langar lengjur og gera eitthvað úr þeim. Ég endaði með að hnýta þær og fannst útkoman skemmtileg. Ég var í skátunum sem barn og heillaðist alltaf að mismunandi hnútum þannig að mér fannst það spennandi verkefni að rannsaka þetta frekar." Þetta er ekki fyrsta sinn sem hönnun Ragnheiðar hefur vakið aðdáun utan landsteinanna. „Ég hef verið mjög heppin síðan ég byrjaði að hanna og fengið umfjöllun um allan heim, meðal annars í Rússlandi, Kína og Taiwan. Þessir blaðamenn hafa haft samband við mig að fyrra bragði og mér finnst stundum ótrúlegt hvernig þeir fóru að því að finna mig." Öll athygli erlendis frá er af hinu góða að sögn Ragnheiðar, því draumurinn er að koma vörunum á erlendan markað. „Það er eiginlega það eina sem kemur til greina hjá mér núna og næsta ár fer í að koma vörunum mínum í búðir erlendis ásamt því að koma með nýjar vörur." -bb
Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira