Íslenskt eitur: Já takk! Sif Sigmarsdóttir skrifar 9. desember 2011 06:00 Flestir þekkja tilfinninguna. Hjartað tekur á rás; maginn fer í hnút; lófarnir verða þvalir. Líkamleg viðbrögð við að vera tekinn í óæðri endann sem neytandi eru voldug. Hvort sem orsökin er léleg þjónusta á kaffihúsi eða vonbrigði með vöru leiðir sært stoltið og léttleiki pyngjunnar gjarnan til innblásinna áforma um að ná fram réttlæti. Númeri Neytendasamtakanna er flett upp í símaskránni. Í huganum er Dr. Gunna skrifað rismikið bréf til birtingar á Okursíðu hans. En svo grípur hversdagurinn í taumana. Það þarf að fara út með ruslið. Elda kvöldmatinn. Kíkja á netið til að tékka á hvort Jón Bjarnason sé enn þá ráðherra. Einlægur ásetningur verður að engu. Á þeim upplausnartímum sem nú ríkja bítast ólíkir hópar um auðævi íslensks samfélags sem liggja sem hráviði í rústum spilaborgar sem hrundi. Gamlir kvótakarlar keppast við að halda í gull sjávar meðan landsbyggðarmafían heimtar það í byggðastefnu. Landbúnaðar-lobbíistar standa fastan vörð um tollamúrana um einokunarverslun sína og hagsmunahópar á borð við Stef sjá til þess að ekki einn einasti hlutur sem fræðilega er hægt að nota til að dilla sér við sé seldur án þess að vera fyrst smurður gjöldum samtökunum til handa. Það eru allir að ota sínum tota, koma ár sinni sem best fyrir borð á hinu Nýja Íslandi. Nema einn hópur. Fjölda síns vegna ættu neytendur að vera háværasti þrýstihópurinn. Hagsmunir neytenda virðast hins vegar ávallt láta í minnipokann fyrir sérhagsmunum. Í síðustu viku bárust fréttir af því að Matís hefði hætt við að sækja um 300 milljóna króna styrk til að mæla eiturefni í matvælum því einhverjum líkaði ekki að styrkurinn kæmi frá Evrópusambandinu. Í fréttum af málinu kom enn fremur fram að hingað til hafi Ísland verið með undanþágu frá EES-reglum um mælingar á um þrjú hundruð eiturefnum. Sem neytanda kom mér aðeins eitt orð í huga: Ha? Íslenskir neytendur búa við háa tolla, skert vöruúrval og bágan skilarétt. Merkingum á matvælum er jafnframt ábótavant; gildistöku reglugerðar um merkingar á erfðabreyttum matvælum var t.a.m. frestað nýverið. Við neytendur hljótum þó að draga línuna við að eitrað sé fyrir okkur. Árið 2011 hófst á að í ljós kom að sorpbrennslustöðin Funi á Ísafirði olli því að þrávirk eiturefni komust í mjólk kúabús í nágrenninu, einmitt í boði séríslenskrar undanþágu frá EES-samþykkt. Því lýkur á sömu nótum. Hvernig væri að gera 2012 að ári neytandans? Látum í okkur heyra, krefjumst þess að við hættum að svindla á okkur sjálfum með undanþágum og sendum Dr. Gunna oftar póst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Flestir þekkja tilfinninguna. Hjartað tekur á rás; maginn fer í hnút; lófarnir verða þvalir. Líkamleg viðbrögð við að vera tekinn í óæðri endann sem neytandi eru voldug. Hvort sem orsökin er léleg þjónusta á kaffihúsi eða vonbrigði með vöru leiðir sært stoltið og léttleiki pyngjunnar gjarnan til innblásinna áforma um að ná fram réttlæti. Númeri Neytendasamtakanna er flett upp í símaskránni. Í huganum er Dr. Gunna skrifað rismikið bréf til birtingar á Okursíðu hans. En svo grípur hversdagurinn í taumana. Það þarf að fara út með ruslið. Elda kvöldmatinn. Kíkja á netið til að tékka á hvort Jón Bjarnason sé enn þá ráðherra. Einlægur ásetningur verður að engu. Á þeim upplausnartímum sem nú ríkja bítast ólíkir hópar um auðævi íslensks samfélags sem liggja sem hráviði í rústum spilaborgar sem hrundi. Gamlir kvótakarlar keppast við að halda í gull sjávar meðan landsbyggðarmafían heimtar það í byggðastefnu. Landbúnaðar-lobbíistar standa fastan vörð um tollamúrana um einokunarverslun sína og hagsmunahópar á borð við Stef sjá til þess að ekki einn einasti hlutur sem fræðilega er hægt að nota til að dilla sér við sé seldur án þess að vera fyrst smurður gjöldum samtökunum til handa. Það eru allir að ota sínum tota, koma ár sinni sem best fyrir borð á hinu Nýja Íslandi. Nema einn hópur. Fjölda síns vegna ættu neytendur að vera háværasti þrýstihópurinn. Hagsmunir neytenda virðast hins vegar ávallt láta í minnipokann fyrir sérhagsmunum. Í síðustu viku bárust fréttir af því að Matís hefði hætt við að sækja um 300 milljóna króna styrk til að mæla eiturefni í matvælum því einhverjum líkaði ekki að styrkurinn kæmi frá Evrópusambandinu. Í fréttum af málinu kom enn fremur fram að hingað til hafi Ísland verið með undanþágu frá EES-reglum um mælingar á um þrjú hundruð eiturefnum. Sem neytanda kom mér aðeins eitt orð í huga: Ha? Íslenskir neytendur búa við háa tolla, skert vöruúrval og bágan skilarétt. Merkingum á matvælum er jafnframt ábótavant; gildistöku reglugerðar um merkingar á erfðabreyttum matvælum var t.a.m. frestað nýverið. Við neytendur hljótum þó að draga línuna við að eitrað sé fyrir okkur. Árið 2011 hófst á að í ljós kom að sorpbrennslustöðin Funi á Ísafirði olli því að þrávirk eiturefni komust í mjólk kúabús í nágrenninu, einmitt í boði séríslenskrar undanþágu frá EES-samþykkt. Því lýkur á sömu nótum. Hvernig væri að gera 2012 að ári neytandans? Látum í okkur heyra, krefjumst þess að við hættum að svindla á okkur sjálfum með undanþágum og sendum Dr. Gunna oftar póst.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun