Turin Brakes til Íslands 14. desember 2011 09:00 Í uppáhaldi Turin Brakes er uppáhaldshljómsveit tónleikahaldarans Valþórs Sverrissonar. Breska hljómsveitin Turin Brakes naut talsverðra vinsælda upp úr aldamótum, og hefur stöðugt sent frá sér tónlist síðan þá. Hljómsveitin er á leiðinni til Íslands í janúar og kemur fram í Fríkirkjunni. „Þeir eru mjög spenntir fyrir ferðinni til Íslands.“ segir Valþór Örn Sverrisson tónleikahaldari, vefstjóri og starfsmaður Nova. Valþór og bræður hans, Sverrir Birgir og Pétur Rúnar, flytja inn bresku hljómsveitina Turin Brakes á næsta ári. Hljómsveitin kemur fram í Fríkirkjunni 20. janúar, en upphitun verður í höndum Jóns Jónssonar og hljómsveitar. Stjarna Turin Brakes reis hátt upp úr aldamótum. Hljómsveitin var tilnefnd til hinna virtu Mercury-verðlauna árið 2001 fyrir fyrstu breiðskífuna sína, The Optimist LP. Eftir fylgdu plöturnar Ether Song og Jackinabox sem nutu talsverðra vinsælda. Minna hefur farið fyrir hljómsveitinni síðustu ár þótt hún hafi aldrei lagt árar í bát. Spurður hvernig honum datt í hug að flytja inn Turin Brakes segir Valþór svarið einfalt: „Þetta er uppáhaldsbandið mitt. Ég hlusta á þá á hverju kvöldi,“ segir hann. Síðasta breiðskífa Turin Brakes, Outbursts, kom út á síðasta ári og hlaut góðar viðtökur gagnrýnenda. Skoska tónlistartímaritið Clash gaf henni til að mynda fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Hljómsveitin sendi frá sér stuttskífu í ár sem innihélt tökulög ásamt einu nýju lagi. Valþór segir hljómsveitina flytja blöndu af nýju efni og gömlu á tónleikum. Hann er spenntur fyrir því að eyða helgi með uppáhaldshljómsveitinni sinni í janúar. „Við ætlum í Bláa lónið og út að borða á Panorama,“ segir hann. „Ég bauð þeim lúxusferð.“ Miðasala hefst í versluninni Noland í Kringlunni á föstudag. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook. atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Sjá meira
Breska hljómsveitin Turin Brakes naut talsverðra vinsælda upp úr aldamótum, og hefur stöðugt sent frá sér tónlist síðan þá. Hljómsveitin er á leiðinni til Íslands í janúar og kemur fram í Fríkirkjunni. „Þeir eru mjög spenntir fyrir ferðinni til Íslands.“ segir Valþór Örn Sverrisson tónleikahaldari, vefstjóri og starfsmaður Nova. Valþór og bræður hans, Sverrir Birgir og Pétur Rúnar, flytja inn bresku hljómsveitina Turin Brakes á næsta ári. Hljómsveitin kemur fram í Fríkirkjunni 20. janúar, en upphitun verður í höndum Jóns Jónssonar og hljómsveitar. Stjarna Turin Brakes reis hátt upp úr aldamótum. Hljómsveitin var tilnefnd til hinna virtu Mercury-verðlauna árið 2001 fyrir fyrstu breiðskífuna sína, The Optimist LP. Eftir fylgdu plöturnar Ether Song og Jackinabox sem nutu talsverðra vinsælda. Minna hefur farið fyrir hljómsveitinni síðustu ár þótt hún hafi aldrei lagt árar í bát. Spurður hvernig honum datt í hug að flytja inn Turin Brakes segir Valþór svarið einfalt: „Þetta er uppáhaldsbandið mitt. Ég hlusta á þá á hverju kvöldi,“ segir hann. Síðasta breiðskífa Turin Brakes, Outbursts, kom út á síðasta ári og hlaut góðar viðtökur gagnrýnenda. Skoska tónlistartímaritið Clash gaf henni til að mynda fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Hljómsveitin sendi frá sér stuttskífu í ár sem innihélt tökulög ásamt einu nýju lagi. Valþór segir hljómsveitina flytja blöndu af nýju efni og gömlu á tónleikum. Hann er spenntur fyrir því að eyða helgi með uppáhaldshljómsveitinni sinni í janúar. „Við ætlum í Bláa lónið og út að borða á Panorama,“ segir hann. „Ég bauð þeim lúxusferð.“ Miðasala hefst í versluninni Noland í Kringlunni á föstudag. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook. atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið