Annað sjónarhorn Trausti Júlíusson skrifar 14. desember 2011 06:00 Tónlist. Aðför að lögum. Megas og strengir Aðför að lögum hefur að geyma tólf Megasarlög í nýjum útsetningum eftir Þórð Magnússon, son Megasar. Eins og nafn flytjanda á plötuumslaginu gefur til kynna eru þetta útsetningar fyrir strengjasveit sem er skipuð tveimur fiðluleikurum, víóluleikara, sellóleikara og kontrabassaleikara. Allt topp hljóðfæraleikarar. Þegar þessi dagskrá var frumflutt í Háskólabíói á Listahátíð í Reykjavík í maí 2010 varð ég fyrir smá vonbrigðum. Útsetningarnar gripu mig ekki sérstaklega við fyrstu hlustun og mér fannst Megas á köflum hikandi og óöruggur í söngnum. Mig grunaði samt að þetta væri efni sem gæti komið vel út á plötu. Og það gekk eftir. Lögin á Aðför eru bæði af gömlum og nýrri Megasarplötum. Útsetningarnar eru mjög ólíkar frumútgáfunum, sem er auðvitað mikill kostur ef menn eru á annað borð að gefa gömul lög út á nýjan leik. Með strengjasveit má bæði framkalla drunga og dramatík og léttleika, og fegurð og útsetningar Þórðar gera þetta allt, þó að það fari kannski minnst fyrir léttleikanum. Það er helst í Tveimur stjörnum og Jólanáttburði. Útsetningarnar eru margar mjög flottar. Í uppáhaldi hjá mér eru Silfurskotturnar hafa sungið fyrir mig, Nóttin hefur níðst á mér, Heill, Tvær stjörnur og Gamli sorrí Gráni, sem er gjörbreytt. Á heildina litið er þetta flott plata með allt öðruvísi útsetningum af gömlum lögum. Þær koma ekki í staðinn fyrir upprunalegu útsetningarnar og spurningin er ekki hvort þær eru betri eða verri. Þetta er einfaldlega ný nálgun, annað sjónarhorn. Niðurstaða: Gömul Megasarlög í gjörbreyttum útgáfum. Lífið Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Fleiri fréttir Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist. Aðför að lögum. Megas og strengir Aðför að lögum hefur að geyma tólf Megasarlög í nýjum útsetningum eftir Þórð Magnússon, son Megasar. Eins og nafn flytjanda á plötuumslaginu gefur til kynna eru þetta útsetningar fyrir strengjasveit sem er skipuð tveimur fiðluleikurum, víóluleikara, sellóleikara og kontrabassaleikara. Allt topp hljóðfæraleikarar. Þegar þessi dagskrá var frumflutt í Háskólabíói á Listahátíð í Reykjavík í maí 2010 varð ég fyrir smá vonbrigðum. Útsetningarnar gripu mig ekki sérstaklega við fyrstu hlustun og mér fannst Megas á köflum hikandi og óöruggur í söngnum. Mig grunaði samt að þetta væri efni sem gæti komið vel út á plötu. Og það gekk eftir. Lögin á Aðför eru bæði af gömlum og nýrri Megasarplötum. Útsetningarnar eru mjög ólíkar frumútgáfunum, sem er auðvitað mikill kostur ef menn eru á annað borð að gefa gömul lög út á nýjan leik. Með strengjasveit má bæði framkalla drunga og dramatík og léttleika, og fegurð og útsetningar Þórðar gera þetta allt, þó að það fari kannski minnst fyrir léttleikanum. Það er helst í Tveimur stjörnum og Jólanáttburði. Útsetningarnar eru margar mjög flottar. Í uppáhaldi hjá mér eru Silfurskotturnar hafa sungið fyrir mig, Nóttin hefur níðst á mér, Heill, Tvær stjörnur og Gamli sorrí Gráni, sem er gjörbreytt. Á heildina litið er þetta flott plata með allt öðruvísi útsetningum af gömlum lögum. Þær koma ekki í staðinn fyrir upprunalegu útsetningarnar og spurningin er ekki hvort þær eru betri eða verri. Þetta er einfaldlega ný nálgun, annað sjónarhorn. Niðurstaða: Gömul Megasarlög í gjörbreyttum útgáfum.
Lífið Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Fleiri fréttir Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira