Traust í húfi Ólafur Stephensen skrifar 15. desember 2011 07:00 Fréttablaðið hefur sagt frá því að grunur leiki á að starfsmenn tveggja símafyrirtækja, Vodafone og Símans, hafi lekið upplýsingum um símahleranir lögreglunnar til manna sem voru grunaðir um afbrot og sættu slíkum hlerunum. Um var að ræða rannsóknir sérstaks saksóknara á meintum brotum tengdum bankahruninu. Símahleranir lögreglunnar hafa verið talsvert til umræðu að undanförnu og aðallega af tvennum orsökum, annars vegar vegna gagnrýni á að þetta úrræði sé ofnotað og hins vegar vegna þess að ekkert ytra eftirlit er haft með framkvæmd símafyrirtækjanna á tæknilegum þætti hlerananna, þ.e. að tengja lögregluna við símanúmerin sem á að hlusta. Fréttablaðið sagði í síðasta mánuði frá því að grunur léki á að starfsmaður Símans hefði notað aðstöðu sína til að hlera síma fyrrverandi maka síns og það mál hefði verið kært til Póst- og fjarskiptastofnunar. Fyrirtækið vísaði grunsemdunum á bug með þeim rökum að slíkt væri ekki tæknilega framkvæmanlegt en tók undir að meira eftirlit væri æskilegt. Þetta nýja mál snýr að seinna áhyggjuefninu. Grunur leikur á að annars vegar hafi upplýsingar lekið frá Vodafone til eins hinna grunuðu í Milestone-málinu og hins vegar að hátt settur starfsmaður í Skipta-samstæðunni, sem er eigandi Símans, hafi sagt grunuðum manni í máli sem tengdist öðru fyrirtæki að verið væri að hlusta á síma hans. Málin komu upp árin 2009 og 2010 og hafa verið til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir að embætti sérstaks saksóknara kærði þau. Þegar Fréttablaðið fjallaði um símahleranir í síðasta mánuði var leitað eftir upplýsingum hjá öllum símafyrirtækjunum um framkvæmd hlerana. Svörin voru á einn veg. Að fengnum dómsúrskurði um að símahlerun sé heimil fari beiðni lögreglunnar um að tiltekin númer séu hleruð inn á lokað vefsvæði. Að því hafi eingöngu lítill hópur tæknimanna aðgang. Stjórnendur símafyrirtækjanna séu ekki í þeim hópi og viti ekki einu sinni hverjir séu í honum. Tæknimennirnir séu bundnir strangri trúnaðarskyldu. Ef grunur saksóknara og lögreglu er réttur hafa ekki aðeins eldveggirnir innan símafyrirtækjanna rofnað og vitneskja um hleranir borizt út fyrir hópinn, heldur hefur sá trúnaður sem allir starfsmenn fjarskiptafyrirtækja eru bundnir líka verið rofinn og upplýsingar borizt út úr fyrirtækjunum. Það er ekki aðeins vandamál vegna þess að það hafi hugsanlega torveldað lögreglurannsókn, heldur einnig og ekki síður vegna þess að hinn almenni símnotandi getur þá ekki treyst því að símafyrirtækin og starfsmenn þeirra fari að reglum um þagnarskyldu og fjarskiptaleynd. Ef menn brjóta reglur í einu tilviki, hvernig á þá að vera hægt að treysta því að þeir virði þær í öðru? Það þarf að komast til botns í þessu máli og upplýsa nákvæmlega hvað gerðist. Málið gefur þar að auki endurnýjað tilefni til að bæta eftirlitið með framkvæmd símafyrirtækjanna á hlerunum. Þau hljóta sjálf að sækjast eftir slíku, því að þeirra eigin traust og trúverðugleiki er í húfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun
Fréttablaðið hefur sagt frá því að grunur leiki á að starfsmenn tveggja símafyrirtækja, Vodafone og Símans, hafi lekið upplýsingum um símahleranir lögreglunnar til manna sem voru grunaðir um afbrot og sættu slíkum hlerunum. Um var að ræða rannsóknir sérstaks saksóknara á meintum brotum tengdum bankahruninu. Símahleranir lögreglunnar hafa verið talsvert til umræðu að undanförnu og aðallega af tvennum orsökum, annars vegar vegna gagnrýni á að þetta úrræði sé ofnotað og hins vegar vegna þess að ekkert ytra eftirlit er haft með framkvæmd símafyrirtækjanna á tæknilegum þætti hlerananna, þ.e. að tengja lögregluna við símanúmerin sem á að hlusta. Fréttablaðið sagði í síðasta mánuði frá því að grunur léki á að starfsmaður Símans hefði notað aðstöðu sína til að hlera síma fyrrverandi maka síns og það mál hefði verið kært til Póst- og fjarskiptastofnunar. Fyrirtækið vísaði grunsemdunum á bug með þeim rökum að slíkt væri ekki tæknilega framkvæmanlegt en tók undir að meira eftirlit væri æskilegt. Þetta nýja mál snýr að seinna áhyggjuefninu. Grunur leikur á að annars vegar hafi upplýsingar lekið frá Vodafone til eins hinna grunuðu í Milestone-málinu og hins vegar að hátt settur starfsmaður í Skipta-samstæðunni, sem er eigandi Símans, hafi sagt grunuðum manni í máli sem tengdist öðru fyrirtæki að verið væri að hlusta á síma hans. Málin komu upp árin 2009 og 2010 og hafa verið til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir að embætti sérstaks saksóknara kærði þau. Þegar Fréttablaðið fjallaði um símahleranir í síðasta mánuði var leitað eftir upplýsingum hjá öllum símafyrirtækjunum um framkvæmd hlerana. Svörin voru á einn veg. Að fengnum dómsúrskurði um að símahlerun sé heimil fari beiðni lögreglunnar um að tiltekin númer séu hleruð inn á lokað vefsvæði. Að því hafi eingöngu lítill hópur tæknimanna aðgang. Stjórnendur símafyrirtækjanna séu ekki í þeim hópi og viti ekki einu sinni hverjir séu í honum. Tæknimennirnir séu bundnir strangri trúnaðarskyldu. Ef grunur saksóknara og lögreglu er réttur hafa ekki aðeins eldveggirnir innan símafyrirtækjanna rofnað og vitneskja um hleranir borizt út fyrir hópinn, heldur hefur sá trúnaður sem allir starfsmenn fjarskiptafyrirtækja eru bundnir líka verið rofinn og upplýsingar borizt út úr fyrirtækjunum. Það er ekki aðeins vandamál vegna þess að það hafi hugsanlega torveldað lögreglurannsókn, heldur einnig og ekki síður vegna þess að hinn almenni símnotandi getur þá ekki treyst því að símafyrirtækin og starfsmenn þeirra fari að reglum um þagnarskyldu og fjarskiptaleynd. Ef menn brjóta reglur í einu tilviki, hvernig á þá að vera hægt að treysta því að þeir virði þær í öðru? Það þarf að komast til botns í þessu máli og upplýsa nákvæmlega hvað gerðist. Málið gefur þar að auki endurnýjað tilefni til að bæta eftirlitið með framkvæmd símafyrirtækjanna á hlerunum. Þau hljóta sjálf að sækjast eftir slíku, því að þeirra eigin traust og trúverðugleiki er í húfi.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun