Leita stuðnings við afturköllun ákæru 16. desember 2011 07:00 ákærður Líkur eru á því að þingsálykturnartillaga verði lögð fram í dag um að afturkalla ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. fréttablaðið/valli Unnið er að því að afla stuðnings við tillögu Sjálfstæðismanna um að ákæra Alþingis á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verði dregin til baka. Vonast er til að hægt verði að leggja tillöguna fram í dag. Heimildarmenn Fréttablaðsins innan Sjálfstæðisflokksins telja sig hafa aflað nægilegs stuðnings við tillöguna. Mikil áhersla er lögð á að fá meðflutningsmenn úr öðrum flokkum, en það mundi gera tillöguna sterkari. Þingflokkur Samfylkingarinnar fundaði um málið klukkan 13 í gær og til stóð að funda aftur í gærkvöldi. Af því varð þó ekki. Oddný G. Harðardóttir, formaður þingflokksins, sagði í samtali við Vísi að enginn þingmaður flokksins yrði meðflutningsmaður að slíkri tillögu. Það fer ekki saman við orð Sigmundar Ernis Rúnarssonar sem útilokaði ekki, í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi, að hann yrði meðflutningsmaður. „Ég þarf að skoða það hvort ég verð meðflutningsmaður, ég áskil mér allan rétt til þess,“ sagði Sigmundur, en hann var á leið til landsins. Þingflokkur Vinstri grænna fundaði um málið í gærkvöldi. Þar var samþykkt að málið yrði ekki lagt fram í nafni þingflokksins. Einstaka þingmenn yrðu þó að ráða hvað þeir gerðu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kynnti Guðfríður Lilja Grétarsdóttir málið í þingflokknum og styður hún tillöguna. Ekki náðist í Guðfríði þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í gær. Líklega kemur þingsályktunartillaga um málið fram í dag. Heimildir Fréttablaðsins herma að afbrigða verði leitað til að koma málinu á dagskrá, en tvær nætur verða að líða frá útbýtingu til afgreiðslu. Sjálfstæðismenn telja að tillagan sé þess eðlis að rétt sé að taka hana strax á dagskrá. Störf saksóknara Alþingis komist í uppnám verði tillagan hangandi yfir honum. Því sé best að kjósa strax um hana. Óvíst er hvort stuðningur er við tillöguna inni á þingi. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Unnið er að því að afla stuðnings við tillögu Sjálfstæðismanna um að ákæra Alþingis á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verði dregin til baka. Vonast er til að hægt verði að leggja tillöguna fram í dag. Heimildarmenn Fréttablaðsins innan Sjálfstæðisflokksins telja sig hafa aflað nægilegs stuðnings við tillöguna. Mikil áhersla er lögð á að fá meðflutningsmenn úr öðrum flokkum, en það mundi gera tillöguna sterkari. Þingflokkur Samfylkingarinnar fundaði um málið klukkan 13 í gær og til stóð að funda aftur í gærkvöldi. Af því varð þó ekki. Oddný G. Harðardóttir, formaður þingflokksins, sagði í samtali við Vísi að enginn þingmaður flokksins yrði meðflutningsmaður að slíkri tillögu. Það fer ekki saman við orð Sigmundar Ernis Rúnarssonar sem útilokaði ekki, í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi, að hann yrði meðflutningsmaður. „Ég þarf að skoða það hvort ég verð meðflutningsmaður, ég áskil mér allan rétt til þess,“ sagði Sigmundur, en hann var á leið til landsins. Þingflokkur Vinstri grænna fundaði um málið í gærkvöldi. Þar var samþykkt að málið yrði ekki lagt fram í nafni þingflokksins. Einstaka þingmenn yrðu þó að ráða hvað þeir gerðu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kynnti Guðfríður Lilja Grétarsdóttir málið í þingflokknum og styður hún tillöguna. Ekki náðist í Guðfríði þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í gær. Líklega kemur þingsályktunartillaga um málið fram í dag. Heimildir Fréttablaðsins herma að afbrigða verði leitað til að koma málinu á dagskrá, en tvær nætur verða að líða frá útbýtingu til afgreiðslu. Sjálfstæðismenn telja að tillagan sé þess eðlis að rétt sé að taka hana strax á dagskrá. Störf saksóknara Alþingis komist í uppnám verði tillagan hangandi yfir honum. Því sé best að kjósa strax um hana. Óvíst er hvort stuðningur er við tillöguna inni á þingi. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira