Boðið að sýna á New York Fashion Week 20. desember 2011 11:30 Árið hefur verið gott fyrir Halldóru sem byrjar feril sinn af fullum krafti. „Jú, þetta var hálf ótrúlegt allt saman," segir Halldóra Eydís Jónsdóttir skóhönnuður, sem er nýkomin heim frá New York þar sem hún sýndi sína fyrstu skólínu á skósýningu The Fashion Footwear Association of New York, líkt og Fréttablaðið greindi frá á dögunum. Hönnun Halldóru vakti mikla athygli og hún er kampakát með viðbrögðin. „Fólk var mjög hrifið af básnum okkar. Það er ekki auðvelt að vera eitt af nýju merkjunum þarna, en ég skar mig úr og sumir göptu af undrun þegar þeir sáu hráefnið í skónum." Hönnun Halldóru, sem útskrifaðist úr skóhönnun fyrir einungis ári, vakti það mikla lukku að gylliboðin hafa streymt til hennar eftir sýninguna. „Mér hefur meðal annars verið boðið að sækja um að vera ein af hönnuðunum sem sýna á næstu Kvikmyndahátíð í Cannes og að vera ein af 25 sjálfstæðum skóhönnuðum sem sýna á New York Fashion Week á næsta ári. Það er mjög dýrt að taka þátt í svona sýningum þannig að ég á eftir að leggjast yfir þetta." Viðbrögðin hafa ekki einungis verið góð ytra, því hér heima er skósending Halldóru sem kemur til landsins rétt fyrir jólin nánast upppöntuð. „Það er auðvitað frábært, sérstaklega þar sem það varð mikil seinkun á sendingunni," segir Halldóra sem á von á annarri sendingu eftir jól og mun selja þau pör á heimasíðu sinni og í nokkrum verslunum. Hugur hennar dvelur hins vegar þessa dagana við næstu vetrarlínu, sem hún segir nærri tilbúna. „Ég er með prufur í framleiðslu núna á Ítalíu og í Portúgal. Ég stefni auðvitað á að toppa sjálfa mig og vonast til að sýna hluta af þessari línu á Íslandi í mars eða apríl á næsta ári." - bb Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Fleiri fréttir Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
„Jú, þetta var hálf ótrúlegt allt saman," segir Halldóra Eydís Jónsdóttir skóhönnuður, sem er nýkomin heim frá New York þar sem hún sýndi sína fyrstu skólínu á skósýningu The Fashion Footwear Association of New York, líkt og Fréttablaðið greindi frá á dögunum. Hönnun Halldóru vakti mikla athygli og hún er kampakát með viðbrögðin. „Fólk var mjög hrifið af básnum okkar. Það er ekki auðvelt að vera eitt af nýju merkjunum þarna, en ég skar mig úr og sumir göptu af undrun þegar þeir sáu hráefnið í skónum." Hönnun Halldóru, sem útskrifaðist úr skóhönnun fyrir einungis ári, vakti það mikla lukku að gylliboðin hafa streymt til hennar eftir sýninguna. „Mér hefur meðal annars verið boðið að sækja um að vera ein af hönnuðunum sem sýna á næstu Kvikmyndahátíð í Cannes og að vera ein af 25 sjálfstæðum skóhönnuðum sem sýna á New York Fashion Week á næsta ári. Það er mjög dýrt að taka þátt í svona sýningum þannig að ég á eftir að leggjast yfir þetta." Viðbrögðin hafa ekki einungis verið góð ytra, því hér heima er skósending Halldóru sem kemur til landsins rétt fyrir jólin nánast upppöntuð. „Það er auðvitað frábært, sérstaklega þar sem það varð mikil seinkun á sendingunni," segir Halldóra sem á von á annarri sendingu eftir jól og mun selja þau pör á heimasíðu sinni og í nokkrum verslunum. Hugur hennar dvelur hins vegar þessa dagana við næstu vetrarlínu, sem hún segir nærri tilbúna. „Ég er með prufur í framleiðslu núna á Ítalíu og í Portúgal. Ég stefni auðvitað á að toppa sjálfa mig og vonast til að sýna hluta af þessari línu á Íslandi í mars eða apríl á næsta ári." - bb
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Fleiri fréttir Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira