Spilling og græðgi Þórður Snær júlíusson skrifar 22. desember 2011 11:00 Björn Jón Bragason skrifaði nýverið grein um einkavæðingu Búnaðarbankans í tímaritið Sögu. Þar rekur hann gamalkunnan sannleik um þá fordæmalausu spillingu sem fylgdi þeim gjörningi af nokkurri dýpt. Tvennt í grein Björns vekur mikla athygli: samantekt hans á því hvað hinir ýmsu menn sem tengdust S-hópnum högnuðust gríðarlega í kjölfar einkavæðingarinnar og fullyrðingar um að sameining bankans og Kaupþings hafi verið skipulögð nokkrum mánuðum áður en ríkið seldi hlut sinn. Í grein Björns er sagt frá þeim ummælum Páls Magnússonar, sem var aðstoðarmaður bankamálaráðherra, að Þorsteinn Már Baldvinsson, einn bjóðenda, væri „orðinn nógu ríkur" og fengi því ekki að kaupa bankann. Ýmsir aðrir menn, með mikil tengsl við Framsóknarflokkinn, voru hins vegar ekki orðnir nógu ríkir. Sérstaklega ekki þeir sem voru í hinum svokallaða S-hópi, en að honum stóðu eignarhaldsfélögin Samvinnutryggingar, Egla, Ker og VÍS. Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga var félag utan um eigur tryggingataka sem hópur framsóknarmanna tók að sér að nýta í eigin viðskiptapólitík. Félagið var keyrt í gegnum nauðasamninga eftir bankahrun eftir að hafa tapað öllum peningum tryggingatakanna, að mestu í viðskiptasnúningum með Kaupþingi. Kjalar, félag Ólafs Ólafssonar, eignaðist á endanum Eglu og Ker. Björn rekur í grein sinni að Kjalar hafi átt eignir upp á 3,2 milljarða króna í árslok 2003, en 85 milljarða króna tveimur árum síðar. Finnur Ingólfsson varð forstjóri VÍS nokkrum mánuðum fyrir einkavæðingu Búnaðarbankans. Stuttu áður hafði VÍS verið keypt af fjölskyldufélagi Halldórs Ásgrímssonar og Kaupfélagi Skagfirðinga, sem hefur rík tengsl við Framsóknarflokkinn. Seljandinn var ríkisbanki. Þau viðskipti skiluðu milljarða króna hagnaði á endanum. Í grein Björns segir að „fram að einkavæðingu Búnaðarbankans hafði Finnur Ingólfsson ekki komið nærri íslensku viðskiptalífi að neinu marki, en hann hafði gegnt stöðu þingmanns og ráðherra árum saman […] Finnur keypti fjórum sinnum hluti í Kaupþingi frá 20. ágúst 2003 fram til 3. ágúst 2004 […]. Samtals keypti hann hluti að nafnvirði 3.783.000, en það voru um 800 milljónir króna að raunvirði á þeim tíma. Ekki liggur fyrir hvernig hann fjármagnaði þessi kaup". Björn segir líka frá því að svo virðist sem sameining Kaupþings við Búnaðarbankann hafi verið „hönnuð" á leynifundum mörgum mánuðum áður en einkavæðingin gekk í gegn. Þá fundi sátu, að sögn Björns, Finnur Ingólfsson, Sigurður Einarsson og Ólafur Ólafsson. Landsbankastjórinn fyrrverandi, Sigurjón Þ. Árnason, sagði við rannsóknarnefnd Alþingis að við sameininguna hefðu Kaupþingsmenn fengið það sem þeir þurftu; „lánshæfismat og viðskiptabankagrunn á Íslandi." Afleiðingin er öllum kunn: sameinaður banki orsakaði fimmta stærsta gjaldþrot heims og grunur er um umfangsmestu markaðsmisnotkun sem átt hefur sér stað. Það er í tísku í dag að segja fólki að hætta að horfa í baksýnisspegilinn og horfa frekar fram á veginn. Það er hins vegar erfitt þegar útsýnið út um framrúðuna sýnir sömu einstaklingana og stóðu að rót vandans áhyggjulausa á fleygiferð inn í framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Jón Bragason skrifaði nýverið grein um einkavæðingu Búnaðarbankans í tímaritið Sögu. Þar rekur hann gamalkunnan sannleik um þá fordæmalausu spillingu sem fylgdi þeim gjörningi af nokkurri dýpt. Tvennt í grein Björns vekur mikla athygli: samantekt hans á því hvað hinir ýmsu menn sem tengdust S-hópnum högnuðust gríðarlega í kjölfar einkavæðingarinnar og fullyrðingar um að sameining bankans og Kaupþings hafi verið skipulögð nokkrum mánuðum áður en ríkið seldi hlut sinn. Í grein Björns er sagt frá þeim ummælum Páls Magnússonar, sem var aðstoðarmaður bankamálaráðherra, að Þorsteinn Már Baldvinsson, einn bjóðenda, væri „orðinn nógu ríkur" og fengi því ekki að kaupa bankann. Ýmsir aðrir menn, með mikil tengsl við Framsóknarflokkinn, voru hins vegar ekki orðnir nógu ríkir. Sérstaklega ekki þeir sem voru í hinum svokallaða S-hópi, en að honum stóðu eignarhaldsfélögin Samvinnutryggingar, Egla, Ker og VÍS. Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga var félag utan um eigur tryggingataka sem hópur framsóknarmanna tók að sér að nýta í eigin viðskiptapólitík. Félagið var keyrt í gegnum nauðasamninga eftir bankahrun eftir að hafa tapað öllum peningum tryggingatakanna, að mestu í viðskiptasnúningum með Kaupþingi. Kjalar, félag Ólafs Ólafssonar, eignaðist á endanum Eglu og Ker. Björn rekur í grein sinni að Kjalar hafi átt eignir upp á 3,2 milljarða króna í árslok 2003, en 85 milljarða króna tveimur árum síðar. Finnur Ingólfsson varð forstjóri VÍS nokkrum mánuðum fyrir einkavæðingu Búnaðarbankans. Stuttu áður hafði VÍS verið keypt af fjölskyldufélagi Halldórs Ásgrímssonar og Kaupfélagi Skagfirðinga, sem hefur rík tengsl við Framsóknarflokkinn. Seljandinn var ríkisbanki. Þau viðskipti skiluðu milljarða króna hagnaði á endanum. Í grein Björns segir að „fram að einkavæðingu Búnaðarbankans hafði Finnur Ingólfsson ekki komið nærri íslensku viðskiptalífi að neinu marki, en hann hafði gegnt stöðu þingmanns og ráðherra árum saman […] Finnur keypti fjórum sinnum hluti í Kaupþingi frá 20. ágúst 2003 fram til 3. ágúst 2004 […]. Samtals keypti hann hluti að nafnvirði 3.783.000, en það voru um 800 milljónir króna að raunvirði á þeim tíma. Ekki liggur fyrir hvernig hann fjármagnaði þessi kaup". Björn segir líka frá því að svo virðist sem sameining Kaupþings við Búnaðarbankann hafi verið „hönnuð" á leynifundum mörgum mánuðum áður en einkavæðingin gekk í gegn. Þá fundi sátu, að sögn Björns, Finnur Ingólfsson, Sigurður Einarsson og Ólafur Ólafsson. Landsbankastjórinn fyrrverandi, Sigurjón Þ. Árnason, sagði við rannsóknarnefnd Alþingis að við sameininguna hefðu Kaupþingsmenn fengið það sem þeir þurftu; „lánshæfismat og viðskiptabankagrunn á Íslandi." Afleiðingin er öllum kunn: sameinaður banki orsakaði fimmta stærsta gjaldþrot heims og grunur er um umfangsmestu markaðsmisnotkun sem átt hefur sér stað. Það er í tísku í dag að segja fólki að hætta að horfa í baksýnisspegilinn og horfa frekar fram á veginn. Það er hins vegar erfitt þegar útsýnið út um framrúðuna sýnir sömu einstaklingana og stóðu að rót vandans áhyggjulausa á fleygiferð inn í framtíðina.
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun