Jólasaga sem virkar Sigurður Árni Þórðarson skrifar 22. desember 2011 06:00 Hver bekkurinn á fætur öðrum gekk frá Melaskóla yfir í Neskirkju á mánudaginn var. Yngstu börnin settust á fremstu bekkina í kirkjunni. Stærri börnin voru í miðjunni og efstu bekkingarnir sátu aftast. Allir gátu því séð. Svo komu mörg leikskólabörn líka og fengu heiðurssæti svo þau gætu notið sem best. Hvað var í uppsiglingu? Af hverju þessi spennti skari og brosandi foreldrar og ástvinir? Melaskóli pantar aðstöðu í kirkjunni á hverju ári til að sýna helgileik barna í fjórða bekk. Allir bekkir í þeim árgangi, þrír þetta árið, æfa og sýna jólasöguna. Alltaf hlakka ég til því Melaskólafólkið hefur metnað og dug. Æfingarnar skiluðu eðlilegu flæði og fumlausum sýningum. Allir kunnu sína rullu og söngva. Hljóðneminn gekk á milli og framsögnin var skýr. Hirðarnir komu fyrstir og síðan englahópur. Æfingarnar tókust svo vel að það var sem fagurvængjaðir Melaskólaenglarnir flygju. Bumban á Maríu stóð út í loftið og draumamaðurinn Jósep var mannalegur þegar þau gengu inn kirkjuganginn. Parið stoppaði við myndarlega jötu nærri altarinu. Fæðingin gekk svo hratt fyrir sig og sársaukalaust að það var sem kraftaverk. Ljúflegir vitringar færðu stórgjafir. Og einn leikskólakúturinn var viss um að barnið sem fæddist hefði verið strákur. Það erflott hjá Melaskóla að vilja almennilega umgjörð um helgileik sinn. Skólinn vill í kirkju! Hátt í átta hundruð manns komu þennan dag. Pabbar, mömmur, forráðafólk, afar og ömmur gátu komið vegna þess að plássið er nóg. Þegar leikurinn hófst kom í ljós að þetta var græjaður ástvinahópur. Tugir myndavéla og síma birtust, blossuðu og mynduðu undrið í kirkjunni. Þúsundir sem hafa alist upp í vesturbæ Reykjavíkur hafa leikið þennan helgileik. Þau hafa lært að koma fram, unnið innri sigra, sungið söngvana, íklæðst búningunum, upplifað stemminguna, lært leikögun og mælt fram leiktextann. Þau hafa lært að skilja djúpt, að jól kalla á að við helgum líf okkar því sem máli skiptir. Sumt verður maður að skilja með öðru en heilanum. Í sögunni Litli prinsinn segir refurinn: „Hér er leyndarmálið. Það er mjög einfalt: maður sér ekki vel nema með hjartanu. Það mikilvægasta er ósýnilegt augunum." Fjórðu bekkingarnir túlkuðu helgisöguna svo vel að við gátum skilið með hjartanu – að þetta er frumsaga, sem tjáir baráttu og þrá fólks á öllum öldum, en líka að himinn kyssir heim. Þá verða gleðileg jól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun
Hver bekkurinn á fætur öðrum gekk frá Melaskóla yfir í Neskirkju á mánudaginn var. Yngstu börnin settust á fremstu bekkina í kirkjunni. Stærri börnin voru í miðjunni og efstu bekkingarnir sátu aftast. Allir gátu því séð. Svo komu mörg leikskólabörn líka og fengu heiðurssæti svo þau gætu notið sem best. Hvað var í uppsiglingu? Af hverju þessi spennti skari og brosandi foreldrar og ástvinir? Melaskóli pantar aðstöðu í kirkjunni á hverju ári til að sýna helgileik barna í fjórða bekk. Allir bekkir í þeim árgangi, þrír þetta árið, æfa og sýna jólasöguna. Alltaf hlakka ég til því Melaskólafólkið hefur metnað og dug. Æfingarnar skiluðu eðlilegu flæði og fumlausum sýningum. Allir kunnu sína rullu og söngva. Hljóðneminn gekk á milli og framsögnin var skýr. Hirðarnir komu fyrstir og síðan englahópur. Æfingarnar tókust svo vel að það var sem fagurvængjaðir Melaskólaenglarnir flygju. Bumban á Maríu stóð út í loftið og draumamaðurinn Jósep var mannalegur þegar þau gengu inn kirkjuganginn. Parið stoppaði við myndarlega jötu nærri altarinu. Fæðingin gekk svo hratt fyrir sig og sársaukalaust að það var sem kraftaverk. Ljúflegir vitringar færðu stórgjafir. Og einn leikskólakúturinn var viss um að barnið sem fæddist hefði verið strákur. Það erflott hjá Melaskóla að vilja almennilega umgjörð um helgileik sinn. Skólinn vill í kirkju! Hátt í átta hundruð manns komu þennan dag. Pabbar, mömmur, forráðafólk, afar og ömmur gátu komið vegna þess að plássið er nóg. Þegar leikurinn hófst kom í ljós að þetta var græjaður ástvinahópur. Tugir myndavéla og síma birtust, blossuðu og mynduðu undrið í kirkjunni. Þúsundir sem hafa alist upp í vesturbæ Reykjavíkur hafa leikið þennan helgileik. Þau hafa lært að koma fram, unnið innri sigra, sungið söngvana, íklæðst búningunum, upplifað stemminguna, lært leikögun og mælt fram leiktextann. Þau hafa lært að skilja djúpt, að jól kalla á að við helgum líf okkar því sem máli skiptir. Sumt verður maður að skilja með öðru en heilanum. Í sögunni Litli prinsinn segir refurinn: „Hér er leyndarmálið. Það er mjög einfalt: maður sér ekki vel nema með hjartanu. Það mikilvægasta er ósýnilegt augunum." Fjórðu bekkingarnir túlkuðu helgisöguna svo vel að við gátum skilið með hjartanu – að þetta er frumsaga, sem tjáir baráttu og þrá fólks á öllum öldum, en líka að himinn kyssir heim. Þá verða gleðileg jól.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun