Gaskútar geta valdið slysahættu í frosti 28. desember 2011 06:00 Gaskútur Mikilvægt er að breiða yfir gaskúta sem geymdir eru utandyra í frostinu. Annars er hætta á að vatn smjúgi inn í þrýstiminnkarann í gaskútnum og frjósi, sem getur eyðilagt þrýstiminnkarann.Fréttablaðið/Pjetur „Ég skrúfa frá gasinu og þá skyndilega leggur eldsúlu upp úr gashellunni sem læsist í gluggatjöldin fyrir ofan. Ég heyri konuna mína strax æpa og skrúfa þá fyrir þar sem ég átta mig á því sem er að gerast. Þetta slapp því í rauninni mjög vel en ég rétt ímynda mér hvað hefði gerst ef ég hefði verið einn þarna og ekki áttað mig. Þá hefði þessi timburbústaður bara fuðrað upp," segir Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur, en það lá við stórslysi þegar gashella í sumarbústað fjölskyldu hans var nýverið næstum búin að kveikja í bústaðnum. Þá segist Hrafnkell hafa heyrt svipaðar sögur frá fólki í kringum sig í kjölfar slyssins. Gashellan í sumarbústaðnum er tengd lögn sem liggur út úr bústaðnum og í gaskút sem er geymdur fyrir utan. Svo virðist sem vatn hafi komist inn í þrýstiminnkarann á gaskútnum, frosið og skemmt þrýstiminnkarann með þeim afleiðingum að gasflæði úr kútnum var mun meira en öruggt getur talist. Kjartan S. Guðjónsson, starfsmaður Olís, þekkir vel til gaskúta- og grilla. Hann segir sjaldgæft að þrýstiminnkarar skemmist með þessum afleiðingum en brýnir þó fyrir fólki að verja gaskúta sem eru geymdir utandyra fyrir því að vatn komist inn í þrýstiminnkara. „Það sem er líklegast að hafi gerst þarna er að gaskúturinn hafi verið geymdur úti óvarinn, án yfirbreiðslu. Þá hefur rignt og snjóað á kútinn, vatn farið inn í þrýstiminnkarann og frosið inni í honum. Frostið hefur síðan valdið skemmdum," segir Kjartan og heldur áfram: „Það er hins vegar mjög sjaldgæft að þrýstiminnkarar bili á þennan hátt; yfirleitt bila þeir þannig að það kemur einfaldlega ekkert út úr gaskútnum." Kjartan segir að slysahætta sé þó meiri þegar gaskútar séu geymdir utandyra fyrir notkun í heimahúsi. Það sé mjög varasamt og ennþá varasamara en ef um grill utandyra væri að ræða. Þá bendir hann á að frostskemmdir valdi því að skipta þurfi um þrýstiminnkara. Skynsamlegra sé að verja einfaldlega gaskútana og þurfa þá ekki að skipta og eiga ekki á hætta að lenda í slysum. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
„Ég skrúfa frá gasinu og þá skyndilega leggur eldsúlu upp úr gashellunni sem læsist í gluggatjöldin fyrir ofan. Ég heyri konuna mína strax æpa og skrúfa þá fyrir þar sem ég átta mig á því sem er að gerast. Þetta slapp því í rauninni mjög vel en ég rétt ímynda mér hvað hefði gerst ef ég hefði verið einn þarna og ekki áttað mig. Þá hefði þessi timburbústaður bara fuðrað upp," segir Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur, en það lá við stórslysi þegar gashella í sumarbústað fjölskyldu hans var nýverið næstum búin að kveikja í bústaðnum. Þá segist Hrafnkell hafa heyrt svipaðar sögur frá fólki í kringum sig í kjölfar slyssins. Gashellan í sumarbústaðnum er tengd lögn sem liggur út úr bústaðnum og í gaskút sem er geymdur fyrir utan. Svo virðist sem vatn hafi komist inn í þrýstiminnkarann á gaskútnum, frosið og skemmt þrýstiminnkarann með þeim afleiðingum að gasflæði úr kútnum var mun meira en öruggt getur talist. Kjartan S. Guðjónsson, starfsmaður Olís, þekkir vel til gaskúta- og grilla. Hann segir sjaldgæft að þrýstiminnkarar skemmist með þessum afleiðingum en brýnir þó fyrir fólki að verja gaskúta sem eru geymdir utandyra fyrir því að vatn komist inn í þrýstiminnkara. „Það sem er líklegast að hafi gerst þarna er að gaskúturinn hafi verið geymdur úti óvarinn, án yfirbreiðslu. Þá hefur rignt og snjóað á kútinn, vatn farið inn í þrýstiminnkarann og frosið inni í honum. Frostið hefur síðan valdið skemmdum," segir Kjartan og heldur áfram: „Það er hins vegar mjög sjaldgæft að þrýstiminnkarar bili á þennan hátt; yfirleitt bila þeir þannig að það kemur einfaldlega ekkert út úr gaskútnum." Kjartan segir að slysahætta sé þó meiri þegar gaskútar séu geymdir utandyra fyrir notkun í heimahúsi. Það sé mjög varasamt og ennþá varasamara en ef um grill utandyra væri að ræða. Þá bendir hann á að frostskemmdir valdi því að skipta þurfi um þrýstiminnkara. Skynsamlegra sé að verja einfaldlega gaskútana og þurfa þá ekki að skipta og eiga ekki á hætta að lenda í slysum. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira