Suðurstrandarvegur ruddur tvisvar í viku 29. desember 2011 03:30 Suðurstrandarvegur Í desember þurftu björgunarsveitir að aðstoða fólk vegna snjóþyngsla á veginum, en ekki var reiknað með að ófærð yrði vandamál vegna legu vegarins.fréttablaðið/stefán Nýr Suðurstrandarvegur hefur í nokkur skipti verið ófær síðan hann var opnaður í haust. Að sögn Vegagerðarinnar er það að hluta til vegna þess að menn voru ekki undir það búnir að þörf væri á mikilli vetrarþjónustu. Vegurinn hefur ekki verið inni á vetrarþjónustuáætlun Vegagerðarinnar til þessa en nú hefur verið bætt þar úr. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að Suðurstrandarvegur liggi mjög lágt yfir sjó og undanfarin ár hafi heyrt til undantekninga að moka þurfi slíka vegi. Yfirstjórn Vegagerðarinnar hefur nú tekið ákvörðun um að vegurinn skuli ruddur tvisvar í viku en Vegagerðin ber kostnaðinn við vetrarþjónustu af þessu tagi. Ákvörðunin tekur strax gildi en ákvörðun um hvaða daga vikunnar það verður gert bíður þess að samráði við sveitarfélögin ljúki. Hreinn bendir á að margir vegir um allt land hafi litla eða jafnvel enga vetrarþjónustu. „Það fer aðallega eftir því hversu umferðin er mikil og svo eftir umferðaröryggi hvernig þjónustunni er háttað. Umferðin á hinum nýja Suðurstrandavegi er ennþá mjög lítil, ef litið er til margra annarra vega á Suðurlandi og annars staðar á landinu, og þjónustan tekur og mun taka mið af því." Hreinn segir að vegurinn hafi verið hreinsaður af og til að undanförnu, sennilega að jafnaði tvisvar í viku. Hreinn segir jafnframt að niðurskurður í fjárveitingum til vetrarþjónustu, og annarrar þjónustu á vegum, hafi verið verulegur á undanförnum árum; 40 prósent þegar allt er talið. „Mikið hefur verið hagrætt og endurskipulagt, en auðvitað hlýtur þetta líka að koma niður á sjálfri þjónustunni úti á vegunum. Varðandi Suðurstrandarveg segir Hreinn að ekki sé víst að þar hefði verið ákveðinn meira en tveggja daga mokstur þótt ekki hefði komið til niðurskurðar. „Vegurinn er jú ekki síst til að þjónusta ferðamannaumferðinni sem er langmest utan vetrartímans og vetrarumferð sennilega lítil og aðrir vegir í boði eins og áður, þótt vegalengdir séu meiri," segir Hreinn. Suðurstrandarvegur er 58 kílómetra langur vegur á milli Þorlákshafnar og Grindavíkur, og var opnaður fyrir umferð 29. október. Það var tíu mánuðum fyrr en áætlað var en verktakar gátu klárað framkvæmdir fyrr vegna verkefnaskorts. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Nýr Suðurstrandarvegur hefur í nokkur skipti verið ófær síðan hann var opnaður í haust. Að sögn Vegagerðarinnar er það að hluta til vegna þess að menn voru ekki undir það búnir að þörf væri á mikilli vetrarþjónustu. Vegurinn hefur ekki verið inni á vetrarþjónustuáætlun Vegagerðarinnar til þessa en nú hefur verið bætt þar úr. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að Suðurstrandarvegur liggi mjög lágt yfir sjó og undanfarin ár hafi heyrt til undantekninga að moka þurfi slíka vegi. Yfirstjórn Vegagerðarinnar hefur nú tekið ákvörðun um að vegurinn skuli ruddur tvisvar í viku en Vegagerðin ber kostnaðinn við vetrarþjónustu af þessu tagi. Ákvörðunin tekur strax gildi en ákvörðun um hvaða daga vikunnar það verður gert bíður þess að samráði við sveitarfélögin ljúki. Hreinn bendir á að margir vegir um allt land hafi litla eða jafnvel enga vetrarþjónustu. „Það fer aðallega eftir því hversu umferðin er mikil og svo eftir umferðaröryggi hvernig þjónustunni er háttað. Umferðin á hinum nýja Suðurstrandavegi er ennþá mjög lítil, ef litið er til margra annarra vega á Suðurlandi og annars staðar á landinu, og þjónustan tekur og mun taka mið af því." Hreinn segir að vegurinn hafi verið hreinsaður af og til að undanförnu, sennilega að jafnaði tvisvar í viku. Hreinn segir jafnframt að niðurskurður í fjárveitingum til vetrarþjónustu, og annarrar þjónustu á vegum, hafi verið verulegur á undanförnum árum; 40 prósent þegar allt er talið. „Mikið hefur verið hagrætt og endurskipulagt, en auðvitað hlýtur þetta líka að koma niður á sjálfri þjónustunni úti á vegunum. Varðandi Suðurstrandarveg segir Hreinn að ekki sé víst að þar hefði verið ákveðinn meira en tveggja daga mokstur þótt ekki hefði komið til niðurskurðar. „Vegurinn er jú ekki síst til að þjónusta ferðamannaumferðinni sem er langmest utan vetrartímans og vetrarumferð sennilega lítil og aðrir vegir í boði eins og áður, þótt vegalengdir séu meiri," segir Hreinn. Suðurstrandarvegur er 58 kílómetra langur vegur á milli Þorlákshafnar og Grindavíkur, og var opnaður fyrir umferð 29. október. Það var tíu mánuðum fyrr en áætlað var en verktakar gátu klárað framkvæmdir fyrr vegna verkefnaskorts. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira