Drive stendur upp úr 29. desember 2011 17:00 Best Drive eftir Nicolas Winding Refn með Ryan Gosling í aðalhlutverki er besta kvikmynd ársins að mati Empire, Total Film og Rolling Stone.F17281211 Drive Kvikmyndaspekúlantar eru farnir að gera upp árið 2011 og velja bestu myndir ársins. Drive eftir danska leikstjórann Nicholas Winding Refn virðist vera fremst meðal jafningja. Kvikmyndarýnar Empire, Total Film og Rolling Stone hafa allir sett hasarmyndina Drive í efsta sætið hjá sér yfir kvikmyndir ársins 2011. Í umsögn Total Film kemur meðal annars fram að „gagnkynhneigðir karlmenn hafi orðið hálf samkynhneigðir yfir Ryan Gosling". Honum hafi tekist að láta satínjakka og tannstöngla líta út fyrir að vera svala fylgihluti. Drive segir frá hinum nafnlausa ökumanni sem Gosling leikur. Hann sinnir áhættuakstri fyrir Hollywood-kvikmyndir á daginn en ekur flóttabifreiðum fyrir glæpamenn á kvöldin. Hann hefur mjög einfaldar lífsreglur: hann vinnur aldrei fyrir sama aðilann tvisvar og gefur ræningjunum aðeins fimm mínútur til að athafna sig. Hann vingast óvart við nágrannakonu sína og son hennar en þegar eiginmaður hennar losnar úr fangelsi fer af stað óvænt og fremur blóðdrifin atburðarás. Drive er hugarfóstur framleiðandans Marc Platt sem keypti kvikmyndaréttinn að bók James Sallis, The Driver. Platt sagði að honum fyndist aðalsögupersónan í bókinni minna sig á hetjurnar sínar úr barnæsku, þá Clint Eastwood og Steve McQueen. Platt hafði strax mjög sterka skoðun á því hver ætti að leika aðalhlutverkið, efstur á blaði hjá honum Ryan Gosling. Stjarnan fékk síðan að vera með í ráðum þegar ráðinn var leikstjóri og í huga leikarans kom aðeins einn til greina, hinn danski Nicolas Winding Refn. En kvikmynd hans, Bronson, hafði vakið mikla athygli meðal elítunnar í Hollywood. Refn var mikill aðdáandi sjónvarpsþáttanna Breaking Bad og Bryan Cranston var því einn af fyrstu leikurunum sem hann fékk um borð. Refn lýsir því síðan sem ást við fyrstu sýn þegar hann hitti Carey Mulligan. „Ég vissi strax að ég hefði fundið aðalleikkonuna okkar." Drive var ódýr í framleiðslu þrátt fyrir að hafa í fyrstu verið hugsuð sem miðasölusprengja, hún kostaði eingöngu þrettán milljónir dollara. Sökum þess hversu lítið fjármagn tökuliðið hafði á milli handanna var ákveðið að taka hana í Los Angeles og Refn valdi tökustaðina á rúntinum með Gosling. Leikstjórinn fór fram á það við aðalleikarana og handritshöfundinn Hossein Amini að þau byggju hjá honum meðan á tökunum stæði til að hægt væri að vinna í handritinu þegar stund gæfist milli stríða. Gosling lék sjálfur í mörgum af helstu ökuatriðum myndarinnar eftir að hafa farið á námskeið hjá áhættuökuþórum og nánast engum tölvutæknibrellum var beitt; Refn vildi lágmarka slíka tækni til að eyðileggja ekki áferðina. Að endingu varð mönnum ljóst að Drive var alls ekki svokallaður „blockbuster" og var því ákveðið að markaðssetja hana sem „independent". Myndin sló fyrst í gegn á Cannes-kvikmyndahátíðinni þar sem áhorfendur risu úr sætum til að hylla hana og Refn fékk Gullpálmann fyrir bestu leikstjórn. Myndin hefur að endingu orðið að költ-fyrirbæri og gert það að verkum að 2011 er ár Ryan Gosling. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Fleiri fréttir Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Sjá meira
Kvikmyndaspekúlantar eru farnir að gera upp árið 2011 og velja bestu myndir ársins. Drive eftir danska leikstjórann Nicholas Winding Refn virðist vera fremst meðal jafningja. Kvikmyndarýnar Empire, Total Film og Rolling Stone hafa allir sett hasarmyndina Drive í efsta sætið hjá sér yfir kvikmyndir ársins 2011. Í umsögn Total Film kemur meðal annars fram að „gagnkynhneigðir karlmenn hafi orðið hálf samkynhneigðir yfir Ryan Gosling". Honum hafi tekist að láta satínjakka og tannstöngla líta út fyrir að vera svala fylgihluti. Drive segir frá hinum nafnlausa ökumanni sem Gosling leikur. Hann sinnir áhættuakstri fyrir Hollywood-kvikmyndir á daginn en ekur flóttabifreiðum fyrir glæpamenn á kvöldin. Hann hefur mjög einfaldar lífsreglur: hann vinnur aldrei fyrir sama aðilann tvisvar og gefur ræningjunum aðeins fimm mínútur til að athafna sig. Hann vingast óvart við nágrannakonu sína og son hennar en þegar eiginmaður hennar losnar úr fangelsi fer af stað óvænt og fremur blóðdrifin atburðarás. Drive er hugarfóstur framleiðandans Marc Platt sem keypti kvikmyndaréttinn að bók James Sallis, The Driver. Platt sagði að honum fyndist aðalsögupersónan í bókinni minna sig á hetjurnar sínar úr barnæsku, þá Clint Eastwood og Steve McQueen. Platt hafði strax mjög sterka skoðun á því hver ætti að leika aðalhlutverkið, efstur á blaði hjá honum Ryan Gosling. Stjarnan fékk síðan að vera með í ráðum þegar ráðinn var leikstjóri og í huga leikarans kom aðeins einn til greina, hinn danski Nicolas Winding Refn. En kvikmynd hans, Bronson, hafði vakið mikla athygli meðal elítunnar í Hollywood. Refn var mikill aðdáandi sjónvarpsþáttanna Breaking Bad og Bryan Cranston var því einn af fyrstu leikurunum sem hann fékk um borð. Refn lýsir því síðan sem ást við fyrstu sýn þegar hann hitti Carey Mulligan. „Ég vissi strax að ég hefði fundið aðalleikkonuna okkar." Drive var ódýr í framleiðslu þrátt fyrir að hafa í fyrstu verið hugsuð sem miðasölusprengja, hún kostaði eingöngu þrettán milljónir dollara. Sökum þess hversu lítið fjármagn tökuliðið hafði á milli handanna var ákveðið að taka hana í Los Angeles og Refn valdi tökustaðina á rúntinum með Gosling. Leikstjórinn fór fram á það við aðalleikarana og handritshöfundinn Hossein Amini að þau byggju hjá honum meðan á tökunum stæði til að hægt væri að vinna í handritinu þegar stund gæfist milli stríða. Gosling lék sjálfur í mörgum af helstu ökuatriðum myndarinnar eftir að hafa farið á námskeið hjá áhættuökuþórum og nánast engum tölvutæknibrellum var beitt; Refn vildi lágmarka slíka tækni til að eyðileggja ekki áferðina. Að endingu varð mönnum ljóst að Drive var alls ekki svokallaður „blockbuster" og var því ákveðið að markaðssetja hana sem „independent". Myndin sló fyrst í gegn á Cannes-kvikmyndahátíðinni þar sem áhorfendur risu úr sætum til að hylla hana og Refn fékk Gullpálmann fyrir bestu leikstjórn. Myndin hefur að endingu orðið að költ-fyrirbæri og gert það að verkum að 2011 er ár Ryan Gosling. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Fleiri fréttir Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Sjá meira