Lax í jólaskapi 1. nóvember 2011 00:01 Eirnýju er jafnan að finna við borðið í versluninni Búrinu í Nóatúni í góðum félagsskap sérvalinna sælkeraosta og meðlætis af ýmsum gerðum. Eirný Sigurðardóttir, ostadrottningin í Búrinu, er þekktust fyrir sérþekkingu sína á dýrindis ostum af öllum gerðum og þjóðerni. Færri vita að Eirný er lærður matreiðslumaður frá Edinborg, þar sem hún rak veisluþjónustu og veitingastað í mörg ár áður en hún hlýddi þeirri köllun sinni að ljúka undraveröld ostanna upp fyrir Íslendingum. Hér lætur Eirný af hendi uppskrift að óhefðbundinni útgáfu af sígildum rétti, Coulibiac, sem er upprunninn í Rússlandi, var síðar ættleiddur af Frökkum og er nú í kominn í jólafötin að hætti Búrverja. Jólasalatið fer sérdeilis vel með þessum rétti en ofnbakað rótargrænmeti eða seljurótarmauk með nógu af svörtum pipar og smjöri á líka vel við. - bbCoulibiac - Lax í jólafötum 50 g smjör 1 blaðlaukur - smátt saxaður 1 rauðlaukur - smátt saxaður 1 gul paprika - smátt söxuð 1-2 hvítlauksrif 1 msk. rifinn ferskur engifer 400 g soðin hrísgrjón, til dæmis Basmati soðin með smá saffran 50 g heslihnetur - gróft saxaðar 85 g þurrkuð trönuber 2 msk. dill - smátt saxað 2 msk. fersk timjanblöð börkur og safi úr hálfri sítrónu ½ tsk. rifinn appelsínubörkur salt og pipar eftir smekk 150 g ferskur geitaostur, til dæmis Chavroux 1 pakki smjördeig 750 g lax, roðflettur, um 10 cm á breidd 2 eggHitið ofn í 190ºC. Setjið bökunarpappír í ofnskúffu. Bræðið smjör í meðalstórum potti við vægan hita. Bætið blaðlauk, rauðlauk og gulri papriku út í og hitið í fimm mínútur eða þar til grænmetið er orðið mjúkt. Bætið hvítlauk og engifer við og látið malla í eina mínútu. Takið af hitanum og setjið í stóra skál. Bætið við hrísgrjónum, heslihnetum, trönuberjum, kryddjurtum, sítrónu- og appelsínuberki og kryddið með salti og pipar eftir smekk. Látið kólna aðeins og bætið svo einu eggi saman við. Leggið smjördeigsblað á ofnskúffuna. Setjið helminginn af hrísgrjónablöndunni ofan á en skiljið eftir sentimetra bil á jöðrunum allan hringinn. Setjið fisk ofan á og smyrjið geitaosti yfir og þar ofan á afganginn af hrísgrjónunum. Penslið jaðra smjördeigsins með þeyttu eggi og leggið svo annað smjördeigsblað ofan á. Notið gaffal til að þrýsta smjördeiginu saman og búa til pakka og skerið afgangssmjördeig burt með beittum hníf. Skerið skálínur með tveggja sentimetra millibili ofan á svo gufa komist út á meðan rétturinn bakast í ofninum. Penslið smjördeigið með afganginum af egginu og bakið í 35 mínútur eða þar til rétturinn er dökkgullinn að lit og stökkur. Látið standa í fimm mínútur og berið síðan fram.Jólasalat 2 appelsínur eða mandarínur 1 granatepli 1 poki klettasalat eða blandað salat 75 g pekanhnetur 50 g macadamia eða pistasíuhnetur 2 msk. graslaukur Blandið öllu saman og setjið gjarnan nokkra bita af Brie-osti yfir til skrauts og bragðbætis.Salatsósa3 msk. ólífuolía 1 msk. hvítt balsamedik 1 tsk. Dijon-sinnep 1 msk. villiblómahunang með pistasíum úr Búrinu ¼ msk. kanill - má sleppa Blandið saman og þeytið með gaffli. Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Stílhreint og ilmandi jólaborð Jól Jólastuð í Borgarleikhúsinu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 19. desember Jól Svona gerirðu graflax Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 12. desember Jól Jóhanna Guðrún: Nauðsynlegt að baka með mömmu Jól Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin
Eirný Sigurðardóttir, ostadrottningin í Búrinu, er þekktust fyrir sérþekkingu sína á dýrindis ostum af öllum gerðum og þjóðerni. Færri vita að Eirný er lærður matreiðslumaður frá Edinborg, þar sem hún rak veisluþjónustu og veitingastað í mörg ár áður en hún hlýddi þeirri köllun sinni að ljúka undraveröld ostanna upp fyrir Íslendingum. Hér lætur Eirný af hendi uppskrift að óhefðbundinni útgáfu af sígildum rétti, Coulibiac, sem er upprunninn í Rússlandi, var síðar ættleiddur af Frökkum og er nú í kominn í jólafötin að hætti Búrverja. Jólasalatið fer sérdeilis vel með þessum rétti en ofnbakað rótargrænmeti eða seljurótarmauk með nógu af svörtum pipar og smjöri á líka vel við. - bbCoulibiac - Lax í jólafötum 50 g smjör 1 blaðlaukur - smátt saxaður 1 rauðlaukur - smátt saxaður 1 gul paprika - smátt söxuð 1-2 hvítlauksrif 1 msk. rifinn ferskur engifer 400 g soðin hrísgrjón, til dæmis Basmati soðin með smá saffran 50 g heslihnetur - gróft saxaðar 85 g þurrkuð trönuber 2 msk. dill - smátt saxað 2 msk. fersk timjanblöð börkur og safi úr hálfri sítrónu ½ tsk. rifinn appelsínubörkur salt og pipar eftir smekk 150 g ferskur geitaostur, til dæmis Chavroux 1 pakki smjördeig 750 g lax, roðflettur, um 10 cm á breidd 2 eggHitið ofn í 190ºC. Setjið bökunarpappír í ofnskúffu. Bræðið smjör í meðalstórum potti við vægan hita. Bætið blaðlauk, rauðlauk og gulri papriku út í og hitið í fimm mínútur eða þar til grænmetið er orðið mjúkt. Bætið hvítlauk og engifer við og látið malla í eina mínútu. Takið af hitanum og setjið í stóra skál. Bætið við hrísgrjónum, heslihnetum, trönuberjum, kryddjurtum, sítrónu- og appelsínuberki og kryddið með salti og pipar eftir smekk. Látið kólna aðeins og bætið svo einu eggi saman við. Leggið smjördeigsblað á ofnskúffuna. Setjið helminginn af hrísgrjónablöndunni ofan á en skiljið eftir sentimetra bil á jöðrunum allan hringinn. Setjið fisk ofan á og smyrjið geitaosti yfir og þar ofan á afganginn af hrísgrjónunum. Penslið jaðra smjördeigsins með þeyttu eggi og leggið svo annað smjördeigsblað ofan á. Notið gaffal til að þrýsta smjördeiginu saman og búa til pakka og skerið afgangssmjördeig burt með beittum hníf. Skerið skálínur með tveggja sentimetra millibili ofan á svo gufa komist út á meðan rétturinn bakast í ofninum. Penslið smjördeigið með afganginum af egginu og bakið í 35 mínútur eða þar til rétturinn er dökkgullinn að lit og stökkur. Látið standa í fimm mínútur og berið síðan fram.Jólasalat 2 appelsínur eða mandarínur 1 granatepli 1 poki klettasalat eða blandað salat 75 g pekanhnetur 50 g macadamia eða pistasíuhnetur 2 msk. graslaukur Blandið öllu saman og setjið gjarnan nokkra bita af Brie-osti yfir til skrauts og bragðbætis.Salatsósa3 msk. ólífuolía 1 msk. hvítt balsamedik 1 tsk. Dijon-sinnep 1 msk. villiblómahunang með pistasíum úr Búrinu ¼ msk. kanill - má sleppa Blandið saman og þeytið með gaffli.
Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Stílhreint og ilmandi jólaborð Jól Jólastuð í Borgarleikhúsinu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 19. desember Jól Svona gerirðu graflax Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 12. desember Jól Jóhanna Guðrún: Nauðsynlegt að baka með mömmu Jól Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin