Tiger Woods ætlar sér stóra hluti á árinu 2011 Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 27. janúar 2011 19:15 Tiger Woods er mættur á Torrey Pines og ætlar sér stóra hluti. AP Tiger Woods ætlar sér stóra hluti á árinu 2011 en árið 2010 var ekki gott ár hjá kylfingnum. Hann náði ekki að sigra á atvinnumóti í fyrsta sinn frá því hann gerðist atvinnumaður og einkalíf hans var aðalfréttaefnið þar sem upp komst um framhjáhald hans. Woods er á meðal keppenda á PGA móti sem fram fer á Torrey Pines vellinum í San Diego og hann sagði við blaðamenn í gær að tilhlökkun einkenndi upphaf keppnistímabilsins. „Ég hlakka til að komast út á völl til þess að keppa og finna fyrir spennunni sem því fylgir," sagði Woods í gær. Hann sigraði með eftirminnilegum hætti á opna bandaríska meistaramótinu árið 2008 á Torrey Pines og er þetta í fyrsta sinn sem hann keppir á þessum velli frá þeim sigri. Woods hefur ekki sigrað á golfmóti frá því hann fagnaði sigri á ástralska meistaramótinu árið 2009. „Ég hef slegið þúsundir af golfboltum á undanförnum mánuðum. Æft meira en ég gerði á árinu 2010 og ég hef aldrei púttað eins illa og á síðasta ári," sagði Woods en hann hefur breytt sveiflunni í fjórða sinn á ferlinum. Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods ætlar sér stóra hluti á árinu 2011 en árið 2010 var ekki gott ár hjá kylfingnum. Hann náði ekki að sigra á atvinnumóti í fyrsta sinn frá því hann gerðist atvinnumaður og einkalíf hans var aðalfréttaefnið þar sem upp komst um framhjáhald hans. Woods er á meðal keppenda á PGA móti sem fram fer á Torrey Pines vellinum í San Diego og hann sagði við blaðamenn í gær að tilhlökkun einkenndi upphaf keppnistímabilsins. „Ég hlakka til að komast út á völl til þess að keppa og finna fyrir spennunni sem því fylgir," sagði Woods í gær. Hann sigraði með eftirminnilegum hætti á opna bandaríska meistaramótinu árið 2008 á Torrey Pines og er þetta í fyrsta sinn sem hann keppir á þessum velli frá þeim sigri. Woods hefur ekki sigrað á golfmóti frá því hann fagnaði sigri á ástralska meistaramótinu árið 2009. „Ég hef slegið þúsundir af golfboltum á undanförnum mánuðum. Æft meira en ég gerði á árinu 2010 og ég hef aldrei púttað eins illa og á síðasta ári," sagði Woods en hann hefur breytt sveiflunni í fjórða sinn á ferlinum.
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira