Ruslaborgin Reykjavík? Marta María Friðriksdóttir skrifar 10. júní 2011 00:01 Ruslið mitt var stimplað. Einn af þessum hráslagalegu morgnum í vikunni tók ég í fyrsta sinn eftir stórum bláum einn og fimm, fimmtán, framan á ruslatunnunni minni. Aðlögunartíminn sem veittur var í maí er liðinn og sorphirða hefur breyst; fimmtán metra reglan gildir. Þegar ég settist inn í bílinn eftir að hafa losað mig við ruslapokann var mér orðið svo kalt á „sumar“morgni í Reykjavík að ég hálfvorkenndi vesalings sorphirðumönnunum sem þurfa að ganga þessa plús fimmtán metra á tíu daga fresti til að sækja ruslatunnuna mína. Ég er viss um að hver einasti sentimetri eftir fimmtán metrana hafi stuðlað að því að mér varð svona kalt. Fram að fimmtán metra mörkunum var sumar og sól. Mynd kom upp í hugann á leið minni í vinnuna eftir þessa kuldalegu plús fimmtán metra reynslu. Myndin varð til þess að mig langaði virkilega til að geta teiknað betur en ég geri. Þar sem ég get frekar teiknað myndir með stöfum og orðum ákvað ég að draga myndina upp í þessum pistli á þann hátt. Ruslaborgin Reykjavík? gæti verið yfirskrift myndarinnar. Þetta eru tvær blýantsteikningar sem sýna stöðuna fyrir og eftir þær breytingar sem samþykktar voru á sorphirðu í Reykjavík með gildistöku fimmtán metra reglunnar. Myndirnar eru teiknaðar í götunni þar sem ég bý. Ruslatunnurnar eru öðrum megin götunnar framan við húsin en hinum megin fyrir aftan þau en þar eru ræktarlegir og blómstrandi garðar með háum og gömlum trjám fyrir framan. Fyrri myndin sýnir stöðuna eins og hún var fyrir gildistöku reglunnar. Há trén blómstrandi í sumarhitanum sem ríkt hefur síðustu sumur, runnarnir væru grænir hefði myndin verið lituð en ekki teiknuð með blýanti, og sumarblómin að springa út. Ung hjón fylgjast með litlum börnum að leik í garðinum á meðan eldri hjón huga að plöntunum. Allt svo friðsælt og sumarhitinn yljar nágrönnunum. Síðari myndin er eyðileg. Í stað háu trjánna sem stóðu meðfram langri innkeyrslunni standa nú fjórar svartar ruslatunnur. Þær voru færðar í aðlögunarmánuðinum maí og útbúið var sorpgerði við gangstéttina sem öllum er sýnilegt og til lítillar prýði. Engir runnar sjást og eitt sumarblóm er á stangli. Upp götuna ganga útlendingar sem dúðaðir eru vegna kuldans. Þeim verður starsýnt á sorpgerðið. Þeir benda á ruslatunnurnar fjórar og hrista hausinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta María Friðriksdóttir Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun
Ruslið mitt var stimplað. Einn af þessum hráslagalegu morgnum í vikunni tók ég í fyrsta sinn eftir stórum bláum einn og fimm, fimmtán, framan á ruslatunnunni minni. Aðlögunartíminn sem veittur var í maí er liðinn og sorphirða hefur breyst; fimmtán metra reglan gildir. Þegar ég settist inn í bílinn eftir að hafa losað mig við ruslapokann var mér orðið svo kalt á „sumar“morgni í Reykjavík að ég hálfvorkenndi vesalings sorphirðumönnunum sem þurfa að ganga þessa plús fimmtán metra á tíu daga fresti til að sækja ruslatunnuna mína. Ég er viss um að hver einasti sentimetri eftir fimmtán metrana hafi stuðlað að því að mér varð svona kalt. Fram að fimmtán metra mörkunum var sumar og sól. Mynd kom upp í hugann á leið minni í vinnuna eftir þessa kuldalegu plús fimmtán metra reynslu. Myndin varð til þess að mig langaði virkilega til að geta teiknað betur en ég geri. Þar sem ég get frekar teiknað myndir með stöfum og orðum ákvað ég að draga myndina upp í þessum pistli á þann hátt. Ruslaborgin Reykjavík? gæti verið yfirskrift myndarinnar. Þetta eru tvær blýantsteikningar sem sýna stöðuna fyrir og eftir þær breytingar sem samþykktar voru á sorphirðu í Reykjavík með gildistöku fimmtán metra reglunnar. Myndirnar eru teiknaðar í götunni þar sem ég bý. Ruslatunnurnar eru öðrum megin götunnar framan við húsin en hinum megin fyrir aftan þau en þar eru ræktarlegir og blómstrandi garðar með háum og gömlum trjám fyrir framan. Fyrri myndin sýnir stöðuna eins og hún var fyrir gildistöku reglunnar. Há trén blómstrandi í sumarhitanum sem ríkt hefur síðustu sumur, runnarnir væru grænir hefði myndin verið lituð en ekki teiknuð með blýanti, og sumarblómin að springa út. Ung hjón fylgjast með litlum börnum að leik í garðinum á meðan eldri hjón huga að plöntunum. Allt svo friðsælt og sumarhitinn yljar nágrönnunum. Síðari myndin er eyðileg. Í stað háu trjánna sem stóðu meðfram langri innkeyrslunni standa nú fjórar svartar ruslatunnur. Þær voru færðar í aðlögunarmánuðinum maí og útbúið var sorpgerði við gangstéttina sem öllum er sýnilegt og til lítillar prýði. Engir runnar sjást og eitt sumarblóm er á stangli. Upp götuna ganga útlendingar sem dúðaðir eru vegna kuldans. Þeim verður starsýnt á sorpgerðið. Þeir benda á ruslatunnurnar fjórar og hrista hausinn.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun