Ást og englar allt um kring gun@frettabladid.is skrifar 1. nóvember 2011 00:01 Hulda og Hrafn eru samhent hjón sem búa til marga fagra hluti. Fréttablaðið/Stefán Jólaóróar úr plexigleri og aðrir úr masoníti ásamt kortum úr krossviði er meðal þess sem hjónin Hulda Sveinsdóttir og Hrafn Jónsson búa til heima hjá sér í gömlu fjósi suður í Njarðvíkum. Hönnunarfyrirtækið þeirra heitir Raven Desing. Nýjasti jólaóróinn úr smiðju Raven Design heitir því viðfelldna nafni Ást og englar og undirtitillinn er „allt um kring". Í fyrra var það Vonarstjarnan sem skein á jólatrjám og víðar þar sem henni var stillt upp. Ekki veitti af. Þau hófu gerð jólaóróa bæði úr plexigleri og masoníti árið 2005 og nú fást þeir bæði með framleiðsluártölum og án. „Þetta byrjaði allt með tækifæriskortum sem ég fór að búa til árið 1999. Svo fórum við út í að gera jólaóróa og þá fæddist jólatréð og næsta ár kom snjókarlinn," lýsir Hulda og Hrafn tekur við. „Einn vinur okkar átti laserskurðtæki og hann skar út lítil hjörtu á kortin fyrir Huldu. Fljótlega sáum við að við hefðum sjálf þörf fyrir að eignast slíkt tæki og þá fór í gang sú þróun sem er orðin að ýmiss konar framleiðslu, svo sem jólaskrauti, minjagripum og leðurskarti." Allt verður þetta fínerí til í gömlu fjósi sem þau hjón hafa breytt í heimili sitt og vinnustofu suður í Njarðvíkum. Þau selja handverk sitt víða, meðal annars í Loka, á jólamörkuðum við Elliðavatn og hjá Handverki og hönnun í Loka og á eigin heimasíðu, ravendesign.is.Óróar úr masoníti. Sá fyrsti, jólatréð, kom á markað 2004.Laufabrauðsóróarnir urðu til eftir að Hulda skar út frumkökurnar í Kristjánsbakaríi.Hamraðir óróar veita skrautlegt endurkast af jólaljósum.Vonarstjarnan er afgreidd í svartri öskju með áletrun.Vonarstjarnan er líka til rauð.Gamaldags kort úr tré sem hægt er að skrifa á með kúlupenna og henda í póst.Ást og englar, nýi óróinn á örugglega eftir að gleðja marga. Jólafréttir Mest lesið Brekkur til að renna sér í Jólin Fyrsta jólatré heimsins Jólin Kakóið lokkar fólk af stað Jól Heims um ból Jól Afar ljúffengir sprotar frá Belgíu Jól Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól Notaleg jólastund í Sviss Jól Er svo mikill krakki í mér Jólin Jólalag dagsins: Baggalútur syngur Annar í jólum Jól Hátíðarbrauð frá Ekvador Jól
Jólaóróar úr plexigleri og aðrir úr masoníti ásamt kortum úr krossviði er meðal þess sem hjónin Hulda Sveinsdóttir og Hrafn Jónsson búa til heima hjá sér í gömlu fjósi suður í Njarðvíkum. Hönnunarfyrirtækið þeirra heitir Raven Desing. Nýjasti jólaóróinn úr smiðju Raven Design heitir því viðfelldna nafni Ást og englar og undirtitillinn er „allt um kring". Í fyrra var það Vonarstjarnan sem skein á jólatrjám og víðar þar sem henni var stillt upp. Ekki veitti af. Þau hófu gerð jólaóróa bæði úr plexigleri og masoníti árið 2005 og nú fást þeir bæði með framleiðsluártölum og án. „Þetta byrjaði allt með tækifæriskortum sem ég fór að búa til árið 1999. Svo fórum við út í að gera jólaóróa og þá fæddist jólatréð og næsta ár kom snjókarlinn," lýsir Hulda og Hrafn tekur við. „Einn vinur okkar átti laserskurðtæki og hann skar út lítil hjörtu á kortin fyrir Huldu. Fljótlega sáum við að við hefðum sjálf þörf fyrir að eignast slíkt tæki og þá fór í gang sú þróun sem er orðin að ýmiss konar framleiðslu, svo sem jólaskrauti, minjagripum og leðurskarti." Allt verður þetta fínerí til í gömlu fjósi sem þau hjón hafa breytt í heimili sitt og vinnustofu suður í Njarðvíkum. Þau selja handverk sitt víða, meðal annars í Loka, á jólamörkuðum við Elliðavatn og hjá Handverki og hönnun í Loka og á eigin heimasíðu, ravendesign.is.Óróar úr masoníti. Sá fyrsti, jólatréð, kom á markað 2004.Laufabrauðsóróarnir urðu til eftir að Hulda skar út frumkökurnar í Kristjánsbakaríi.Hamraðir óróar veita skrautlegt endurkast af jólaljósum.Vonarstjarnan er afgreidd í svartri öskju með áletrun.Vonarstjarnan er líka til rauð.Gamaldags kort úr tré sem hægt er að skrifa á með kúlupenna og henda í póst.Ást og englar, nýi óróinn á örugglega eftir að gleðja marga.
Jólafréttir Mest lesið Brekkur til að renna sér í Jólin Fyrsta jólatré heimsins Jólin Kakóið lokkar fólk af stað Jól Heims um ból Jól Afar ljúffengir sprotar frá Belgíu Jól Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól Notaleg jólastund í Sviss Jól Er svo mikill krakki í mér Jólin Jólalag dagsins: Baggalútur syngur Annar í jólum Jól Hátíðarbrauð frá Ekvador Jól