Hlý föt fyrir dansara 30. janúar 2011 08:00 Fréttablaðið/Stefán Þótt flestir Íslendingar þurfi að huga að hlýjum klæðnaði yfir vetrarmánuðina er það dönsurum sérstaklega mikilvægt til að forða því að líkaminn stífni upp eins og Lára Stefánsdóttir, dansari og skólastjóri Listdansskóla Íslands, veit. „Ég þarf að klæðast mjög hlýjum fötum til að fá hita í kroppinn og finnst mikilvægt að vera í góðum ekta efnum eins og ull, sem andar en er samt hlý,“ segir Lára. Uppáhaldsflík Láru er mokkakápan sem hún klæðist en hún getur snúið henni við og þannig ýmist haft hana alveg hvíta eða látið skinnið snúa fram. „Mér finnst fötin þurfa að að vera þægileg og óþvingandi þannig að maður sé frjáls. Minn klæðnaður tekur líka mið af því að ég þarf að geta kennt í þeim og hreyft mig, auk þess sem hann þarf líka að vera fínn til að nota dagsdaglega í vinnunni. Því á ég mikið af leggings sem ég get æft í en henta líka hversdags. Annars finnst mér skemmtilegast að blanda saman nýju og gömlu.“ Lára hefur í nægu að snúast en auk þess að stýra Listdansskólanum er hún þessa dagana að æfa í Svanasöngnum sem sýndur verður 4. febrúar í Íslensku óperunni. Ljóðatónlist Franz Schuberts er þar flutt af tónlistarmönnum í samstarfi við dansara en Kennet Oberly, sem sviðsett hefur mörg sérstök verk, sviðsetur Svanasönginn fyrir dansara. juliam@frettabladid.is Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bob Weir látinn Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Þótt flestir Íslendingar þurfi að huga að hlýjum klæðnaði yfir vetrarmánuðina er það dönsurum sérstaklega mikilvægt til að forða því að líkaminn stífni upp eins og Lára Stefánsdóttir, dansari og skólastjóri Listdansskóla Íslands, veit. „Ég þarf að klæðast mjög hlýjum fötum til að fá hita í kroppinn og finnst mikilvægt að vera í góðum ekta efnum eins og ull, sem andar en er samt hlý,“ segir Lára. Uppáhaldsflík Láru er mokkakápan sem hún klæðist en hún getur snúið henni við og þannig ýmist haft hana alveg hvíta eða látið skinnið snúa fram. „Mér finnst fötin þurfa að að vera þægileg og óþvingandi þannig að maður sé frjáls. Minn klæðnaður tekur líka mið af því að ég þarf að geta kennt í þeim og hreyft mig, auk þess sem hann þarf líka að vera fínn til að nota dagsdaglega í vinnunni. Því á ég mikið af leggings sem ég get æft í en henta líka hversdags. Annars finnst mér skemmtilegast að blanda saman nýju og gömlu.“ Lára hefur í nægu að snúast en auk þess að stýra Listdansskólanum er hún þessa dagana að æfa í Svanasöngnum sem sýndur verður 4. febrúar í Íslensku óperunni. Ljóðatónlist Franz Schuberts er þar flutt af tónlistarmönnum í samstarfi við dansara en Kennet Oberly, sem sviðsett hefur mörg sérstök verk, sviðsetur Svanasönginn fyrir dansara. juliam@frettabladid.is
Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bob Weir látinn Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira