Handbolti

Dagur og Þórir bestu þjálfarar heims

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins.
Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins. Mynd/Pjetur
Ísland á bestu handboltaþjálfara heims, bæði í karla- og kvennaflokki, samkvæmt netkosningu síðunnar handball-planet.com - þá Dag Sigurðsson og Þóri Hergeirsson.

Báðir hlutu yfirburðakosningu hjá lesendum síðunnar. Dagur fékk 46,74 prósent atkvæðanna en fjórði í kjörinu varð Alfreð Gíslason með 9,69 prósent.

Þórir fékk nánast sama hlutfall atkvæða, 46,51 prósent, og meira en tvöfalt fleiri atkvæði en næsti maður í kjörinu.

Þórir gerði landslið Noregs að heimsmeisturum á HM í Brasilíu nú í síðasta mánuði en Dagur hefur náð frábærum árangri með Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni. Liðið varð í þriðja sæti deildarinnar í vor og er nú í öðru sæti auk þess sem liðið stendur vel í Meistaradeild Evrópu.

Alfreð Gíslason þjálfari Kiel sem varð í öðru sæti deildarinnar í vor og hefur unnið alla átján leiki sína til þessa á tímabilinu í Þýskalandi.

Sjá hér og hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×