Viðskipti erlent

Fulltúrar G20 ræða beiðni AGS um 600 milljarða dollara

Fulltrúar G20 landanna hittast í Mexíkó í dag en þar á að ræða beiðni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) um að auk útlánagetu sjóðsins um 600 milljarða dollara.

Sjóðurinn ræður yfir sjóðum upp á 380 milljarða dollara í augnablikinu en viðbótina á að nota til að berjast gegn skuldakreppunni á evrusvæðinu.

Sjóðurinn telur að ef útlánageta hans verði aukin í tæpa 1.000 milljarða dollara eins og til stendur muni það duga til að mæta þörfum væntanlegra lántakenda næstu tvö árin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×