Fótbolti

Ísland áfram í 104. sæti á FIFA-listanum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Íslenska landsliðið leikur næst æfingaleiki gegn Japan og Svartfjallalandi í lok febrúar.
Íslenska landsliðið leikur næst æfingaleiki gegn Japan og Svartfjallalandi í lok febrúar. nordic photos / getty images
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu stendur í stað á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag. Liðið situr sem fastast í 104. sæti listans, sæti á eftir Makedóníu og sæti á undan Mósambík. Ísland er í 43. sæti af 53 Evrópuþjóðum.

Litlar breytingar eru á listanum sem er gefinn út mánaðarlega. Lítið hefur verið um landsleiki í janúar og eru til að mynda engar breytingar á sætisröðun hjá ellefu efstu þjóðunum.

Spánverjar sitja sem fastast í efsta sæti listans með vænt forskot á Hollendinga og Þjóðverja sem koma þar á eftir. Hástökkvarar listans í þetta skiptið var landslið Líbanon sem fór úr 146. sætí í það 111.



Listann í heild sinni má skoða hér.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×