Gagnrýna MAST harðlega - áttu ekki að heimila frekari dreifingu 15. janúar 2012 18:11 Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vill ítreka í tilkynningu sem þeir sendu fjölmiðlum, að það er ekki sammála stjórnsýsluákvörðunum Matvælastofnunar eftir að það uppgötvast að Ölgerðin dreifi iðnaðarsalti í stað salts til manneldis. „Í fyrsta lagi hefði Matvælastofnun átt að vísa málinu til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þar sem Ölgerðin er með starfsleyfi hjá því og í öðru lagi er það mat Heilbrigðiseftirlitsins, að Matvælastofnun hefði ekki átt að heimila Ölgerðinni að halda áfram að selja birgðir sínar af iðnaðarsalti til notkunar við matvælaframleiðslu," segir í tilkynningunni. Ennfremur segir í tilkynningunni að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur telur rétt að gera grein fyrir aðkomu sinni að málinu. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fékk upplýsingar frá Matvælastofnun 14. nóvember 2011 um að í ljós hefði komið við eftirlit stofnunarinnar að Ölgerðin væri að dreifa iðnaðarsalti til matvælaframleiðslu. Í þessum upplýsingum kom fram að Matvælastofnun hefði tekið þá ákvörðun að heimila Ölgerðinni að selja þær saltbirgðir sem eftir voru og matvælafyrirtækjum að nota saltið gegn þeim skilyrðum að Ölgerðin myndi upplýsa þau um málið og fá samþykki þeirra fyrir áframhaldandi notkun. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur er ekki sammála þessari ákvörðun. Hægt er að lesa tilkynninguna hér fyrir neðan: Fréttatilkynning Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur Í tilefni af fréttum um notkun iðnaðarsalts í matvæli, vill Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur benda á að efnasamsetning saltsins réttlætir ekki dreifingu þess til matvælaframleiðslu eins og Ölgerðin og Matvælastofnun vilja láta í veðri vaka heldur er það framleiðsla, dreifing og geymsla saltsins sem veldur því að það er ekki notað til manneldis. Heilbrigðiseftirlitið vill einnig leiðrétta það, sem fram hefur komið í fréttum, að Heilbrigðiseftirlitið hafi neitað að gefa upp lista yfir til hverja Ölgerðin hefur dreift umræddu salti. Það er ekki rétt.Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vill ítreka, að það er ekki sammála stjórnsýsluákvörðunum Matvælastofnunar eftir að það uppgötvast að Ölgerðin dreifi iðnaðarsalti í stað salts til manneldis. Í fyrsta lagi hefði Matvælastofnun átt að vísa málinu til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þar sem Ölgerðin er með starfsleyfi hjá því og í öðru lagi er það mat Heilbrigðiseftirlitsins, að Matvælastofnun hefði ekki átt að heimila Ölgerðinni að halda áfram að selja birgðir sínar af iðnaðarsalti til notkunar við matvælaframleiðslu. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur telur rétt að gera grein fyrir aðkomu sinni að málinu. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fékk upplýsingar frá Matvælastofnun 14. nóvember 2011 um að í ljós hefði komið við eftirlit stofnunarinnar að Ölgerðin væri að dreifa iðnaðarsalti til matvælaframleiðslu. Í þessum upplýsingum kom fram að Matvælastofnun hefði tekið þá ákvörðun að heimila Ölgerðinni að selja þær saltbirgðir sem eftir voru og matvælafyrirtækjum að nota saltið gegn þeim skilyrðum að Ölgerðin myndi upplýsa þau um málið og fá samþykki þeirra fyrir áframhaldandi notkun. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur er ekki sammála þessari ákvörðun. Ölgerðin er með starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og er Ölgerðin því ekki undir eftirliti Matvælastofnunar. Í kjölfar þess að Heilbrigðiseftirlitið fékk framangreindar upplýsingar og að Matvælastofnun fer með yfirstjórn matvælaeftirlits óskaði Heilbrigðiseftirlitið eftir frekari upplýsingum um málið og rökstuðningi stofnunarinnar fyrir þessum ákvörðunum. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fundaði tvívegis með Matvælastofnun til að hvetja þá til að upplýsa um málið og gera frekari grein fyrir ákvörðunum sínum. Þá hóf Heilbrigðiseftirlit Reykjavík þegar rannsókn málsins til að kanna hverjir hefðu saltið undir höndum í Reykjavík. Í ljós kom að engar birgðir voru til af saltinu hjá matvælaframleiðendum í borginni. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fundaði um málið með fulltrúum Ölgerðarinnar sem upplýsti að ákvörðun hefði verið tekin um að hætta dreifingu á saltinu og farga því. Farið var fram á það að það yrði gert í samráði við heilbrigðiseftirlitið. Í ljós kom að Ölgerðin hafði einungis upplýst stærstu kaupendur saltsins um málið. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fór fram á að öllum kaupendum yrðu sendar upplýsingar þar sem fram kæmi að um væri að ræða að iðnaðarsalt en ekki salt sem ætlað er í matvælaframleiðslu. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur einnig óskað eftir upplýsingum um geymslu og framleiðslu saltsins. Ölgerðin upplýsti um það að hún hefði hafið dreifingu manneldissalts þegar í nóvember. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur fengið senda lista yfir dreifingu iðnaðarsaltsins annars vegar frá Matvælastofnun og hins vegar frá Ölgerðinni og er sjálfsagt mál að láta þá fylgja með þessari fréttatilkynningu. Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Tengdar fréttir Segir viðbrögð Matvælastofnunar vegna iðnaðarsalts forkastanleg "Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 14:07 Ölgerðin upplýsti heilbrigðiseftirlitið um kaupendur Ölgerðin hefur upplýst Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um kaupendur að iðnaðarsalti, sem fyrirtækið seldi til matvælaframleiðslu, þrjá mánuði aftur í tímann samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Ekki er vitað hvort neytendur verði upplýstir um það hverjir keyptu saltið. 14. janúar 2012 17:29 Matvælastofnun harmar gagnrýni vegna iðnaðarsalts Matvælastofnun (MAST) harmar harða gagnrýni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á störf Matvælastofnunarinnar eftir að í ljós kom að Ölgerðin seldi iðnaðarsalt til fyrirtækja sem notuðu það svo í matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 18:12 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vill ítreka í tilkynningu sem þeir sendu fjölmiðlum, að það er ekki sammála stjórnsýsluákvörðunum Matvælastofnunar eftir að það uppgötvast að Ölgerðin dreifi iðnaðarsalti í stað salts til manneldis. „Í fyrsta lagi hefði Matvælastofnun átt að vísa málinu til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þar sem Ölgerðin er með starfsleyfi hjá því og í öðru lagi er það mat Heilbrigðiseftirlitsins, að Matvælastofnun hefði ekki átt að heimila Ölgerðinni að halda áfram að selja birgðir sínar af iðnaðarsalti til notkunar við matvælaframleiðslu," segir í tilkynningunni. Ennfremur segir í tilkynningunni að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur telur rétt að gera grein fyrir aðkomu sinni að málinu. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fékk upplýsingar frá Matvælastofnun 14. nóvember 2011 um að í ljós hefði komið við eftirlit stofnunarinnar að Ölgerðin væri að dreifa iðnaðarsalti til matvælaframleiðslu. Í þessum upplýsingum kom fram að Matvælastofnun hefði tekið þá ákvörðun að heimila Ölgerðinni að selja þær saltbirgðir sem eftir voru og matvælafyrirtækjum að nota saltið gegn þeim skilyrðum að Ölgerðin myndi upplýsa þau um málið og fá samþykki þeirra fyrir áframhaldandi notkun. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur er ekki sammála þessari ákvörðun. Hægt er að lesa tilkynninguna hér fyrir neðan: Fréttatilkynning Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur Í tilefni af fréttum um notkun iðnaðarsalts í matvæli, vill Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur benda á að efnasamsetning saltsins réttlætir ekki dreifingu þess til matvælaframleiðslu eins og Ölgerðin og Matvælastofnun vilja láta í veðri vaka heldur er það framleiðsla, dreifing og geymsla saltsins sem veldur því að það er ekki notað til manneldis. Heilbrigðiseftirlitið vill einnig leiðrétta það, sem fram hefur komið í fréttum, að Heilbrigðiseftirlitið hafi neitað að gefa upp lista yfir til hverja Ölgerðin hefur dreift umræddu salti. Það er ekki rétt.Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vill ítreka, að það er ekki sammála stjórnsýsluákvörðunum Matvælastofnunar eftir að það uppgötvast að Ölgerðin dreifi iðnaðarsalti í stað salts til manneldis. Í fyrsta lagi hefði Matvælastofnun átt að vísa málinu til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þar sem Ölgerðin er með starfsleyfi hjá því og í öðru lagi er það mat Heilbrigðiseftirlitsins, að Matvælastofnun hefði ekki átt að heimila Ölgerðinni að halda áfram að selja birgðir sínar af iðnaðarsalti til notkunar við matvælaframleiðslu. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur telur rétt að gera grein fyrir aðkomu sinni að málinu. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fékk upplýsingar frá Matvælastofnun 14. nóvember 2011 um að í ljós hefði komið við eftirlit stofnunarinnar að Ölgerðin væri að dreifa iðnaðarsalti til matvælaframleiðslu. Í þessum upplýsingum kom fram að Matvælastofnun hefði tekið þá ákvörðun að heimila Ölgerðinni að selja þær saltbirgðir sem eftir voru og matvælafyrirtækjum að nota saltið gegn þeim skilyrðum að Ölgerðin myndi upplýsa þau um málið og fá samþykki þeirra fyrir áframhaldandi notkun. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur er ekki sammála þessari ákvörðun. Ölgerðin er með starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og er Ölgerðin því ekki undir eftirliti Matvælastofnunar. Í kjölfar þess að Heilbrigðiseftirlitið fékk framangreindar upplýsingar og að Matvælastofnun fer með yfirstjórn matvælaeftirlits óskaði Heilbrigðiseftirlitið eftir frekari upplýsingum um málið og rökstuðningi stofnunarinnar fyrir þessum ákvörðunum. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fundaði tvívegis með Matvælastofnun til að hvetja þá til að upplýsa um málið og gera frekari grein fyrir ákvörðunum sínum. Þá hóf Heilbrigðiseftirlit Reykjavík þegar rannsókn málsins til að kanna hverjir hefðu saltið undir höndum í Reykjavík. Í ljós kom að engar birgðir voru til af saltinu hjá matvælaframleiðendum í borginni. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fundaði um málið með fulltrúum Ölgerðarinnar sem upplýsti að ákvörðun hefði verið tekin um að hætta dreifingu á saltinu og farga því. Farið var fram á það að það yrði gert í samráði við heilbrigðiseftirlitið. Í ljós kom að Ölgerðin hafði einungis upplýst stærstu kaupendur saltsins um málið. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fór fram á að öllum kaupendum yrðu sendar upplýsingar þar sem fram kæmi að um væri að ræða að iðnaðarsalt en ekki salt sem ætlað er í matvælaframleiðslu. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur einnig óskað eftir upplýsingum um geymslu og framleiðslu saltsins. Ölgerðin upplýsti um það að hún hefði hafið dreifingu manneldissalts þegar í nóvember. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur fengið senda lista yfir dreifingu iðnaðarsaltsins annars vegar frá Matvælastofnun og hins vegar frá Ölgerðinni og er sjálfsagt mál að láta þá fylgja með þessari fréttatilkynningu.
Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Tengdar fréttir Segir viðbrögð Matvælastofnunar vegna iðnaðarsalts forkastanleg "Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 14:07 Ölgerðin upplýsti heilbrigðiseftirlitið um kaupendur Ölgerðin hefur upplýst Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um kaupendur að iðnaðarsalti, sem fyrirtækið seldi til matvælaframleiðslu, þrjá mánuði aftur í tímann samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Ekki er vitað hvort neytendur verði upplýstir um það hverjir keyptu saltið. 14. janúar 2012 17:29 Matvælastofnun harmar gagnrýni vegna iðnaðarsalts Matvælastofnun (MAST) harmar harða gagnrýni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á störf Matvælastofnunarinnar eftir að í ljós kom að Ölgerðin seldi iðnaðarsalt til fyrirtækja sem notuðu það svo í matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 18:12 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Segir viðbrögð Matvælastofnunar vegna iðnaðarsalts forkastanleg "Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 14:07
Ölgerðin upplýsti heilbrigðiseftirlitið um kaupendur Ölgerðin hefur upplýst Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um kaupendur að iðnaðarsalti, sem fyrirtækið seldi til matvælaframleiðslu, þrjá mánuði aftur í tímann samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Ekki er vitað hvort neytendur verði upplýstir um það hverjir keyptu saltið. 14. janúar 2012 17:29
Matvælastofnun harmar gagnrýni vegna iðnaðarsalts Matvælastofnun (MAST) harmar harða gagnrýni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á störf Matvælastofnunarinnar eftir að í ljós kom að Ölgerðin seldi iðnaðarsalt til fyrirtækja sem notuðu það svo í matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 18:12