Ölgerðin upplýsti heilbrigðiseftirlitið um kaupendur 14. janúar 2012 17:29 Ölgerðin Ölgerðin hefur upplýst Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um kaupendur að iðnaðarsalti, sem fyrirtækið seldi til matvælaframleiðslu, þrjá mánuði aftur í tímann samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Ekki er vitað hvort neytendur verði upplýstir um það hverjir keyptu saltið. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, krafðist þess í dag að neytendur yrðu upplýstir um það hvaða vörur það væru sem innihéldu saltið, sem Ölgerðin hefur selt síðastliðin þrettán ár. Á síðasta ári keyptu 91 fyrirtæki saltið af Ölgerðinni. Þar á meðal stórir matvælaframleiðendur. Samkvæmt upplýsingum sem Ölgerðin sendi á fréttastofu, er Saltið ekki hættulegt heilsu manna, enda er innihald þess í raun það sama og matvælasalts. Þetta er því fyrst og fremst spurning um vottaða staðla við framleiðsluna samkvæmt tilkynningu frá Ölgerðinni. Saltið er grófara en það sem er vottað. Í tilkynningu frá Ölgerðinni segir orðrétt: „Innihaldsmunur á þessum saltvörum er í raun enginn - og þótt tilgreint salt sé ekki stimplað sem matvælasalt þá stenst það allar alþjóðlegar viðmiðanir um innihald matvælasalts (Food grade salt level according to Codex Alimentarius Standard 150-1985)." Þess má geta að eftirlit með iðnaðarsalti er ekki það sama og með matvælasalti, eins og fram kom í frétt RÚV í gærkvöldi, þegar rætt var við Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu Ölgerðarinnar í heild sinni: Komið hefur í ljós að salt frá Akzo Nobel (áður Dansk Salt) sem Ölgerðin, og þar áður Danól og VB umboðið, hafa flutt inn í áraraðir og dreift til matvælafyrirtækja, uppfyllir ekki staðla sem krafa er gerð um til hráefnis í matvælaframleiðslu. Saltið er ekki stimplað sem matvælasalt (food grade). Saltið er ekki hættulegt heilsu manna, enda er innihald þess í raun það sama og matvælasalts. Þetta er fyrst og fremst spurning um vottaða staðla við framleiðsluna. Innihaldsmunur á þessum saltvörum er í raun enginn - og þótt tilgreint salt sé ekki stimplað sem matvælasalt þá stenst það allar alþjóðlegar viðmiðanir um innihald matvælasalts (Food grade salt level according to Codex Alimentarius Standard 150-1985). Ölgerðin hefur tekið fyrir dreifingu á þessu salti til fyrirtækja í matvælaiðnaði. Viðskiptavinum hefur verið sent bréf til að upplýsa þá um málið og til að tryggja enn frekar upplýsingagjöfina er verið að fylgja hverju bréfi eftir með símtali frá Ölgerðinni. Viðskiptavinum hefur verið boðið að skipta út sínum birgðum af salti. Staðreyndir um saltið · Saltið er ekki hættulegt heilsu manna, enda er innihald þess í raun það sama og salt sem er vottað food grade. Þetta er fyrst og fremst spurning um vottaða staðla við framleiðsluna. · Iðnaðarsaltið er frá sama framleiðanda og matvælasaltið - og framleitt með sama hætti. Saltið er unnið í Danmörku, í þar sem eingöngu er framleitt salt. · Iðnaðarsaltið er ekki eins fínkornótt og matvælasalt, en kornastærðin hefur engin áhrif á gæði eða efnainnihald. · Innihaldsmunur á þessum saltvörum er í raun enginn - og þótt tilgreint salt sé ætlað til iðnaðar þá stenst innihaldslýsing þess allar alþjóðlegar viðmiðanir um innihald matvælasalts (Food grade salt level according to Codex Alimentarius Standard 150-1985). · Munurinn á vottaðri og óvottaðri vöru er helst fólginn í eftirliti og stöðlum við framleiðslu, geymslu og flutning vörunnar. · Danski framleiðandinn ábyrgist að daglegt eftirlit sé með verksmiðjunni og saltinu til að tryggja að efnainnihald og ástand vörunnar sé alltaf í samræmi við innihaldslýsingu. · Framleiðandinn ábyrgist að verksmiðjan sé laus við alla ofnæmisvaka. · Hráefnið í saltvinnsluna og saltið sjálft á mismunandi stigum framleiðslunnar er ávallt geymd í sílóum sem eingöngu eru notaðar fyrir salt. Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Tengdar fréttir Segir viðbrögð Matvælastofnunar vegna iðnaðarsalts forkastanleg "Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 14:07 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Ölgerðin hefur upplýst Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um kaupendur að iðnaðarsalti, sem fyrirtækið seldi til matvælaframleiðslu, þrjá mánuði aftur í tímann samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Ekki er vitað hvort neytendur verði upplýstir um það hverjir keyptu saltið. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, krafðist þess í dag að neytendur yrðu upplýstir um það hvaða vörur það væru sem innihéldu saltið, sem Ölgerðin hefur selt síðastliðin þrettán ár. Á síðasta ári keyptu 91 fyrirtæki saltið af Ölgerðinni. Þar á meðal stórir matvælaframleiðendur. Samkvæmt upplýsingum sem Ölgerðin sendi á fréttastofu, er Saltið ekki hættulegt heilsu manna, enda er innihald þess í raun það sama og matvælasalts. Þetta er því fyrst og fremst spurning um vottaða staðla við framleiðsluna samkvæmt tilkynningu frá Ölgerðinni. Saltið er grófara en það sem er vottað. Í tilkynningu frá Ölgerðinni segir orðrétt: „Innihaldsmunur á þessum saltvörum er í raun enginn - og þótt tilgreint salt sé ekki stimplað sem matvælasalt þá stenst það allar alþjóðlegar viðmiðanir um innihald matvælasalts (Food grade salt level according to Codex Alimentarius Standard 150-1985)." Þess má geta að eftirlit með iðnaðarsalti er ekki það sama og með matvælasalti, eins og fram kom í frétt RÚV í gærkvöldi, þegar rætt var við Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu Ölgerðarinnar í heild sinni: Komið hefur í ljós að salt frá Akzo Nobel (áður Dansk Salt) sem Ölgerðin, og þar áður Danól og VB umboðið, hafa flutt inn í áraraðir og dreift til matvælafyrirtækja, uppfyllir ekki staðla sem krafa er gerð um til hráefnis í matvælaframleiðslu. Saltið er ekki stimplað sem matvælasalt (food grade). Saltið er ekki hættulegt heilsu manna, enda er innihald þess í raun það sama og matvælasalts. Þetta er fyrst og fremst spurning um vottaða staðla við framleiðsluna. Innihaldsmunur á þessum saltvörum er í raun enginn - og þótt tilgreint salt sé ekki stimplað sem matvælasalt þá stenst það allar alþjóðlegar viðmiðanir um innihald matvælasalts (Food grade salt level according to Codex Alimentarius Standard 150-1985). Ölgerðin hefur tekið fyrir dreifingu á þessu salti til fyrirtækja í matvælaiðnaði. Viðskiptavinum hefur verið sent bréf til að upplýsa þá um málið og til að tryggja enn frekar upplýsingagjöfina er verið að fylgja hverju bréfi eftir með símtali frá Ölgerðinni. Viðskiptavinum hefur verið boðið að skipta út sínum birgðum af salti. Staðreyndir um saltið · Saltið er ekki hættulegt heilsu manna, enda er innihald þess í raun það sama og salt sem er vottað food grade. Þetta er fyrst og fremst spurning um vottaða staðla við framleiðsluna. · Iðnaðarsaltið er frá sama framleiðanda og matvælasaltið - og framleitt með sama hætti. Saltið er unnið í Danmörku, í þar sem eingöngu er framleitt salt. · Iðnaðarsaltið er ekki eins fínkornótt og matvælasalt, en kornastærðin hefur engin áhrif á gæði eða efnainnihald. · Innihaldsmunur á þessum saltvörum er í raun enginn - og þótt tilgreint salt sé ætlað til iðnaðar þá stenst innihaldslýsing þess allar alþjóðlegar viðmiðanir um innihald matvælasalts (Food grade salt level according to Codex Alimentarius Standard 150-1985). · Munurinn á vottaðri og óvottaðri vöru er helst fólginn í eftirliti og stöðlum við framleiðslu, geymslu og flutning vörunnar. · Danski framleiðandinn ábyrgist að daglegt eftirlit sé með verksmiðjunni og saltinu til að tryggja að efnainnihald og ástand vörunnar sé alltaf í samræmi við innihaldslýsingu. · Framleiðandinn ábyrgist að verksmiðjan sé laus við alla ofnæmisvaka. · Hráefnið í saltvinnsluna og saltið sjálft á mismunandi stigum framleiðslunnar er ávallt geymd í sílóum sem eingöngu eru notaðar fyrir salt.
Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Tengdar fréttir Segir viðbrögð Matvælastofnunar vegna iðnaðarsalts forkastanleg "Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 14:07 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Segir viðbrögð Matvælastofnunar vegna iðnaðarsalts forkastanleg "Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 14:07