Viðskipti erlent

Ætla að dæla 14 milljónum tunna af olíu á dag á markaðinn

Háttsettar heimildir innan Alþjóðlegu orkumálastofnunarinnar herma að þar sé nú rætt um áætlun sem feli í sér að 14 milljónir tunna af olíu verði settar á markað daglega ef Íranir gera alvöru úr hótunum sínum um að loka Hormuz sundi.

Olía þessi myndi koma úr neyðarbirgðum vestrænna þjóða sem Orkumálastofnunin hefur umsjón með.

Frá því að hótanir Írana komu fram hefur heimsmarkaðsverð á olíu stigið verulega. Þannig var verðið á Brentolíunni rúmlega 107 dollarar á tunnuna um áramótin en er komið í 113 dollara í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×