Viðskipti erlent

Norðmenn fundu olíu sem er 40.000 milljarða virði í fyrra

Nú er ljóst að norska olíuævintýrið mun standa fram til ársins 2060. Fyrir tveimur árum voru Norðmenn hinsvegar farnir að óttast að ævintýrinu myndi ljúka á næstu árum.

Það eru fimm stórir nýir olíufundir á síðasta ári, þar af tveir í Barentshafi sem gera það að verkum að olíuvinnsla Norðmanna mun halda áfram í hálfa öld í viðbót.

Í frétt um málið á vefsíðunni e24.no kemur fram að verðmæti þeirrar olíu sem fannst í fyrra nemi vel yfir 2.000 milljörðum norskra króna eða vel yfir 40.000 milljörðum króna. Þetta jafngildir yfir milljón norskum krónum eða 20 milljónum króna á hvert heimili í Noregi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×