Viðskipti erlent

Forstjóri RBS neitaði að taka við bónusinum

Skattgreiðendur í Bretlandi eiga nú 83 prósent eignarhlut í RBS.
Skattgreiðendur í Bretlandi eiga nú 83 prósent eignarhlut í RBS.
Forstjóri breska bankans Royal Bank of Scotland (RBS), Stephen Hester, hefur ákveðið að þiggja ekki bónusgreiðslur upp eina milljón punda, eða sem jafngildir ríflega 190 milljónum króna, vegna rekstrarársins í fyrra. Breska ríkisútvarpið BBC greindi frá þessu í morgun.

Breska ríkið á nú 83% eignarhlut í RBS og því eru bónusgreiðslur til stjórnenda bankans umdeildar í Bretlandi, ekki síst eftir það sem á undan er gengið á fjármálamörkuðum.

Hester þykir hafa staðið sig vel sem stjórnandi bankans eftir að hann tók við stjórnartaumunum, sem var eftir þjóðnýtingu bankans að stærstum hluta á haustmánuðum 2008.

Hester ákvað að þiggja ekki bónusinn, sem átti að vera í formi hlutabréfa í bankanum, í ljósi þessa hversu umdeildar bónusgreiðslur til bankastjóra hafa verið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×