Paul Lawrie stimplaði sig inn með sjaldgjæfum sigri 6. febrúar 2012 14:00 Skoski kylfingurinn Paul Lawrie hefur ekki látið fara mikið fyrir sér á atvinnumótum frá því hann landaði sigri á opna breska meistaramótinu árið 1999 Getty Images / Nordic Photos Skoski kylfingurinn Paul Lawrie hefur ekki látið fara mikið fyrir sér á atvinnumótum frá því hann landaði sigri á opna breska meistaramótinu árið 1999. Hinn 43 ára gamli kylfingur sigraði á Katar meistaramótinu á Evrópumótaröðinni um helgina og með sigrinum komst Lawrie í hóp 50 efstu á heimslistanum í fyrsta sinn frá árinu 2003. Lawrie hefur hægt og bítandi lagað stöðu sína á heimslistanume en fyrir ári síðan var hann í 272. sæti heimslistans og langt frá sínu besta. Á lokahringnum sýndi Lawrie frábæra takta þar sem hann vippaði boltanum tvívegis ofaní fyrir utan flöt en hann lék á 65 höggum. Hann endaði fjórum höggum á undan Ástralanum Jason Day og Svíanum Peter Hanson. Með sigrinum tryggði Lawrie sér keppnisrétt á heimsmótinu í holukeppni sem fram fer í Arizona í Bandaríkjunum síðar í þessum mánuði. Hann verður einnig á meðal 24 kylfinga sem leika á Volvo holukeppnismótinu á Spáni í maí. Lawrie stendur vel á stigalistanum fyrir valið á Ryderliði Evrópu en hann hefur ekki verið valinn í það lið í 13 ár. EF honum tekst að vera í hópi 50 efstu á heimslistanum í sjö vikur til viðbótar þá verður hann á meðal keppenda á Mastersmótinu á Augusta en þar hefur hann ekki verið í átta ár. Aðeins voru leiknir þrír hringir en ekki fjórir á þessu móti þar sem að keppni var frestaða á föstudeginum vegna sandstorms. Golf Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Skoski kylfingurinn Paul Lawrie hefur ekki látið fara mikið fyrir sér á atvinnumótum frá því hann landaði sigri á opna breska meistaramótinu árið 1999. Hinn 43 ára gamli kylfingur sigraði á Katar meistaramótinu á Evrópumótaröðinni um helgina og með sigrinum komst Lawrie í hóp 50 efstu á heimslistanum í fyrsta sinn frá árinu 2003. Lawrie hefur hægt og bítandi lagað stöðu sína á heimslistanume en fyrir ári síðan var hann í 272. sæti heimslistans og langt frá sínu besta. Á lokahringnum sýndi Lawrie frábæra takta þar sem hann vippaði boltanum tvívegis ofaní fyrir utan flöt en hann lék á 65 höggum. Hann endaði fjórum höggum á undan Ástralanum Jason Day og Svíanum Peter Hanson. Með sigrinum tryggði Lawrie sér keppnisrétt á heimsmótinu í holukeppni sem fram fer í Arizona í Bandaríkjunum síðar í þessum mánuði. Hann verður einnig á meðal 24 kylfinga sem leika á Volvo holukeppnismótinu á Spáni í maí. Lawrie stendur vel á stigalistanum fyrir valið á Ryderliði Evrópu en hann hefur ekki verið valinn í það lið í 13 ár. EF honum tekst að vera í hópi 50 efstu á heimslistanum í sjö vikur til viðbótar þá verður hann á meðal keppenda á Mastersmótinu á Augusta en þar hefur hann ekki verið í átta ár. Aðeins voru leiknir þrír hringir en ekki fjórir á þessu móti þar sem að keppni var frestaða á föstudeginum vegna sandstorms.
Golf Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira