Viðskipti erlent

Besti dagur á markaði í marga mánuði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bandarískir fjárfestar hafa ekki upplifað betri dag í marga mánuði.
Bandarískir fjárfestar hafa ekki upplifað betri dag í marga mánuði. mynd/ afp.
Hlutabréf í Bandaríkjunum náðu methæðum í dag þegar nýjar tölur um atvinnuleysi voru birtar. Tölurnar voru miklu hagstæðari en menn áttu von á.

Við lokun markaða á Wall Street í kvöld var Dow Jones vísitalan hærri en hún hefur verið frá árinu 2008. Nasdaq hefur ekki verið hærri síðan 2000 og hækkaði um 46 stig í dag, eða 1,6%. Þá hækkaði S&P 500 um 19 stig í dag og 2,1% þegar horft er á vikuna í heild.

Atvinnuleysistölurnar sem birtar voru í dag sýna að 243 þúsund ný störf urðu til í Bandaríkjunum í janúar. Atvinnuleysið minnkaði um 8,3%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×