Fleiri útboð á döfinni Karl Lúðvíksson skrifar 1. febrúar 2012 09:39 Mynd af www.svfr.is Um helgina voru auglýst tvö útboð veiðisvæða á komandi vikum. Um er að ræða Skógá undir Eyjafjöllum og Haukadalsá í Dölum. Haukadalsá hefur verið í umsjón erlendra aðila, en svisslendingur nokkur sem hefur verið nokkuð áberandi í leigu á veiðiám hefur haldið veiðiréttinum undanfarna áratugi. Er áin auglýst frá og með árinu 2013 í fjögur ár samtals. Skógá hefur átt undir högg að sækja undanfarin tvö ár sökum eldgosa og öskufalls á Suðurlandi. Hefur lax skilað sér illa og áin verið á mörkum þess að vera veiðanleg. Óskað er tilboða í veiðiréttinn til allt að tíu ára í senn. Væntanlega er horft til þess að rækta upp ána á nýjan leik, en Skógá er háð gönguseiðasleppingum. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Ytri Rangá komin í 3000 laxa Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Veiðimenn kvarta undan litlu eftirliti við Elliðavatn Veiði Opið hús hjá SVFR annað kvöld Veiði Ytri Rangá að ná 5.000 löxum Veiði Fyrsti laxinn kominn í Laxá í Kjós Veiði Veiðisaga úr Blöndu Veiði Austurbakki Hólsár búinn að gefa sína fyrstu laxa Veiði Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Ný mynd um lífsgöngu laxa á leið í bíó Veiði
Um helgina voru auglýst tvö útboð veiðisvæða á komandi vikum. Um er að ræða Skógá undir Eyjafjöllum og Haukadalsá í Dölum. Haukadalsá hefur verið í umsjón erlendra aðila, en svisslendingur nokkur sem hefur verið nokkuð áberandi í leigu á veiðiám hefur haldið veiðiréttinum undanfarna áratugi. Er áin auglýst frá og með árinu 2013 í fjögur ár samtals. Skógá hefur átt undir högg að sækja undanfarin tvö ár sökum eldgosa og öskufalls á Suðurlandi. Hefur lax skilað sér illa og áin verið á mörkum þess að vera veiðanleg. Óskað er tilboða í veiðiréttinn til allt að tíu ára í senn. Væntanlega er horft til þess að rækta upp ána á nýjan leik, en Skógá er háð gönguseiðasleppingum. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Ytri Rangá komin í 3000 laxa Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Veiðimenn kvarta undan litlu eftirliti við Elliðavatn Veiði Opið hús hjá SVFR annað kvöld Veiði Ytri Rangá að ná 5.000 löxum Veiði Fyrsti laxinn kominn í Laxá í Kjós Veiði Veiðisaga úr Blöndu Veiði Austurbakki Hólsár búinn að gefa sína fyrstu laxa Veiði Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Ný mynd um lífsgöngu laxa á leið í bíó Veiði