Heillaðist af kríubeinum 10. febrúar 2012 16:15 Jóhanna Methúsalemsdóttir skartgripahönnuður, sem búsett er í stórborginni New York, stendur fyrir merkinu Kría Jewelry sem hefur vaxið hratt undanfarið. Jóhanna fær allan sinn innblástur úr íslenskri náttúru og er von á nýrri línu á næstunni þar sem þorskbein leika aðalhlutverkið.Hvenær og hvernig varð Kría Jewelry að veruleika? Kría fæddist árið 2007, sama ár og dóttir mín Lóla Salvör en það má rekja upphaf hennar beint til strandgöngu minnar á Íslandi árið 2006 þegar ég fann kríubein. Ég heillaðist mikið af formum beinanna og ákvað að hirða þau, sjóða og taka með mér heim. Þegar heim var svo komið byrjaði ég að púsla þeim saman og þannig varð Kría til.Hvernig hefur gengið síðan? Kría hefur dafnað vel og vaxið úr því að vera fimmtán til tuttugu stykkja lína í að verða í kringum níutíu og fimm stykkja lína. Kría er seld í ellefu búðum í New York, á Íslandi og í Noregi. Kría tók þátt í sýningunni Náttúra í hönnun árið 2010 sem var sett upp í Landsvirkjun, einnig tók hún þátt í Hönnunarmars sama ár og var tilnefnd til menningarverðlauna árið 2011 svo fátt eitt sé nefnt.Hvernig færðu hugmyndirnar að því sem þú skapar? Ég finn mér einhver falleg form úr náttúrunni til að vinna með og byrja svo að setja þau saman eða hengja þau á mig á einn eða annan hátt og sé svo hvernig hlutirnir hanga á eða sitja á líkamanum og held svo áfram þaðan. Stundum þegar maður tekur formin úr umhverfi sínu líta þau út fyrir að vera eitthvað allt annað en þau eru og það heillar mig hvað mest við að vinna með form beint úr náttúrunni.Hvaða efni notar þú í hönnun þína? Ég vinn helst með silfur, 14 karata gull og er nýbyrjuð að vinna aðeins með brass líka.Nú býrðu ekki á Íslandi en virðist engu að síður fá innblásturinn héðan, hvernig ferðu að því? Innblásturinn fæ ég sérstaklega úr Íslenskri náttúru þegar ég kem til landsins og frá fólkinu í kringum mig. Næsta lína er eingöngu búin til úr þorskbeinum sem voru send til mín frá Íslandi. Þar er ég að tengja beint við mínar íslensku rætur.Hver er markhópurinn? Ég hanna fyrir fólk sem er forvitið. Hvar selur þú vöruna þína? Á Íslandi fást vörurnar í verslununum Aurum, Mýrinni og ICELANDICMARKET.COM. Í New York fást þær í Eva, Love Adorned, Albertine General, Project no 8, Beautiful Dreamers, Vpl, og í Noregi í Cintamani Butikken.Hvar hannar þú? Ég hanna á heimili mínu í Brooklyn þar sem ég og maðurinn minn erum með sameiginlegt stúdíó en hann er málari.Er eitthvað spennandi á döfinni sem þú vilt deila með Lífinu? Ég mun koma til landsins fyrir Hönnunarmars sem fram fer 22. mars til 25. mars í boði Tanqueray, í þeirri ferð mun ég kynna nýju línuna mína í Aurum í Bankastræti 4. Einnig mun Kría taka þátt í sýningu í Hafnarborg sem ber nafnið Rætur og er um íslenska samtíma skartgripahönnun. Svo er það Pop Up-búð, gallerísýning í Berlín og viðræður við fleiri sölustaði svo að það eru annasamir tímar fram undan.Viltu gefa ungum og efnilegum hönnuðum sem eru að stíga fyrstu skrefin góð ráð? Treystu sjálfum þér en vertu alltaf opinn fyrir hugmyndum og ráðum frá öðrum og ekki láta egóið þvælast fyrir þér.WWW.KRIAJEWELRY.COM HönnunarMars Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Matur Fleiri fréttir „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Sjá meira
Jóhanna Methúsalemsdóttir skartgripahönnuður, sem búsett er í stórborginni New York, stendur fyrir merkinu Kría Jewelry sem hefur vaxið hratt undanfarið. Jóhanna fær allan sinn innblástur úr íslenskri náttúru og er von á nýrri línu á næstunni þar sem þorskbein leika aðalhlutverkið.Hvenær og hvernig varð Kría Jewelry að veruleika? Kría fæddist árið 2007, sama ár og dóttir mín Lóla Salvör en það má rekja upphaf hennar beint til strandgöngu minnar á Íslandi árið 2006 þegar ég fann kríubein. Ég heillaðist mikið af formum beinanna og ákvað að hirða þau, sjóða og taka með mér heim. Þegar heim var svo komið byrjaði ég að púsla þeim saman og þannig varð Kría til.Hvernig hefur gengið síðan? Kría hefur dafnað vel og vaxið úr því að vera fimmtán til tuttugu stykkja lína í að verða í kringum níutíu og fimm stykkja lína. Kría er seld í ellefu búðum í New York, á Íslandi og í Noregi. Kría tók þátt í sýningunni Náttúra í hönnun árið 2010 sem var sett upp í Landsvirkjun, einnig tók hún þátt í Hönnunarmars sama ár og var tilnefnd til menningarverðlauna árið 2011 svo fátt eitt sé nefnt.Hvernig færðu hugmyndirnar að því sem þú skapar? Ég finn mér einhver falleg form úr náttúrunni til að vinna með og byrja svo að setja þau saman eða hengja þau á mig á einn eða annan hátt og sé svo hvernig hlutirnir hanga á eða sitja á líkamanum og held svo áfram þaðan. Stundum þegar maður tekur formin úr umhverfi sínu líta þau út fyrir að vera eitthvað allt annað en þau eru og það heillar mig hvað mest við að vinna með form beint úr náttúrunni.Hvaða efni notar þú í hönnun þína? Ég vinn helst með silfur, 14 karata gull og er nýbyrjuð að vinna aðeins með brass líka.Nú býrðu ekki á Íslandi en virðist engu að síður fá innblásturinn héðan, hvernig ferðu að því? Innblásturinn fæ ég sérstaklega úr Íslenskri náttúru þegar ég kem til landsins og frá fólkinu í kringum mig. Næsta lína er eingöngu búin til úr þorskbeinum sem voru send til mín frá Íslandi. Þar er ég að tengja beint við mínar íslensku rætur.Hver er markhópurinn? Ég hanna fyrir fólk sem er forvitið. Hvar selur þú vöruna þína? Á Íslandi fást vörurnar í verslununum Aurum, Mýrinni og ICELANDICMARKET.COM. Í New York fást þær í Eva, Love Adorned, Albertine General, Project no 8, Beautiful Dreamers, Vpl, og í Noregi í Cintamani Butikken.Hvar hannar þú? Ég hanna á heimili mínu í Brooklyn þar sem ég og maðurinn minn erum með sameiginlegt stúdíó en hann er málari.Er eitthvað spennandi á döfinni sem þú vilt deila með Lífinu? Ég mun koma til landsins fyrir Hönnunarmars sem fram fer 22. mars til 25. mars í boði Tanqueray, í þeirri ferð mun ég kynna nýju línuna mína í Aurum í Bankastræti 4. Einnig mun Kría taka þátt í sýningu í Hafnarborg sem ber nafnið Rætur og er um íslenska samtíma skartgripahönnun. Svo er það Pop Up-búð, gallerísýning í Berlín og viðræður við fleiri sölustaði svo að það eru annasamir tímar fram undan.Viltu gefa ungum og efnilegum hönnuðum sem eru að stíga fyrstu skrefin góð ráð? Treystu sjálfum þér en vertu alltaf opinn fyrir hugmyndum og ráðum frá öðrum og ekki láta egóið þvælast fyrir þér.WWW.KRIAJEWELRY.COM
HönnunarMars Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Matur Fleiri fréttir „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Sjá meira