Fótbolti

Sif Atladóttir ekki með til Algarve

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sif Atladóttir fer ekki með á æfingamótið í Portúgal.
Sif Atladóttir fer ekki með á æfingamótið í Portúgal. Mynd/Daníel
Varnarmaðurinn Sif Atladóttir varð að draga sig úr íslenska landsliðshópnum vegna meiðsla og fer því ekki með til Algarve.

Þetta staðfesti Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari í samtali við Vísi í dag. Hann sagði að Sif hefði fengið högg á hásinina og þyrfti nokkrar vikur til að jafna sig.

Sig leikur með Kristianstad í Svíþjóð og hefur verið að spila með liðinu í æfingaleikjum að undanförnu.

Anna María Baldursdóttir, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið valin í landsliðið í hennar stað. Hún var í U-19 landsliði Íslands sem leikur á La Manga í næsta mánuði og hefur Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari liðsins, kallaði á Söndru Maríu Jessen, Þór, í hennar stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×