Sóley mætir í Vasadiskó

Tilveran hefur svo sannarlega breyst fyrir Sóleyju Stefánsdóttur tónlistarkonu frá því að hún gaf út frumraun sína We Sink fyrir jól. Síðan þá hefur hún verið á stöðugum ferðalögum víðs vegar um heim að leika á tónleikum. Svörunin kemur hennir sjálfri á óvart en hún hefur t.d. náð yfir milljónum spilana á sumum laga sinna á YouTube. Þegar Fésbókar síða hennar er skoðuð eru aðdáendur hennar frá ýmsum heimshonum en hún gefur út plötur sínar hjá þýsku útgáfunni Morr Music. Lag Sóleyjar, Smashed Birds, endaði í öðru sæti yfir lög ársins í fyrra hjá Vasadiskó en breiðskífa hennar í því fjórða. Sóley mætir í þáttinn á morgun með vasadiskóið sitt (mp3) spilara og setur á shuffle. Það verður spennandi að heyra hvað þessi hæfileikaríka unga tónlistarkona hlustar á í frítíma sínum. Þátturinn er í boði Gogoyoko og er á dagskrá X-sins á sunnudögum kl. 15. Fylgist með þættinum á Fésbókinni en þar má finna alla lagalista frá upphafi auk þess sem þáttastjórnandi setur inn nýja spennandi tónlist nánast á hverjum degi.