Golf

Tiger tapaði gegn Watney og féll úr leik

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods, sem þrívegis hefur sigrað á heimsmótinu í holukeppni, féll úr leik í gær með því að tapa fyrir landa sínum Nick Watney
Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods, sem þrívegis hefur sigrað á heimsmótinu í holukeppni, féll úr leik í gær með því að tapa fyrir landa sínum Nick Watney AP
Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods, sem þrívegis hefur sigrað á heimsmótinu í holukeppni, féll úr leik í gær með því að tapa fyrir landa sínum Nick Watney 1/0 í 32 manna úrslitum. Enski kylfingurinn Lee Westwood náði að komast í 16-manna úrslit í fyrsta sinn í 12 tilraunum. Westwood á möguleik á að ná efsta sæti heimslistans með því að sigra á þessu mót en Westwood lagði Svíann Robert Karlsson 3/2 í 32 manna úrslitum.

Woods náði ekki að setja niður tveggja metra pútt fyrir fugli á 18. flöt og þar með náði hann ekki að jafna metin gegn Watney. Woods rétt marði sigur gegn Spánverjanum Gonzalo Fernandez-Castano í fyrstu umferð en Woods var 2 holum undir gegn Watney þegar 3 holur voru eftir. Hann minnkaði muninn með því að vinna 16. og staðan var því 1/0 þegar tvær holur voru eftir en það dugði ekki fyrir Woods sem er úr leik.

Þetta er í fjórða árið í röð þar sem Woods kemst ekki í 16-manna úrslit á þessu mót. Hann tapaði í fyrstu umferð árið 2009, gegn Dananum Thomas Björn. Árið 2010 tók hann ekki þátt og í fyrra tapaði hann gegn Tim Clark í annarri umferð.

Rory McIlroy frá Norður-Írlandi komst einnig í 16-manna úrslit en hann lagði Danann Anders Hansen á 16.

Úrslitin í 32-manna úrslitum mótsins: Kylfingarnir eru bandarískir nema annað sé tekið fram:

Y.E. Yang (Kórea) tapaði gegn Hunter Mahan 5/3

Dustin Johnson sigraði Francesco Molinari (Ítalía) 7/5

Robert Rock (England) tapaði gegn Mark Wilson 3/2

Steve Stricker vann Louis Oosthuizen (Suður-Afríka) 1/0

Ryo Ishikawa (Japan) tapaði gegn Paul Lawrie (Skotlandi) 1/0

Matteo Manassero (Ítalía) tapaði gegn Martin Laird (Skotland) 2/1

Jason Day (Ástralía) tapaði gegn John Senden (Ástralía) 6/5

Matt Kuchar sigraði Bubba Watson 3/2

Ernie Els (Suður-Afríka) tapaði gegn Peter Hanson (Svíþjóð) 5/4

Lee Westwood (England) sigraði Robert Karlsson (Svíþjóð) 3/2

Charl Schwartzel (Suður-Afríka) tapaði gegn Bae Sang-moon (Kórea) 1/0

Rory McIlroy (Norður-Írland) sigraði Anders Hansen (Danmörk) 3/

Martin Kaymer (Þýskaland) sigraði David Toms 2/0

Nick Watney sigraði Tiger Woods 1/0

Kyle Stanley tapaði gegn Brandt Snedeker 2/1

Miguel Angel Jimenez (Spánn) sigraði Keegan Bradley 2/1

Þeir sem mætast í 16-manna úrslitum eru:

Martin Kaymer - Matt Kuchar

Steve Stricker - Hunter Mahan

Lee Westwood - Nick Watney

Martin Laird - Paul Lawrie

Peter Hanson - Brandt Snedeker

Mark Wilson - Dustin Johnson

Rory McIlroy - Miguel Angel Jimenez

John Senden - Bae Sang- moon




Fleiri fréttir

Sjá meira


×