Viðskipti erlent

Óvíst hvort neyðarlánið til Grikkja verði afgreitt í dag

Wolfgang Schäuble hinn valdamikli fjámálaráðherra Þýskalands.
Wolfgang Schäuble hinn valdamikli fjámálaráðherra Þýskalands.
Fjármálaráðherrar evrusvæðisins hittast á fundi í dag þar sem til stendur að afgreiða nýtt neyðarlán til Grikklands. Ekki er víst að það takist.

Evrópskir fjölmiðlar hafa fjallað um það um helgina að Wolfgang Schäuble hinn valdamikli fjámálaráðherra Þýskalands hafi miklar efasemdir um að neyðarlánið komi að gagni og vilji ekki að lánið verði samþykkt. Schäuble telur að grískir stjórnmálamenn geti ekki staðið við loforð sín í ljósi óeirðanna í Aþenu fyrir viku síðan.

Ný leynileg skýrsla á vegum framkvæmdanefndar Evrópusambandsins, Evrópubankans og Aljóðagjaldeyrissjóðsins styður sjónarmið Schäuble. Í henni kemur fram að þótt Grikkir fari eftir öllu sem þeir hafa lofað muni markmið neyðarlánsins ekki standast. Skuldir Grikklands séu í raun orðnar óviðráðanlegar.

Schäuble verður ekki einn á báti á fundinum í dag. Fjármálaráðherrar Austurríkis, Finnlands og Hollands eru sammála honum í grundvallaratriðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×