Helgarmaturinn - Salatblað fullt matar 9. mars 2012 14:30 Mynd/CoverMedia Vinsælasti fjölskyldurétturinn hjá Kríu, ritstjóra hjá Bókaútgáfunni SÖLKU „Það er einn réttur sem er mjög vinsæll hjá fjölskyldunni en hingað til hefur hann ekki átt sér neitt nafn. En nú er tilefni til þess svo ég nefni hann hér með SALATBLAÐ, FULLT MATAR. Uppskriftin er einföld og rétturinn ljúffengur og hollur í þokkabót. Svo er líka skemmtilegt að borða hann og hægt að nota guðsgafflana jafnt sem hina." INNIHALD Kjúklingur (yfirleitt kaupi ég hann bara tilbúinn en stundum steiki ég líka bringur, fer eftir því hvað ég ætla að vera myndarleg.) 5 gulrætur 1 gulrófa 1 paprika 1 kúrbítur (Zucchini) sveppir og bara það grænmeti sem er til, mæli þó ekki með agúrku, hún er of vökvarík. Yfirleitt fer magnið af grænmeti eftir því hvað ég er með mikið kjúklingakjöt og það heppnast alltaf best að fara eftir áferðinni á blöndunni; hún ætti hvorki að vera of vökvakennd né of þurr. iceberg-salathaus plómusósa AÐFERÐ Fyrst set ég kjúklingakjötið í matvinnsluvél og tek það svo frá. Síðan tek ég allt grænmetið (nema iceberg-salatið) og það fer í matvinnsluvélina, sömu leið. Ég set kjúklinginn saman við grænmetið og snöggsteiki á pönnu í lítilli olíu (helst wok-pönnu). Því næst fletti ég blöðunum varlega af iceberg-salatinu og smyr hvert blað (og enga nísku hér) með plómusósu. Síðan skipti ég pönnusteiktu blöndunni niður á blöðin og vef þau saman. Það fer svo alveg eftir stemmningunni hvort við borðum þetta eins og „pylsu með öllu", eða notum hnífapör. Við erum plómusósu-aðdáendur svo oftar en ekki höfum við sósuna við höndina og bætum við eftir þörfum. Verði ykkur að góðu. Matur Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Sjá meira
Vinsælasti fjölskyldurétturinn hjá Kríu, ritstjóra hjá Bókaútgáfunni SÖLKU „Það er einn réttur sem er mjög vinsæll hjá fjölskyldunni en hingað til hefur hann ekki átt sér neitt nafn. En nú er tilefni til þess svo ég nefni hann hér með SALATBLAÐ, FULLT MATAR. Uppskriftin er einföld og rétturinn ljúffengur og hollur í þokkabót. Svo er líka skemmtilegt að borða hann og hægt að nota guðsgafflana jafnt sem hina." INNIHALD Kjúklingur (yfirleitt kaupi ég hann bara tilbúinn en stundum steiki ég líka bringur, fer eftir því hvað ég ætla að vera myndarleg.) 5 gulrætur 1 gulrófa 1 paprika 1 kúrbítur (Zucchini) sveppir og bara það grænmeti sem er til, mæli þó ekki með agúrku, hún er of vökvarík. Yfirleitt fer magnið af grænmeti eftir því hvað ég er með mikið kjúklingakjöt og það heppnast alltaf best að fara eftir áferðinni á blöndunni; hún ætti hvorki að vera of vökvakennd né of þurr. iceberg-salathaus plómusósa AÐFERÐ Fyrst set ég kjúklingakjötið í matvinnsluvél og tek það svo frá. Síðan tek ég allt grænmetið (nema iceberg-salatið) og það fer í matvinnsluvélina, sömu leið. Ég set kjúklinginn saman við grænmetið og snöggsteiki á pönnu í lítilli olíu (helst wok-pönnu). Því næst fletti ég blöðunum varlega af iceberg-salatinu og smyr hvert blað (og enga nísku hér) með plómusósu. Síðan skipti ég pönnusteiktu blöndunni niður á blöðin og vef þau saman. Það fer svo alveg eftir stemmningunni hvort við borðum þetta eins og „pylsu með öllu", eða notum hnífapör. Við erum plómusósu-aðdáendur svo oftar en ekki höfum við sósuna við höndina og bætum við eftir þörfum. Verði ykkur að góðu.
Matur Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Sjá meira