Volki sigrar frumkvöðlakeppni - Elettra Wiederman hélt ræðu 22. mars 2012 18:03 'Volki, lista- og hönnunarstúdíóið, bar sigur úr býtum í frumkvöðlakeppni kvenna sem Íslandsbanki, Félag kvenna í atvinnurekstri og Opni Háskólinn í Reykjavík stóðu fyrir. Alls sóttu 34 konur frumkvöðlanámskeið sem var undanfari keppninnar. Námskeiðið hófst í nóvember á síðasta ári og þar lærðu konurnar gerð viðskiptaáætlana. Íslandsbanki niðurgreiddi námskeiðagjaldið um helming. Alls komu 19 viðskiptaáætlanir út úr námskeiðinu sem dómnefnd fór yfir. Fimm áætlanir voru valdar til að taka þátt í frumkvöðlasamkeppninni þar sem konurnar fengu ráðgjöf til að þróa áætlun sína enn frekar. Dómnefndina skipuðu þau Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs, Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri FKA og Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs HR. Verðlaunin voru afhend í hádeginu í dag á Goodness, nýjum veitingastað sem settur hefur verið upp í fjóra daga í tengslum við Hönnunarmars. Fyrirsætan Elettra Wiederman, stofnandi Goodness, hélt fyrirlestur m.a. um tilurð veitingastaðarins. Það var lista- og hönnunarstúdíóið Volki sem bar sigur úr býtum og hlaut 2 milljóna króna styrk frá Íslandsbanka. Volki hefur haft það að leiðarljósi að hanna húsgögn, fylgihluti og aðra hversdagslega muni þar sem íslensk náttúra, alþýðugildi og handverk setja ríkan svip á hönnunina. Þrjár ungar konur standa að fyrirtækinu en þær hyggja á útflutning á vörum sínum til Hollands. Í rökstuðningi dómnefndar kom fram að aðstandendur Volki hafi sýnt mikla áræðni og hafi verið með vel útfærða viðskiptahugmynd. Það sem hafði ekki síst áhrif á niðurstöðuna var að Volki notar íslenskt hráefni og íslenska þekkingu, og með kaupum á sérstakri prjónavél mun fjárfestingin einnig styðja við nýsköpun og stuðla að framgöngu annarra í iðngreininni. HönnunarMars Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
'Volki, lista- og hönnunarstúdíóið, bar sigur úr býtum í frumkvöðlakeppni kvenna sem Íslandsbanki, Félag kvenna í atvinnurekstri og Opni Háskólinn í Reykjavík stóðu fyrir. Alls sóttu 34 konur frumkvöðlanámskeið sem var undanfari keppninnar. Námskeiðið hófst í nóvember á síðasta ári og þar lærðu konurnar gerð viðskiptaáætlana. Íslandsbanki niðurgreiddi námskeiðagjaldið um helming. Alls komu 19 viðskiptaáætlanir út úr námskeiðinu sem dómnefnd fór yfir. Fimm áætlanir voru valdar til að taka þátt í frumkvöðlasamkeppninni þar sem konurnar fengu ráðgjöf til að þróa áætlun sína enn frekar. Dómnefndina skipuðu þau Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs, Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri FKA og Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs HR. Verðlaunin voru afhend í hádeginu í dag á Goodness, nýjum veitingastað sem settur hefur verið upp í fjóra daga í tengslum við Hönnunarmars. Fyrirsætan Elettra Wiederman, stofnandi Goodness, hélt fyrirlestur m.a. um tilurð veitingastaðarins. Það var lista- og hönnunarstúdíóið Volki sem bar sigur úr býtum og hlaut 2 milljóna króna styrk frá Íslandsbanka. Volki hefur haft það að leiðarljósi að hanna húsgögn, fylgihluti og aðra hversdagslega muni þar sem íslensk náttúra, alþýðugildi og handverk setja ríkan svip á hönnunina. Þrjár ungar konur standa að fyrirtækinu en þær hyggja á útflutning á vörum sínum til Hollands. Í rökstuðningi dómnefndar kom fram að aðstandendur Volki hafi sýnt mikla áræðni og hafi verið með vel útfærða viðskiptahugmynd. Það sem hafði ekki síst áhrif á niðurstöðuna var að Volki notar íslenskt hráefni og íslenska þekkingu, og með kaupum á sérstakri prjónavél mun fjárfestingin einnig styðja við nýsköpun og stuðla að framgöngu annarra í iðngreininni.
HönnunarMars Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira