Handbolti

Guðjón Valur skoraði mest allra í riðlunum þremur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. Mynd/Vilhelm
Guðjón Valur Sigurðsson var ekki aðeins markahæsti leikmaðurinn í riðli Íslands í forkeppni Ólympíuleikana í London því enginn leikmaður skoraði fleiri mörk en okkar maður í riðlunum þremur.

Guðjón Valur skoraði 25 mörk í 3 leikjum eða 8,3 mörk að meðaltali í leik en hann skoraði fjórum mörkum meira en næsti maður sem var Ivan Cupic frá Króatíu. Þeir tveir voru einnig tveir markahæstu mennirnir í öllum riðlinum.

Makedóníumaðurinn Kiril Lazarov var markahæstur í riðlinum í Svíþjóð en hann skoraði 18 mörk eða fimm mörkum meira en Svíinn Kim Andersson og Makedóníumaðurinn Naumche Mojsovski.

Markahæstu mennirnir á Spáni voru þrír og þeir skoruðu allir fjórtán mörk. Þetta voru þeir Messaoud Berkous frá Alsír og Serbarnir Momir Ilic og Marko Vujin. Spánverjar dreifðu markaskoruninni mikið hjá sér en línumaðurinn Julen Aguinagalde var markahæstur þeirra með 13 mörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×